Lögreglufréttir 24. janúar 2005 00:01 Innbrot í Fossvogi Brotist var inn í hús í Fossvogi snemma á mánudagsmorgni. Eldhúsgluggi var spenntur upp og lyfjum, skólatösku, áfengi, sundpoka og peningum stolið. Málið er í rannsókn lögreglunnar í Reykjavík. Ölvaðir undir stýri Átta ökumenn voru teknir af lögreglunni í Reykjavík grunaðir um ölvun við akstur um helgina. Nítján voru teknir fyrir of hraðan akstur. Tilkynnt var um 31 umferðaróhapp þar sem tjón varð á eignum til lögreglunnar yfir helgina. Bifreið stolið í Breiðholti Silfurgrárri Nissan Sunny bifreið, árgerð 1989, var stolið fyrir framan Breiðholtssundlaug seinnipart sunnudags. Eigandi bifreiðarinnar hafði brugðið sér í sund með dóttur sinni um sex leytið. Þegar feðginin komu upp úr lauginni, tveimur tímum seinna, var bíllinn horfinn. Lögreglan auglýsir eftir bílnum. Númer hans er JJ 669. Partí á sunnudegi Tvö útköll bárust lögreglunni í Keflavík á næturvaktinni aðfaranótt mánudags vegna hávaða í partíum í heimahúsum, annað í Keflavík og hitt í Sandgerði. Margítrekuð afskipti Mikil og almenn ölvun virtist vera í öllu umdæmi lögreglunnar í Hafnarfirði um helgina. Lögreglan þurfti margsinnis að hafa afskipti af ölvuðu fólki, bæði á veitingastöðum og í heimahúsum. Á vef lögreglunnar segir að ástandið hafi verið viðvarandi, bæði aðfaranótt laugardags og sunnudags. Umdæmi lögreglunnar nær til Garðabæjar og út á Álftanes. Lítið að gera á Selfossi Vikan var róleg hjá lögreglunni á Selfossi. Um 200 verkefni voru skráð hjá lögreglunni, sem segir þau að jafnaði á fjórða hundrað. Hraðakstur á Selfossi Ökumenn þriggja bifreiða voru teknir fyrir of hraðan akstur af lögreglunni á Selfossi í gær. Tveir bílanna mældust á 109 kílómetra hraða en sá þriðji á 112. Allir voru bílarnir utan þéttbýlis, á Eyrarabakkavegi, Þorlákshafnarvegi og Biskupstungnabraut. Óhapp við Torfastaði Bíll rann í hálku á hjólbarða veghefils klukkan tíu í gærmorgun. Varð óhappið á Biskulstungnabraut við Torfastaði. Óverulegar skemmdir urðu á bifreiðinni og engin meiðsl á fólki, samkvæmt lögreglunni á Selfossi. Fylgst með hraðakstri Hálkulaust er á vegum Húnavatnssýslna. Lögreglan á Blönduósi segir hraðann aukast í umferðinni fyrir vikið. Hún verður því við hraðaeftirlit. Lögreglan á Sauðárkróki segir enn hálku á vegum Skagafjarðar. Umferðaróhapp á Búlandshöfða Stýrisbúnaður bifreiðar eyðilagðist þegar ökumaður keyrði á grjót sem fallið hafði úr hlíðum Búlandshöfða og lent á veginum milli Grundarfjarðar og Ólafsvíkur. Ökumaðurinn slapp ómeiddur en hann var einn í bílnum. Skyggni var slæmt þegar óhappið varð. Bifreiðin var dregin burt með kranabíl. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Stefna kennurum Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Sjá meira
Innbrot í Fossvogi Brotist var inn í hús í Fossvogi snemma á mánudagsmorgni. Eldhúsgluggi var spenntur upp og lyfjum, skólatösku, áfengi, sundpoka og peningum stolið. Málið er í rannsókn lögreglunnar í Reykjavík. Ölvaðir undir stýri Átta ökumenn voru teknir af lögreglunni í Reykjavík grunaðir um ölvun við akstur um helgina. Nítján voru teknir fyrir of hraðan akstur. Tilkynnt var um 31 umferðaróhapp þar sem tjón varð á eignum til lögreglunnar yfir helgina. Bifreið stolið í Breiðholti Silfurgrárri Nissan Sunny bifreið, árgerð 1989, var stolið fyrir framan Breiðholtssundlaug seinnipart sunnudags. Eigandi bifreiðarinnar hafði brugðið sér í sund með dóttur sinni um sex leytið. Þegar feðginin komu upp úr lauginni, tveimur tímum seinna, var bíllinn horfinn. Lögreglan auglýsir eftir bílnum. Númer hans er JJ 669. Partí á sunnudegi Tvö útköll bárust lögreglunni í Keflavík á næturvaktinni aðfaranótt mánudags vegna hávaða í partíum í heimahúsum, annað í Keflavík og hitt í Sandgerði. Margítrekuð afskipti Mikil og almenn ölvun virtist vera í öllu umdæmi lögreglunnar í Hafnarfirði um helgina. Lögreglan þurfti margsinnis að hafa afskipti af ölvuðu fólki, bæði á veitingastöðum og í heimahúsum. Á vef lögreglunnar segir að ástandið hafi verið viðvarandi, bæði aðfaranótt laugardags og sunnudags. Umdæmi lögreglunnar nær til Garðabæjar og út á Álftanes. Lítið að gera á Selfossi Vikan var róleg hjá lögreglunni á Selfossi. Um 200 verkefni voru skráð hjá lögreglunni, sem segir þau að jafnaði á fjórða hundrað. Hraðakstur á Selfossi Ökumenn þriggja bifreiða voru teknir fyrir of hraðan akstur af lögreglunni á Selfossi í gær. Tveir bílanna mældust á 109 kílómetra hraða en sá þriðji á 112. Allir voru bílarnir utan þéttbýlis, á Eyrarabakkavegi, Þorlákshafnarvegi og Biskupstungnabraut. Óhapp við Torfastaði Bíll rann í hálku á hjólbarða veghefils klukkan tíu í gærmorgun. Varð óhappið á Biskulstungnabraut við Torfastaði. Óverulegar skemmdir urðu á bifreiðinni og engin meiðsl á fólki, samkvæmt lögreglunni á Selfossi. Fylgst með hraðakstri Hálkulaust er á vegum Húnavatnssýslna. Lögreglan á Blönduósi segir hraðann aukast í umferðinni fyrir vikið. Hún verður því við hraðaeftirlit. Lögreglan á Sauðárkróki segir enn hálku á vegum Skagafjarðar. Umferðaróhapp á Búlandshöfða Stýrisbúnaður bifreiðar eyðilagðist þegar ökumaður keyrði á grjót sem fallið hafði úr hlíðum Búlandshöfða og lent á veginum milli Grundarfjarðar og Ólafsvíkur. Ökumaðurinn slapp ómeiddur en hann var einn í bílnum. Skyggni var slæmt þegar óhappið varð. Bifreiðin var dregin burt með kranabíl.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Stefna kennurum Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Sjá meira