Risasamningur Flugleiða 26. janúar 2005 00:01 Flugleiðir undirrituðu í gær stærsta flugvélakaupasamning í sögu félagsins. Flugleiðir kaupa 10 Boeing 737-800 vélar fyrir 40 milljarða króna. Samningurinn markar einnig þau tímamót að þetta er í fyrsta skipti sem íslenskur banki fjármagnar slík kaup. KB banki fjármagnar einn samninginn og hljóðar inngreiðslan upp á ellefu milljarða króna. Samningnum við Boeing fylgir kaupréttur á fimm vélum til viðbótar og yrði heildarkaupverðið því 60 milljarðar verði hann nýttur. Hannes Smárason, stjórnarformaður Flugleiða segir það hversu hratt menn unnu hafi ráðið úrslitum um að Flugleiðir keyptu vélarnar. Verðið er hagstætt að hans mati og viðskiptin þannig til komin að flugfélag afpantaði vélarnar og Flugleiðum ásamt fleirum bauðst að kaupa. "Það hversu fljótt við gátum brugðist við og hversu hratt við og KB banki gátum unnið réði úrslitum." Við kaupin myndast þegar aukin verðmæti í Flugleiðum þar sem verðið er hagstætt og vélarnar eftirsóttar á eftirmarkaði. Þær eru uppseldar fram í tímann og meta stjórnendur Flugleiða að dulin verðmæti vegna samningsins nemi 6,5 milljörðum króna. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri KB banka, sagði samninginn einkar ánægjulegan. "Flugleiðir og KB banki eiga það sameiginlegt að vera alþjóðleg fyrirtæki með höfuðstöðvar á Íslandi. Samningurinn er skýrt dæmi um hvernig alþjóðavæðing bankans skilar sér í virðisauka leiðandi íslenskra fyrirtækja á alþjóðavettvangi." Fleiri bitust um bankaviðskiptin, meðal annars erlendir bankar. Valið í lokin stóð á milli Landsbankans og KB banka sem höfðu fram yfir erlenda banka að geta gengið hraðar frá viðskiptunum. Ekki þarf að fara langt aftur til þess að óhugsandi hefði verið fyrir íslenskan banka að ráða við samning af þessari stærð. Mark Norris, fulltrúi Boeing, sagði Flugleiðir og Boeing-verksmiðjurnar eiga langa og farsæla sögu í viðskiptum og hann teldi kaupin hárrétt tímasett fyrir Flugleiðir og að þau myndu skila félaginu góðum árangri. Samhliða þessu stofna Flugleiðir nýtt dótturfélag sem sinnir flugvélaviðskiptum. Vélarnar verða leigðar áfram og á félagið í samningaviðræðum við flugvélaleigufyrirtækið Sunrock um markaðssetningu vélanna. Hannes Smárason segir mikla eftirspurn eftir þessum vélum. Flugleiðir hafa að undanförnu keypt einir eða í félagi við aðra sextán flugvélar, en til samanburðar eru tólf vélar sem sinna millilandaflugi félagsins. Viðskipti Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Flugleiðir undirrituðu í gær stærsta flugvélakaupasamning í sögu félagsins. Flugleiðir kaupa 10 Boeing 737-800 vélar fyrir 40 milljarða króna. Samningurinn markar einnig þau tímamót að þetta er í fyrsta skipti sem íslenskur banki fjármagnar slík kaup. KB banki fjármagnar einn samninginn og hljóðar inngreiðslan upp á ellefu milljarða króna. Samningnum við Boeing fylgir kaupréttur á fimm vélum til viðbótar og yrði heildarkaupverðið því 60 milljarðar verði hann nýttur. Hannes Smárason, stjórnarformaður Flugleiða segir það hversu hratt menn unnu hafi ráðið úrslitum um að Flugleiðir keyptu vélarnar. Verðið er hagstætt að hans mati og viðskiptin þannig til komin að flugfélag afpantaði vélarnar og Flugleiðum ásamt fleirum bauðst að kaupa. "Það hversu fljótt við gátum brugðist við og hversu hratt við og KB banki gátum unnið réði úrslitum." Við kaupin myndast þegar aukin verðmæti í Flugleiðum þar sem verðið er hagstætt og vélarnar eftirsóttar á eftirmarkaði. Þær eru uppseldar fram í tímann og meta stjórnendur Flugleiða að dulin verðmæti vegna samningsins nemi 6,5 milljörðum króna. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri KB banka, sagði samninginn einkar ánægjulegan. "Flugleiðir og KB banki eiga það sameiginlegt að vera alþjóðleg fyrirtæki með höfuðstöðvar á Íslandi. Samningurinn er skýrt dæmi um hvernig alþjóðavæðing bankans skilar sér í virðisauka leiðandi íslenskra fyrirtækja á alþjóðavettvangi." Fleiri bitust um bankaviðskiptin, meðal annars erlendir bankar. Valið í lokin stóð á milli Landsbankans og KB banka sem höfðu fram yfir erlenda banka að geta gengið hraðar frá viðskiptunum. Ekki þarf að fara langt aftur til þess að óhugsandi hefði verið fyrir íslenskan banka að ráða við samning af þessari stærð. Mark Norris, fulltrúi Boeing, sagði Flugleiðir og Boeing-verksmiðjurnar eiga langa og farsæla sögu í viðskiptum og hann teldi kaupin hárrétt tímasett fyrir Flugleiðir og að þau myndu skila félaginu góðum árangri. Samhliða þessu stofna Flugleiðir nýtt dótturfélag sem sinnir flugvélaviðskiptum. Vélarnar verða leigðar áfram og á félagið í samningaviðræðum við flugvélaleigufyrirtækið Sunrock um markaðssetningu vélanna. Hannes Smárason segir mikla eftirspurn eftir þessum vélum. Flugleiðir hafa að undanförnu keypt einir eða í félagi við aðra sextán flugvélar, en til samanburðar eru tólf vélar sem sinna millilandaflugi félagsins.
Viðskipti Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira