
Innlent
Hálka víðast hvar um landið

Hálka er suðvestanlands og éljagangur og snjóþekja á Vesturlandi. Þungfært er á Holtavörðuheiði og mjög slæmt veður. Á Norðurlandi er víða hálka og éljagangur. Hálka er víða á Vestfjörðum og snjóþekja og éljagangur á sunnanverðum Vestfjörðum. Flughált er víða á Austurlandi. Flughált er frá Reyðafirði til Breiðdalsvíkur, á Breiðdalsheiði, á Fagradal og milli Reyðarfjarðar og Neskaupstaðar og á Fjarðarheiði. Öxi er ófær. Á Suðausturlandi er víða hálka eða hálkublettir.