Hættustigi aflýst á Bíldudal 25. janúar 2005 00:01 Að höfðu samráði við snjóflóðavakt Veðurstofu Íslands hefur verið ákveðið að aflýsa hættustigi vegna snjóflóðahættu á Bíldudal og er íbúum, sem þurftu að rýma heimili sín í gærkvöldi, heimilt að fara heim á ný.Í gærkvöldi lýsti Veðurstofan yfir hættustigi á Bíldudal vegna snjóflóðahættu úr Gilsbakkagili og Búðargili. Ákveðið var að rýma fjögur hús með samtals níu íbúum næst farvegi Gilsbakkagils og var rýmingu lokið um klukkan 22. Að athuguðu máli var ekki talin ástæða til rýmingar húsa í námunda við farveg Búðargils. Viðbúnaðarstig vegna snjóflóðahættu verður þó enn um sinn og snjóeftirliti verður haldið áfram og fylgst grannt með snjóalögum. Hús á Bíldudal hafa ekki áður verið rýmd í vetur og við lá að rýma þyrfti nokkur hús á Patreksfirði þar sem snjór í gili þar var orðinn krabamettaður og mikill þungi var að hlaðast upp. Starfsmenn bæjarins náðu hins vegar að létta á uppsöfnun í gilinu. Viðbúnaðarstigi var aflétt á norðanverðurm Vestfjörðum í gær en þar ringdi mikið í hlýjum vindi í gærkvöldi og var gríðarleg bráðnun. Bæjarstarfsmenn á Ísafirði unnu fram á nótt við að dæla upp úr stífluðum niðurföllum og víða höfðu vatnsrásir við þjóðveginn um Ísafjarðardjúp stíflast þannig að vatn rann yfir veginn. Ekki er þó vitað um vegaskemmdir. Snjóflóð féll á veginn á milli Reykhóla og Flókalundar, skammt fyrir ofan bæinn Auðshaug, og stefndi þar á fjárhús en nam staðar áður en þangað var komið. Vegurinn er enn lokaður vegna þess. Annars er ekki vitað um snjóflóð í grennd vi byggð vestra en viðbúið er að þau hafi fallið hér og þar án þess að valda tjóni. Fréttir Innlent Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Að höfðu samráði við snjóflóðavakt Veðurstofu Íslands hefur verið ákveðið að aflýsa hættustigi vegna snjóflóðahættu á Bíldudal og er íbúum, sem þurftu að rýma heimili sín í gærkvöldi, heimilt að fara heim á ný.Í gærkvöldi lýsti Veðurstofan yfir hættustigi á Bíldudal vegna snjóflóðahættu úr Gilsbakkagili og Búðargili. Ákveðið var að rýma fjögur hús með samtals níu íbúum næst farvegi Gilsbakkagils og var rýmingu lokið um klukkan 22. Að athuguðu máli var ekki talin ástæða til rýmingar húsa í námunda við farveg Búðargils. Viðbúnaðarstig vegna snjóflóðahættu verður þó enn um sinn og snjóeftirliti verður haldið áfram og fylgst grannt með snjóalögum. Hús á Bíldudal hafa ekki áður verið rýmd í vetur og við lá að rýma þyrfti nokkur hús á Patreksfirði þar sem snjór í gili þar var orðinn krabamettaður og mikill þungi var að hlaðast upp. Starfsmenn bæjarins náðu hins vegar að létta á uppsöfnun í gilinu. Viðbúnaðarstigi var aflétt á norðanverðurm Vestfjörðum í gær en þar ringdi mikið í hlýjum vindi í gærkvöldi og var gríðarleg bráðnun. Bæjarstarfsmenn á Ísafirði unnu fram á nótt við að dæla upp úr stífluðum niðurföllum og víða höfðu vatnsrásir við þjóðveginn um Ísafjarðardjúp stíflast þannig að vatn rann yfir veginn. Ekki er þó vitað um vegaskemmdir. Snjóflóð féll á veginn á milli Reykhóla og Flókalundar, skammt fyrir ofan bæinn Auðshaug, og stefndi þar á fjárhús en nam staðar áður en þangað var komið. Vegurinn er enn lokaður vegna þess. Annars er ekki vitað um snjóflóð í grennd vi byggð vestra en viðbúið er að þau hafi fallið hér og þar án þess að valda tjóni.
Fréttir Innlent Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira