Þekkta fólkið neytir kókaíns 19. janúar 2005 00:01 Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir hóp fíkniefnaneytenda orðinn breiðari. Áður hafi verið litið á fíkniefnaneytendur sem hálfgerða aumingja en annað eigi við þá sem eru í kókaínneyslu sem eru mikið til þekkta og fína fólkið. Fyrir nokkrum árum hefðu langflestir landsmenn staðið saman og með lögreglunnu og talið fíkniefnaneyslu vera vandamál, að sögn Harðar. Nú sé neyslan orðin hluti af skemmtanamynstrinu. "Kókaín er dýrasta fíkniefnið og það eru ekki ræflarnir á götunni sem hafa efni á því, þetta er fína fólkið sem er að neyta þess. Eins og Stefán Máni rithöfundur sagði svo réttilega þá er þetta siðferðisvandamál," segir Hörður. Hörður segir kókaínneytendurna hafa vit á því að nota lengri leiðir til að fá efnið. Lögreglan viti þó hverjir margir þeirra eru þó að ekki sé hægt að sanna það. "Það getur enginn treyst neinum í þessum bransa," segir Hörður. Hann telur breyttan opnunartíma eflaust hafa áhrif á aukna neyslu þar sem menn kýli sig út af kókaíni til að halda út allan tíma. Þeir sem það geri gangi með efnin á sér og neyti þeirra inni á stöðunum. Hörður segist telja að neysla e-taflna hafi minnkað og vonar að því sé neytendunum sjálfum að þakka með minnkandi eftirspurn. Eins gæti ástæðan verið minnkandi framboð í kjölfar strangari dóma. Þá segir hann innflytjendur vilja þjóna þeim sem borga best og einnig sé kókaínið langdýrasta efnið. Grammið af kókaíni hefur kostað upp í fimmtán þúsund krónur og segir Hörður enga smáþjófa eða rúðubrjóta hafa efni á því. Eins segir hann að búast hafi mátt við því hér að fína fólkið hér myndi leita að tilbreytingu í kókaíni eins og gerst hefur annars staðar. "Við einbeitum okkur að því að takmarka framboðið, innflutning, notkun, sölu og dreifingu. Vandinn er sá að markaðurinn hefur stækkað," segir Hörður. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Sjá meira
Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir hóp fíkniefnaneytenda orðinn breiðari. Áður hafi verið litið á fíkniefnaneytendur sem hálfgerða aumingja en annað eigi við þá sem eru í kókaínneyslu sem eru mikið til þekkta og fína fólkið. Fyrir nokkrum árum hefðu langflestir landsmenn staðið saman og með lögreglunnu og talið fíkniefnaneyslu vera vandamál, að sögn Harðar. Nú sé neyslan orðin hluti af skemmtanamynstrinu. "Kókaín er dýrasta fíkniefnið og það eru ekki ræflarnir á götunni sem hafa efni á því, þetta er fína fólkið sem er að neyta þess. Eins og Stefán Máni rithöfundur sagði svo réttilega þá er þetta siðferðisvandamál," segir Hörður. Hörður segir kókaínneytendurna hafa vit á því að nota lengri leiðir til að fá efnið. Lögreglan viti þó hverjir margir þeirra eru þó að ekki sé hægt að sanna það. "Það getur enginn treyst neinum í þessum bransa," segir Hörður. Hann telur breyttan opnunartíma eflaust hafa áhrif á aukna neyslu þar sem menn kýli sig út af kókaíni til að halda út allan tíma. Þeir sem það geri gangi með efnin á sér og neyti þeirra inni á stöðunum. Hörður segist telja að neysla e-taflna hafi minnkað og vonar að því sé neytendunum sjálfum að þakka með minnkandi eftirspurn. Eins gæti ástæðan verið minnkandi framboð í kjölfar strangari dóma. Þá segir hann innflytjendur vilja þjóna þeim sem borga best og einnig sé kókaínið langdýrasta efnið. Grammið af kókaíni hefur kostað upp í fimmtán þúsund krónur og segir Hörður enga smáþjófa eða rúðubrjóta hafa efni á því. Eins segir hann að búast hafi mátt við því hér að fína fólkið hér myndi leita að tilbreytingu í kókaíni eins og gerst hefur annars staðar. "Við einbeitum okkur að því að takmarka framboðið, innflutning, notkun, sölu og dreifingu. Vandinn er sá að markaðurinn hefur stækkað," segir Hörður.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Sjá meira