Ótti um snjóflóð 17. janúar 2005 00:01 53 íbúar í Bolungarvík og Ísafjarðarbæ gátu ekki sofið í rúmum sínum í nótt vegna snjóflóðahættu. Alls voru rýmd 28 hús, bæði íbúðarhús og vinnustaðir. Þá voru vegir víða lokaðir eða takmarkanir settar á umferð vegna snjóflóðahættu úr bröttum hlíðum. Hættumat verður endurmetið nú strax í morgunsárið. Sjö til níu íbúar við Árvelli í Hnífsdal þar sem snjóflóð féll í byrjun janúar rýmdu hús sín í gær. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði, segir ekki verða búið við Árvelli í framtíðinni þar sem stendur til að kaupa upp húsin. Eins segir hann mörg hús á hættusvæðum þegar hafa verið keypt upp og því hafi færri þurft að yfirgefa heimili sín en ella. Magni Guðmundsson er nýfluttur af Seljalandi vegna snjóflóðahættu og býr nú ásamt konu sinni á Skógarbraut sem er tvö hundruð metra frá gamla heimilinu. Í gærdag þurfti Magni að rýma vinnustað sinn, Netagerð Vestfjarða, ásamt vinnufélögunum vegna snjóflóðahættu. Húsið Seljaland var keypt af Magna og konunni hans síðasta haust af Ísafjarðarbæ og ofanflóðanefnd. Síðasta föstudag fluttu þau alveg yfir á Skógarbraut en þegar þurfti að rýma á Ísafirði í byrjun janúar gistu þau nokkrar nætur í nýja húsinu. Þau ætla að leigja Seljaland yfir sumartímann en leyfilegt er að vera í húsinu sex mánuði á ári. Magni segir ástæðuna vera að honum hafi liðið vel á Seljalandi sem er gamalt sveitasetur. Hann hafi aldrei haft áhyggjur af snjóflóðum þó að flóð hafi fallið á húsið árið 1947. Jafnframt bendir hann á þarna hafi verið búið í átta hundruð ár. "Aðrir hafa haft meiri áhyggjur af okkur þarna en við sjálf," segir Magni. Honum finnst undarlegt að ekki hafi verið hægt að verja húsið sem sé mitt á milli garðsins og þess sem enn er kallað hættusvæði. "Kostnaður við að verja húsið átti að vera á milli tuttugu til þrjátíu milljónir en það þótti of mikið. Aftur á móti fór kostnaður við varnargarðinn, sem ég bý núna undir, um 130 milljónir fram úr áætlun," segir Magni. Fréttir Innlent Veður Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
53 íbúar í Bolungarvík og Ísafjarðarbæ gátu ekki sofið í rúmum sínum í nótt vegna snjóflóðahættu. Alls voru rýmd 28 hús, bæði íbúðarhús og vinnustaðir. Þá voru vegir víða lokaðir eða takmarkanir settar á umferð vegna snjóflóðahættu úr bröttum hlíðum. Hættumat verður endurmetið nú strax í morgunsárið. Sjö til níu íbúar við Árvelli í Hnífsdal þar sem snjóflóð féll í byrjun janúar rýmdu hús sín í gær. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði, segir ekki verða búið við Árvelli í framtíðinni þar sem stendur til að kaupa upp húsin. Eins segir hann mörg hús á hættusvæðum þegar hafa verið keypt upp og því hafi færri þurft að yfirgefa heimili sín en ella. Magni Guðmundsson er nýfluttur af Seljalandi vegna snjóflóðahættu og býr nú ásamt konu sinni á Skógarbraut sem er tvö hundruð metra frá gamla heimilinu. Í gærdag þurfti Magni að rýma vinnustað sinn, Netagerð Vestfjarða, ásamt vinnufélögunum vegna snjóflóðahættu. Húsið Seljaland var keypt af Magna og konunni hans síðasta haust af Ísafjarðarbæ og ofanflóðanefnd. Síðasta föstudag fluttu þau alveg yfir á Skógarbraut en þegar þurfti að rýma á Ísafirði í byrjun janúar gistu þau nokkrar nætur í nýja húsinu. Þau ætla að leigja Seljaland yfir sumartímann en leyfilegt er að vera í húsinu sex mánuði á ári. Magni segir ástæðuna vera að honum hafi liðið vel á Seljalandi sem er gamalt sveitasetur. Hann hafi aldrei haft áhyggjur af snjóflóðum þó að flóð hafi fallið á húsið árið 1947. Jafnframt bendir hann á þarna hafi verið búið í átta hundruð ár. "Aðrir hafa haft meiri áhyggjur af okkur þarna en við sjálf," segir Magni. Honum finnst undarlegt að ekki hafi verið hægt að verja húsið sem sé mitt á milli garðsins og þess sem enn er kallað hættusvæði. "Kostnaður við að verja húsið átti að vera á milli tuttugu til þrjátíu milljónir en það þótti of mikið. Aftur á móti fór kostnaður við varnargarðinn, sem ég bý núna undir, um 130 milljónir fram úr áætlun," segir Magni.
Fréttir Innlent Veður Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira