Pólitísk endalok Ingibjargar? 25. janúar 2005 00:01 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir mögulegt að hún hætti í stjórnmálum bíði hún ósigur fyrir Össuri Skarphéðinssyni í formannskosningu í Samfylkingunni. Hún segir að komið sé að hugmyndafræðilegri endurnýjun í flokknum. Kosningin milli Ingibjargar og Össurar í formannsstól Samfylkingarinnar hefst eftir þrjá mánuði en niðurstöðurnar verða tilkynntar á landsfundi flokksins mánuði seinna. Það stefnir í fjögurra mánaða kosningabaráttu. Bæði hafa þau lýst því yfir að þau hafi ekki áhuga á varaformannsstólnum. Líkur er á að kosningin snúist um pólitískt líf beggja frambjóðenda. Tveir flokksmenn hafa á síðustu dögum gagnrýnt Össur, sagt að fáir sæju hann fyrir sér sem forsætisráðherra og að ólíklegt væri að honum tækist að koma Samfylkingunni í ríkisstjórn. Össur kallaði þessar árásir grófari en frá andstæðingum sínum í pólitík. Hann hafnaði viðtali í dag. Ingibjörg segir fólki verða að vera frjálst að tjá skoðanir sínar og telur ekki að það sem flokksmennirnir sögðu hafi verið ómálefnalegt. Spurð hvort svona löng kosningabarátta muni ekki skaða flokkinn segir Ingibjörg að það sé enginn fjögurra mánaða slagur í uppsiglingu. Flokksmenn hafi enda fullan þroska til að fara í gegnum kosningarnar. Ingibjörg neitar því ekki að Össur hafi greiðari aðgang að fjölmiðlum sem formaður flokksins og þingmaður. Hún segist þó hafa þá trú að flokksmenn horfi til verkanna og hvaða menn þau hafi að geyma. Ingibjörg segir að komið sé að hugmyndalegri endurnýjun hjá flokknum þótt Össur hafi vissulega unnið gott verk í þágu flokksins. Það verði að ákvarðast núna hver eigi að leiða flokkinn í næstu kosningum, ekki korteri fyrir kosningar. Ingibjörg segir að stjórnmálaflokkarnir hafi að mörgu leyti haltrað á eftir mörgum opinberum stofnunum og viðskiptalífinu í ákveðinni hugmyndafræðilegri endurnýjun, vinnubrögðum og hvernig menn taki á stefnumótun. „Ég tel löngu tímabært að flokkarnir taki sig taki í þeim efnum,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg segir koma til greina að hætta í stjórnmálum ef Össur sigrar í kosningunni. Það sé engin goðgá fyrir hana að fara út úr pólitík því hún hafi lagt þar heilmikið af mörkum eftir að hafa verið í stjórnmálum í 23 ár. Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir mögulegt að hún hætti í stjórnmálum bíði hún ósigur fyrir Össuri Skarphéðinssyni í formannskosningu í Samfylkingunni. Hún segir að komið sé að hugmyndafræðilegri endurnýjun í flokknum. Kosningin milli Ingibjargar og Össurar í formannsstól Samfylkingarinnar hefst eftir þrjá mánuði en niðurstöðurnar verða tilkynntar á landsfundi flokksins mánuði seinna. Það stefnir í fjögurra mánaða kosningabaráttu. Bæði hafa þau lýst því yfir að þau hafi ekki áhuga á varaformannsstólnum. Líkur er á að kosningin snúist um pólitískt líf beggja frambjóðenda. Tveir flokksmenn hafa á síðustu dögum gagnrýnt Össur, sagt að fáir sæju hann fyrir sér sem forsætisráðherra og að ólíklegt væri að honum tækist að koma Samfylkingunni í ríkisstjórn. Össur kallaði þessar árásir grófari en frá andstæðingum sínum í pólitík. Hann hafnaði viðtali í dag. Ingibjörg segir fólki verða að vera frjálst að tjá skoðanir sínar og telur ekki að það sem flokksmennirnir sögðu hafi verið ómálefnalegt. Spurð hvort svona löng kosningabarátta muni ekki skaða flokkinn segir Ingibjörg að það sé enginn fjögurra mánaða slagur í uppsiglingu. Flokksmenn hafi enda fullan þroska til að fara í gegnum kosningarnar. Ingibjörg neitar því ekki að Össur hafi greiðari aðgang að fjölmiðlum sem formaður flokksins og þingmaður. Hún segist þó hafa þá trú að flokksmenn horfi til verkanna og hvaða menn þau hafi að geyma. Ingibjörg segir að komið sé að hugmyndalegri endurnýjun hjá flokknum þótt Össur hafi vissulega unnið gott verk í þágu flokksins. Það verði að ákvarðast núna hver eigi að leiða flokkinn í næstu kosningum, ekki korteri fyrir kosningar. Ingibjörg segir að stjórnmálaflokkarnir hafi að mörgu leyti haltrað á eftir mörgum opinberum stofnunum og viðskiptalífinu í ákveðinni hugmyndafræðilegri endurnýjun, vinnubrögðum og hvernig menn taki á stefnumótun. „Ég tel löngu tímabært að flokkarnir taki sig taki í þeim efnum,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg segir koma til greina að hætta í stjórnmálum ef Össur sigrar í kosningunni. Það sé engin goðgá fyrir hana að fara út úr pólitík því hún hafi lagt þar heilmikið af mörkum eftir að hafa verið í stjórnmálum í 23 ár.
Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira