Baugur kaupir aftur í Flugleiðum 28. janúar 2005 00:01 Baugur, sem seldi rúmlega 8% hlut sinn í Flugleiðum í ágúst í fyrra, er aftur farinn að fjárfesta í félaginu og jók hlut sinn enn um 3% í morgun og er kominn upp í 6%. Verð á hlutabréfum í Flugleiðum hefur nær tvöfaldast á tólf mánuðum og þar af nemur hækkunin í þessum mánuði einum um 36%. Þegar Baugur seldi sinn hlut seldi Pálmi Haraldsson líka sinn hlut, sem var einnig um 8%, en Baugur og Pálmi áttu samleið sem fjárfestar í Flugleiðum. Í fyrrasumar virtist þeim öll sund lokuð til frekari kaupa í félaginu og er það talin líkleg ástæða þess að þeir seldu. Því koma kaup Baugs nú nokkuð á óvart og velta menn því nú fyrir sér hvort þau boði samstarf Jóns Ásgeirs í Baugi og Hannesar Smárasonar sem nú er orðinn starfandi stjórnarformaður félagsins. Seljandi bréfanna í morgun var Sjóvá-Almennar sem verið hefur einn stærsti hluthafi í Flugleiðum til þessa með rúmlega 9% en á nú 4,5%. Gengið í Flugleiðum hélt áfram að hækka í morgun eftir mikla hækkun í gær og í fyrradag sem kom í kjölfar tilkynningar um kaup félagsins á tíu nýjum Boeing-flugvélum sem leigðar verða út til flugfélaga víðsvegar um heiminn. Gengið er núna að nálgast fjórtán en um tíma árið 2002 fór það niður undir einn sem rakið var til áhrifa af hryðjuverkunum í Bandaríkjunum 11 september 2001. Á rúmum tveimur árum hefur gengið í Flugleiðum því nánast fjórtánfaldast á sama tíma og mörg flugfélög hafa átt mjög erfitt uppdráttar eftir hryðjuverkin, þónokkur farið á hausinn og önnur berjast í bökkum, m.a. nokkur stærstu flugfélög Bandaríkjanna og þar með heimsins. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hvernig get ég ávaxtað peninga barnanna minna sem best? Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Sjá meira
Baugur, sem seldi rúmlega 8% hlut sinn í Flugleiðum í ágúst í fyrra, er aftur farinn að fjárfesta í félaginu og jók hlut sinn enn um 3% í morgun og er kominn upp í 6%. Verð á hlutabréfum í Flugleiðum hefur nær tvöfaldast á tólf mánuðum og þar af nemur hækkunin í þessum mánuði einum um 36%. Þegar Baugur seldi sinn hlut seldi Pálmi Haraldsson líka sinn hlut, sem var einnig um 8%, en Baugur og Pálmi áttu samleið sem fjárfestar í Flugleiðum. Í fyrrasumar virtist þeim öll sund lokuð til frekari kaupa í félaginu og er það talin líkleg ástæða þess að þeir seldu. Því koma kaup Baugs nú nokkuð á óvart og velta menn því nú fyrir sér hvort þau boði samstarf Jóns Ásgeirs í Baugi og Hannesar Smárasonar sem nú er orðinn starfandi stjórnarformaður félagsins. Seljandi bréfanna í morgun var Sjóvá-Almennar sem verið hefur einn stærsti hluthafi í Flugleiðum til þessa með rúmlega 9% en á nú 4,5%. Gengið í Flugleiðum hélt áfram að hækka í morgun eftir mikla hækkun í gær og í fyrradag sem kom í kjölfar tilkynningar um kaup félagsins á tíu nýjum Boeing-flugvélum sem leigðar verða út til flugfélaga víðsvegar um heiminn. Gengið er núna að nálgast fjórtán en um tíma árið 2002 fór það niður undir einn sem rakið var til áhrifa af hryðjuverkunum í Bandaríkjunum 11 september 2001. Á rúmum tveimur árum hefur gengið í Flugleiðum því nánast fjórtánfaldast á sama tíma og mörg flugfélög hafa átt mjög erfitt uppdráttar eftir hryðjuverkin, þónokkur farið á hausinn og önnur berjast í bökkum, m.a. nokkur stærstu flugfélög Bandaríkjanna og þar með heimsins.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hvernig get ég ávaxtað peninga barnanna minna sem best? Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Sjá meira