Innlent

Ekki skoðanir verkalýðsmálaráðs

Sex menn úr forystu verkalýðshreyfinga og allir fulltrúar í verkalýðsmálaráði Samfylkingarinnar sendu í gærkvöldi frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segja að skoðanir Gylfa Arnbjörnssonar, framkvæmdastjóra ASÍ, í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins í gær séu ekki skoðanir verkalýðsmálaráðsins. Gylfi sagði meðal annars að verkalýðshreyfingin myndi fylkja sér að baki nýjum formanni Samfylkingarinnar, hver sem hann yrði, en að stuðningur hennar við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur væri ótvíræður. Sexmenningarnir segja að þessar skoðanir Gylfa séu ekki skoðanir verkalýðshreyfingarinnar almennt og með því að taka þátt í átökum um persónur innan flokksins sé engum greiði gerður og flokknum bakað tjón. Að mati Össurar Skarphéðinssonar, formanns Samfylkingarinnar, hefur Gylfi ekki umboð til að tala í nafni verkalýðshreyfingarinnar eins og hann gerði í gær.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×