Leynd skaðleg í viðskiptum 10. janúar 2005 00:01 Leynd er alltaf á endanum skaðleg segir Howard Davies, fyrrverandi forstöðumaður breska fjármálaeftirlitsins, sem telur mikilvægt að gagnsæi ríki um eftirlit með fjármálafyrirtækjum. Í sama streng tekur Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, en að hans mati eru menn of reiðubúnir hér á landi til að leita að glufum í lögum til að stunda viðskipti sem tæplega standast siðferðilega skoðun. Viðskiptaráðherra hefur boðað nýtt lagafrumvarp um verðbréfaviðskipti þar sem meðal annars á að auka gagnsæi Fjármálaeftirlitsins. Með öðrum orðum stendur til að Páll Gunnar Pálsson forstjóri fái brátt aukna heimild til að skýra frá störfum stofnunarinnar. Eins og staðan er í dag hvílir alger leynd yfir því hvort eða hvað er til rannsóknar hjá Fjármálaeftirlitinu og þá hvernig málum lýkur sem til rannsóknar eru. Howard Davies, rektor London School of Economics, var gestur á ráðstefnu Fjármálaeftirlitsins um framtíð íslensks fjármálamarkaðar en hann er einnig fyrrverandi forstjóri breska fjármálaeftirlitsins. Hann telur að maður geldi fyrir leyndina. „Fjárfestar, sérstaklega erlendir fjárfestar, eru alltaf tortryggnir ef þeir telja að markaðurinn vinni kannski gegn þeim og að eitthvað sé í gangi sem þeir vita ekki um,“ segir Davies. Í Bretlandi skýrir Fjármálaeftirlitið ávallt frá niðurstöðum rannsókna og í einstaka tilfellum, þegar hagsmunir hluthafa krefjast, frá því þegar rannsókn hefst. Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, segir dæmi um að mál hafi komið upp hér á landi sem menn á markaði hafi talið nauðsynlegt að skoða. Erfitt sé þegar enginn viti neitt um lyktir mála. Hann telur regluvirkið hér nokkurn veginn í línu við það sem gerist í nágrannalöndunum. Helsti munurinn sé að fáar hefðir hafi þróast hér á landi vegna þess hve markaðurinn er ungur og því séu menn of reiðubúnir til að leita að glufum í lögum til að stunda viðskipti sem tæplega standast siðferðilega skoðun. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Sjá meira
Leynd er alltaf á endanum skaðleg segir Howard Davies, fyrrverandi forstöðumaður breska fjármálaeftirlitsins, sem telur mikilvægt að gagnsæi ríki um eftirlit með fjármálafyrirtækjum. Í sama streng tekur Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, en að hans mati eru menn of reiðubúnir hér á landi til að leita að glufum í lögum til að stunda viðskipti sem tæplega standast siðferðilega skoðun. Viðskiptaráðherra hefur boðað nýtt lagafrumvarp um verðbréfaviðskipti þar sem meðal annars á að auka gagnsæi Fjármálaeftirlitsins. Með öðrum orðum stendur til að Páll Gunnar Pálsson forstjóri fái brátt aukna heimild til að skýra frá störfum stofnunarinnar. Eins og staðan er í dag hvílir alger leynd yfir því hvort eða hvað er til rannsóknar hjá Fjármálaeftirlitinu og þá hvernig málum lýkur sem til rannsóknar eru. Howard Davies, rektor London School of Economics, var gestur á ráðstefnu Fjármálaeftirlitsins um framtíð íslensks fjármálamarkaðar en hann er einnig fyrrverandi forstjóri breska fjármálaeftirlitsins. Hann telur að maður geldi fyrir leyndina. „Fjárfestar, sérstaklega erlendir fjárfestar, eru alltaf tortryggnir ef þeir telja að markaðurinn vinni kannski gegn þeim og að eitthvað sé í gangi sem þeir vita ekki um,“ segir Davies. Í Bretlandi skýrir Fjármálaeftirlitið ávallt frá niðurstöðum rannsókna og í einstaka tilfellum, þegar hagsmunir hluthafa krefjast, frá því þegar rannsókn hefst. Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, segir dæmi um að mál hafi komið upp hér á landi sem menn á markaði hafi talið nauðsynlegt að skoða. Erfitt sé þegar enginn viti neitt um lyktir mála. Hann telur regluvirkið hér nokkurn veginn í línu við það sem gerist í nágrannalöndunum. Helsti munurinn sé að fáar hefðir hafi þróast hér á landi vegna þess hve markaðurinn er ungur og því séu menn of reiðubúnir til að leita að glufum í lögum til að stunda viðskipti sem tæplega standast siðferðilega skoðun.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent