Engin lognmolla framundan 17. janúar 2005 00:01 Sigurður Helgason lætur af störfum sem forstjóri Flugleiða í lok maí. Þá mun hann hafa setið í forstjórastóli Flugleiða í tuttugu ár. Í tilkynningu frá Flugleiðum kemur fram að Sigurður hafi kynnt stjórn félagsins ákvörðun sína á stjórnarfndi í gærmorgun. Hlutverk Hannesar Smárasonar stjórnarformanns breyttist einnig í gær og er hann nú starfandi stjórnarformaður félagsins. Sem slíkur hefur hann mun meiri afskipti af daglegum rekstri fyrirtækisins og hann mun beina kröftum sínum að útrásarverkefnum og fjárfestingum. Hann segir ýmis verkefni vera í burðarliðnum. Hannes segir sátt hafa ríkt um starfslok Sigurðar og að félagið muni áfram njóta krafta hans sem ráðgjafa samkvæmt samkomulagi sem við hann hefur verið gert. "Það er alltaf gott þegar menn hafa tækifæri til að hætta á toppnum," segir Hannes og segir Sigurð skilja við mjög gott bú eftir tuttugu ár í forstjórastóli fyrirtækisins. Hugsanlegt er að brotthvarf Sigurðar kunni að marka upphafið á frekari skipulags- og mannabreytingum í rekstri Flugleiða. Líklegt er að áhersla á fjárfestingar og útrás fyrirtækisins aukist og hugsanlega verður reksturinn á Íslandi einfaldaður með sölu eininga. Hannes segir hins vegar að engar slíkar ákvarðanir hafi verið teknar. Hann segir það stefnu félagsins að starfa sem eignarhaldsfélag fyrir margvíslega starfsemi og einingar innan samsteypunnar séu ætíð til athugunar. Hann segir ennfremur að ýmislegt sé í pípunum um áframhaldandi vöxt fyrirtækisins. "Það verður engin lognmolla í rekstri fyrirtækisins," segir hann. Hins vegar sé of snemmt að segja nokkuð til um í hverju næstu verkefni fyrirtækisins verða fólgin. Fjárfesting félagsins í EasyJet hefur skilað Flugleiðum mjög góðum ágóða og líklegt er að Flugleiðir leiti víða tækifæra til fjárfestingar. Sigurður segir engan ágreining hafa verið um stefnu fyrirtækisins milli sín og helstu eigenda. Honum hafi hins vegar þótt þetta vera góður tími til að láta af störfum enda séu tuttugu ár langur tími við stjórnvöl í alþjóðlegu flugfyrirtæki. "Ég tók við þessu starfi 38 ára og veit ekki um neinn sem hefur setið jafnlengi í forstjórastól alþjóðlegs flugfyrirtækis á þessu tímabili," segir Sigurður. Sigurður segir að það sem standi upp úr eftir þrjátíu ára starf sitt hjá Flugleiðum, þar af tuttugu í stóli forstjóra, sé vöxtur þess og hvernig tekist hafi að byggja traust fyrirtæki á öruggum fjárhagslegum grunni. "Ég er mjög ánægður að skila fyrirtækinu af mér við þessar aðstæður og mun standa upp úr forstjórastólnum með góða samvisku," segir hann. Viðskipti Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Samstarf 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Sigurður Helgason lætur af störfum sem forstjóri Flugleiða í lok maí. Þá mun hann hafa setið í forstjórastóli Flugleiða í tuttugu ár. Í tilkynningu frá Flugleiðum kemur fram að Sigurður hafi kynnt stjórn félagsins ákvörðun sína á stjórnarfndi í gærmorgun. Hlutverk Hannesar Smárasonar stjórnarformanns breyttist einnig í gær og er hann nú starfandi stjórnarformaður félagsins. Sem slíkur hefur hann mun meiri afskipti af daglegum rekstri fyrirtækisins og hann mun beina kröftum sínum að útrásarverkefnum og fjárfestingum. Hann segir ýmis verkefni vera í burðarliðnum. Hannes segir sátt hafa ríkt um starfslok Sigurðar og að félagið muni áfram njóta krafta hans sem ráðgjafa samkvæmt samkomulagi sem við hann hefur verið gert. "Það er alltaf gott þegar menn hafa tækifæri til að hætta á toppnum," segir Hannes og segir Sigurð skilja við mjög gott bú eftir tuttugu ár í forstjórastóli fyrirtækisins. Hugsanlegt er að brotthvarf Sigurðar kunni að marka upphafið á frekari skipulags- og mannabreytingum í rekstri Flugleiða. Líklegt er að áhersla á fjárfestingar og útrás fyrirtækisins aukist og hugsanlega verður reksturinn á Íslandi einfaldaður með sölu eininga. Hannes segir hins vegar að engar slíkar ákvarðanir hafi verið teknar. Hann segir það stefnu félagsins að starfa sem eignarhaldsfélag fyrir margvíslega starfsemi og einingar innan samsteypunnar séu ætíð til athugunar. Hann segir ennfremur að ýmislegt sé í pípunum um áframhaldandi vöxt fyrirtækisins. "Það verður engin lognmolla í rekstri fyrirtækisins," segir hann. Hins vegar sé of snemmt að segja nokkuð til um í hverju næstu verkefni fyrirtækisins verða fólgin. Fjárfesting félagsins í EasyJet hefur skilað Flugleiðum mjög góðum ágóða og líklegt er að Flugleiðir leiti víða tækifæra til fjárfestingar. Sigurður segir engan ágreining hafa verið um stefnu fyrirtækisins milli sín og helstu eigenda. Honum hafi hins vegar þótt þetta vera góður tími til að láta af störfum enda séu tuttugu ár langur tími við stjórnvöl í alþjóðlegu flugfyrirtæki. "Ég tók við þessu starfi 38 ára og veit ekki um neinn sem hefur setið jafnlengi í forstjórastól alþjóðlegs flugfyrirtækis á þessu tímabili," segir Sigurður. Sigurður segir að það sem standi upp úr eftir þrjátíu ára starf sitt hjá Flugleiðum, þar af tuttugu í stóli forstjóra, sé vöxtur þess og hvernig tekist hafi að byggja traust fyrirtæki á öruggum fjárhagslegum grunni. "Ég er mjög ánægður að skila fyrirtækinu af mér við þessar aðstæður og mun standa upp úr forstjórastólnum með góða samvisku," segir hann.
Viðskipti Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Samstarf 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira