Risasamningur Flugleiða 26. janúar 2005 00:01 Flugleiðir undirrituðu í gær stærsta flugvélakaupasamning í sögu félagsins. Flugleiðir kaupa 10 Boeing 737-800 vélar fyrir 40 milljarða króna. Samningurinn markar einnig þau tímamót að þetta er í fyrsta skipti sem íslenskur banki fjármagnar slík kaup. KB banki fjármagnar einn samninginn og hljóðar inngreiðslan upp á ellefu milljarða króna. Samningnum við Boeing fylgir kaupréttur á fimm vélum til viðbótar og yrði heildarkaupverðið því 60 milljarðar verði hann nýttur. Hannes Smárason, stjórnarformaður Flugleiða segir það hversu hratt menn unnu hafi ráðið úrslitum um að Flugleiðir keyptu vélarnar. Verðið er hagstætt að hans mati og viðskiptin þannig til komin að flugfélag afpantaði vélarnar og Flugleiðum ásamt fleirum bauðst að kaupa. "Það hversu fljótt við gátum brugðist við og hversu hratt við og KB banki gátum unnið réði úrslitum." Við kaupin myndast þegar aukin verðmæti í Flugleiðum þar sem verðið er hagstætt og vélarnar eftirsóttar á eftirmarkaði. Þær eru uppseldar fram í tímann og meta stjórnendur Flugleiða að dulin verðmæti vegna samningsins nemi 6,5 milljörðum króna. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri KB banka, sagði samninginn einkar ánægjulegan. "Flugleiðir og KB banki eiga það sameiginlegt að vera alþjóðleg fyrirtæki með höfuðstöðvar á Íslandi. Samningurinn er skýrt dæmi um hvernig alþjóðavæðing bankans skilar sér í virðisauka leiðandi íslenskra fyrirtækja á alþjóðavettvangi." Fleiri bitust um bankaviðskiptin, meðal annars erlendir bankar. Valið í lokin stóð á milli Landsbankans og KB banka sem höfðu fram yfir erlenda banka að geta gengið hraðar frá viðskiptunum. Ekki þarf að fara langt aftur til þess að óhugsandi hefði verið fyrir íslenskan banka að ráða við samning af þessari stærð. Mark Norris, fulltrúi Boeing, sagði Flugleiðir og Boeing-verksmiðjurnar eiga langa og farsæla sögu í viðskiptum og hann teldi kaupin hárrétt tímasett fyrir Flugleiðir og að þau myndu skila félaginu góðum árangri. Samhliða þessu stofna Flugleiðir nýtt dótturfélag sem sinnir flugvélaviðskiptum. Vélarnar verða leigðar áfram og á félagið í samningaviðræðum við flugvélaleigufyrirtækið Sunrock um markaðssetningu vélanna. Hannes Smárason segir mikla eftirspurn eftir þessum vélum. Flugleiðir hafa að undanförnu keypt einir eða í félagi við aðra sextán flugvélar, en til samanburðar eru tólf vélar sem sinna millilandaflugi félagsins. Viðskipti Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Samstarf 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Flugleiðir undirrituðu í gær stærsta flugvélakaupasamning í sögu félagsins. Flugleiðir kaupa 10 Boeing 737-800 vélar fyrir 40 milljarða króna. Samningurinn markar einnig þau tímamót að þetta er í fyrsta skipti sem íslenskur banki fjármagnar slík kaup. KB banki fjármagnar einn samninginn og hljóðar inngreiðslan upp á ellefu milljarða króna. Samningnum við Boeing fylgir kaupréttur á fimm vélum til viðbótar og yrði heildarkaupverðið því 60 milljarðar verði hann nýttur. Hannes Smárason, stjórnarformaður Flugleiða segir það hversu hratt menn unnu hafi ráðið úrslitum um að Flugleiðir keyptu vélarnar. Verðið er hagstætt að hans mati og viðskiptin þannig til komin að flugfélag afpantaði vélarnar og Flugleiðum ásamt fleirum bauðst að kaupa. "Það hversu fljótt við gátum brugðist við og hversu hratt við og KB banki gátum unnið réði úrslitum." Við kaupin myndast þegar aukin verðmæti í Flugleiðum þar sem verðið er hagstætt og vélarnar eftirsóttar á eftirmarkaði. Þær eru uppseldar fram í tímann og meta stjórnendur Flugleiða að dulin verðmæti vegna samningsins nemi 6,5 milljörðum króna. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri KB banka, sagði samninginn einkar ánægjulegan. "Flugleiðir og KB banki eiga það sameiginlegt að vera alþjóðleg fyrirtæki með höfuðstöðvar á Íslandi. Samningurinn er skýrt dæmi um hvernig alþjóðavæðing bankans skilar sér í virðisauka leiðandi íslenskra fyrirtækja á alþjóðavettvangi." Fleiri bitust um bankaviðskiptin, meðal annars erlendir bankar. Valið í lokin stóð á milli Landsbankans og KB banka sem höfðu fram yfir erlenda banka að geta gengið hraðar frá viðskiptunum. Ekki þarf að fara langt aftur til þess að óhugsandi hefði verið fyrir íslenskan banka að ráða við samning af þessari stærð. Mark Norris, fulltrúi Boeing, sagði Flugleiðir og Boeing-verksmiðjurnar eiga langa og farsæla sögu í viðskiptum og hann teldi kaupin hárrétt tímasett fyrir Flugleiðir og að þau myndu skila félaginu góðum árangri. Samhliða þessu stofna Flugleiðir nýtt dótturfélag sem sinnir flugvélaviðskiptum. Vélarnar verða leigðar áfram og á félagið í samningaviðræðum við flugvélaleigufyrirtækið Sunrock um markaðssetningu vélanna. Hannes Smárason segir mikla eftirspurn eftir þessum vélum. Flugleiðir hafa að undanförnu keypt einir eða í félagi við aðra sextán flugvélar, en til samanburðar eru tólf vélar sem sinna millilandaflugi félagsins.
Viðskipti Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Samstarf 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira