Mikill hagvöxtur en ekki ofhitnun 25. janúar 2005 00:01 Fjármálaráðuneytið telur ekki að hagkerfið ofhitni þrátt fyrir mikinn hagvöxt. Alþjóðavæðingin og aukinn sveigjanleiki í hagkerfinu eru helstu ástæður þess að verðbólga fer ekki úr böndunum þrátt fyrir uppsveifluna. Þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins var kynnt í gær. Í henni er gert ráð fyrir að hagvöxtur verði 5,5 prósent í ár og 4,7 prósent á næsta ári. Þorsteinn Þorgeirsson, skrifstofustjóri Efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins, segir hagvöxtinn fyrst og fremst kominn til vegna stóriðjuframkvæmda og aukinnar einkaneyslu. "Það sem útskýrir meiri hagvöxt en við gerðum ráð fyrir er annars vegar að stækkun Norðuráls fór af stað fyrr og er meiri en gert var ráð fyrir og hápunktur framkvæmdanna fyrir austan verður í ár og á næsta ári," segir hann. Hann segir að viðskiptahallinn aukist vegna þessa en að úr honum dragi árið 2007 en þá er einnig gert ráð fyrir minni hagvexti. Þorsteinn segir að nýjustu tölur bendi til að vöxtur í útflutningi sé kröftugri en gert var ráð fyrir og að nýjustu tölur um þáttttatekjur, sem mæla tekjur af eignum og vinnu Íslendinga í útlöndum og útlendinga á Íslandi, séu hagstæðari en ráð var gert fyrir. Þorsteinn segir að margt í hagkerfinu glæði vonir um að kröftugur hagvöxtur valdi ekki ofhitnun og verðbólgu. Hann nefnir breytt fyrirkomulag á gjaldeyrismarkaði frá síðustu uppsveiflu. Nú er gengið ákvarðað á markaði en ekki beint af Seðlabankanum, sem eykur sveigjanleika hagkerfisins til þess að bregðast við misvægi. Þorsteinn nefnir einnig aukna alþjóðavæðingu í þessu samhengi. "Hún leiðir til þess að þegar það er þensla hér heima er auðveldara að ná í vinnuafl og aðföng frá útlöndum og það dempar verðbólguþrýstinginn," segir hann. Ráðuneytið spáir því að verðbólgan í ár verði 3,2 prósent en á næsta ári 3,5 prósent. "Það eru margir með hugann við verðbólguspá Seðlabankans frá í desember en síðan hefur bankinn unnið markvisst að því að úrelda þá spá með hækkun stýrivaxta," segir Þorsteinn. Hann nefnir að Seðlabankinn hafi hækkað stýrivexti um tæp þrjú prósentustig á síðasta ári og áfram megi gera ráð fyrir vaxtahækkunum. "Hið opinbera hefur líka verið með virkt aðhald. Það birtist meðal annars í því að vexti samneyslu er haldið við tvö prósent á ári og fjárfestingar ríkissjóðs drógust í fyrra saman um sautján prósent og gert er ráð fyrir að samdrátturinn þar verði fjögur prósent í ár. Þetta skilar sér í því að afkoma ríkissjóðs batnar milli ársins 2003 og 2005 um sem nemur þremur prósentum af landsframleiðslu, sem dregur úr framleiðsluspennu," segir hann. Viðskipti Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Samstarf 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Fjármálaráðuneytið telur ekki að hagkerfið ofhitni þrátt fyrir mikinn hagvöxt. Alþjóðavæðingin og aukinn sveigjanleiki í hagkerfinu eru helstu ástæður þess að verðbólga fer ekki úr böndunum þrátt fyrir uppsveifluna. Þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins var kynnt í gær. Í henni er gert ráð fyrir að hagvöxtur verði 5,5 prósent í ár og 4,7 prósent á næsta ári. Þorsteinn Þorgeirsson, skrifstofustjóri Efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins, segir hagvöxtinn fyrst og fremst kominn til vegna stóriðjuframkvæmda og aukinnar einkaneyslu. "Það sem útskýrir meiri hagvöxt en við gerðum ráð fyrir er annars vegar að stækkun Norðuráls fór af stað fyrr og er meiri en gert var ráð fyrir og hápunktur framkvæmdanna fyrir austan verður í ár og á næsta ári," segir hann. Hann segir að viðskiptahallinn aukist vegna þessa en að úr honum dragi árið 2007 en þá er einnig gert ráð fyrir minni hagvexti. Þorsteinn segir að nýjustu tölur bendi til að vöxtur í útflutningi sé kröftugri en gert var ráð fyrir og að nýjustu tölur um þáttttatekjur, sem mæla tekjur af eignum og vinnu Íslendinga í útlöndum og útlendinga á Íslandi, séu hagstæðari en ráð var gert fyrir. Þorsteinn segir að margt í hagkerfinu glæði vonir um að kröftugur hagvöxtur valdi ekki ofhitnun og verðbólgu. Hann nefnir breytt fyrirkomulag á gjaldeyrismarkaði frá síðustu uppsveiflu. Nú er gengið ákvarðað á markaði en ekki beint af Seðlabankanum, sem eykur sveigjanleika hagkerfisins til þess að bregðast við misvægi. Þorsteinn nefnir einnig aukna alþjóðavæðingu í þessu samhengi. "Hún leiðir til þess að þegar það er þensla hér heima er auðveldara að ná í vinnuafl og aðföng frá útlöndum og það dempar verðbólguþrýstinginn," segir hann. Ráðuneytið spáir því að verðbólgan í ár verði 3,2 prósent en á næsta ári 3,5 prósent. "Það eru margir með hugann við verðbólguspá Seðlabankans frá í desember en síðan hefur bankinn unnið markvisst að því að úrelda þá spá með hækkun stýrivaxta," segir Þorsteinn. Hann nefnir að Seðlabankinn hafi hækkað stýrivexti um tæp þrjú prósentustig á síðasta ári og áfram megi gera ráð fyrir vaxtahækkunum. "Hið opinbera hefur líka verið með virkt aðhald. Það birtist meðal annars í því að vexti samneyslu er haldið við tvö prósent á ári og fjárfestingar ríkissjóðs drógust í fyrra saman um sautján prósent og gert er ráð fyrir að samdrátturinn þar verði fjögur prósent í ár. Þetta skilar sér í því að afkoma ríkissjóðs batnar milli ársins 2003 og 2005 um sem nemur þremur prósentum af landsframleiðslu, sem dregur úr framleiðsluspennu," segir hann.
Viðskipti Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Samstarf 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira