Fyrsta sérsmíðin fyrir Samskip 24. janúar 2005 00:01 Nýtt ellefu þúsund tonna flutningaskip Samskipa, Arnarfell, var vígt í Hamborg. Skipið getur flutt 908 gáma og mun ellefu manna áhöfn starfa á skipinu, allt Íslendingar. Skipið er skráð í Færeyjum og verður notað í áætlunarsiglingum milli Íslands og Evrópu. Að sögn forsvarsmanna Samskipa er rekstur skipsins miklum mun ódýrari ef það er skráð þar heldur en hér á landi. Arnarfellið, sem var tekið í notkun í gær, er systurskip Helgafells, sem verið er að leggja lokahönd á í skipasmíðastöðinni J. J. Sietas í Hamborg. Áætlað er að Helgafellið verði afhent Samskipum í lok febrúar. Byggingarkostnaður skipanna er alls um 3,4 milljarðar króna. Skipin eru þau fyrstu sem Samskip lætur smíða sérstaklega. Smíði skipanna hefur tekið minna en eitt ár en þau eru í eigu skipasmíðastöðvarinnar. Samskip leigir skipin til sjö ára en hefur að þeim tíma loknum rétt til þess að kaupa þau. Ólafur segir það vera stefnu hjá Samskipum að félagið sjálft eigi ekki tækjakostinn. "Við erum ekki að fjárfesta í stáli og steypu heldur snýst okkar starfsemi um að skipuleggja nýtingu tækjanna," segir hann Hann segir að Samskip hafi þann háttinn á að útbúa þarfalýsingu og senda skipasmíðastöðvum með ósk um verðhugmyndir. "Meðal þeirra krafna sem við gerum snúa að stærðinni svo skipin geti athafnað sig í höfninni í Vestmannaeyjum. Við erum einnig með kröfur sem varða varnir fyrir farminn gagnvart því sjólagi sem skipin starfa í.," segir hann. Arnarfell og Helgafell taka við af skipum með sama nafni sem að sögn Ólafs voru orðin of lítil. Nýju skipin flytja tvö hundruð fleiri gáma en þau gömlu. Töluverður vöxtur hefur verið í rekstri Samskipa undafarin ár. Á árinu 2002 námu tekjur félagsins um fjórtán milljörðum en gert er ráð fyrir að tekjur hafi verið nálægt 24 milljörðum í fyrra. Tekjuaukningin milli áranna 2002 og 2004 er því sjötíu prósent og vöxturinn í fyrra var um fjörutíu prósent. Í síðustu viku tók Samskip í notkun nýjar aðalstöðvar og vörugeymslu við Kjalarvog í Reykjavík. Byggingarkostnaður höfuðstöðvanna nam um 2,4 milljörðum króna. Ólafur segir vöxtinn hafa bæði átt sér stað í gegnum uppkaup á fyrirtækjum erlendis en einnig hafi starfseminni á Íslandi vaxið fiskur um hrygg. Hann á von á því að áfram verði vöxtur í rektrinum á þessu ári. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Samstarf Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Nýtt ellefu þúsund tonna flutningaskip Samskipa, Arnarfell, var vígt í Hamborg. Skipið getur flutt 908 gáma og mun ellefu manna áhöfn starfa á skipinu, allt Íslendingar. Skipið er skráð í Færeyjum og verður notað í áætlunarsiglingum milli Íslands og Evrópu. Að sögn forsvarsmanna Samskipa er rekstur skipsins miklum mun ódýrari ef það er skráð þar heldur en hér á landi. Arnarfellið, sem var tekið í notkun í gær, er systurskip Helgafells, sem verið er að leggja lokahönd á í skipasmíðastöðinni J. J. Sietas í Hamborg. Áætlað er að Helgafellið verði afhent Samskipum í lok febrúar. Byggingarkostnaður skipanna er alls um 3,4 milljarðar króna. Skipin eru þau fyrstu sem Samskip lætur smíða sérstaklega. Smíði skipanna hefur tekið minna en eitt ár en þau eru í eigu skipasmíðastöðvarinnar. Samskip leigir skipin til sjö ára en hefur að þeim tíma loknum rétt til þess að kaupa þau. Ólafur segir það vera stefnu hjá Samskipum að félagið sjálft eigi ekki tækjakostinn. "Við erum ekki að fjárfesta í stáli og steypu heldur snýst okkar starfsemi um að skipuleggja nýtingu tækjanna," segir hann Hann segir að Samskip hafi þann háttinn á að útbúa þarfalýsingu og senda skipasmíðastöðvum með ósk um verðhugmyndir. "Meðal þeirra krafna sem við gerum snúa að stærðinni svo skipin geti athafnað sig í höfninni í Vestmannaeyjum. Við erum einnig með kröfur sem varða varnir fyrir farminn gagnvart því sjólagi sem skipin starfa í.," segir hann. Arnarfell og Helgafell taka við af skipum með sama nafni sem að sögn Ólafs voru orðin of lítil. Nýju skipin flytja tvö hundruð fleiri gáma en þau gömlu. Töluverður vöxtur hefur verið í rekstri Samskipa undafarin ár. Á árinu 2002 námu tekjur félagsins um fjórtán milljörðum en gert er ráð fyrir að tekjur hafi verið nálægt 24 milljörðum í fyrra. Tekjuaukningin milli áranna 2002 og 2004 er því sjötíu prósent og vöxturinn í fyrra var um fjörutíu prósent. Í síðustu viku tók Samskip í notkun nýjar aðalstöðvar og vörugeymslu við Kjalarvog í Reykjavík. Byggingarkostnaður höfuðstöðvanna nam um 2,4 milljörðum króna. Ólafur segir vöxtinn hafa bæði átt sér stað í gegnum uppkaup á fyrirtækjum erlendis en einnig hafi starfseminni á Íslandi vaxið fiskur um hrygg. Hann á von á því að áfram verði vöxtur í rektrinum á þessu ári.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Samstarf Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira