Heppni að björgun tókst 1. febrúar 2005 00:01 Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir heppni að það skildi takast að koma Dettifossi til lands með þessum litlu skipum sem varðskipin eru. Dettifoss kom að landi á Eskifirði um miðnætti í fyrrakvöld en stýrisbúnaður skipsins brotnaði á föstudagskvöld. "Þetta sýnir augljóslega að þó við beitum báðum öflugustu skipunum okkar þá ráðum við ekki við þetta með góðu móti. Við hefðum aldrei getað haldið skipinu frá landi ef vindur hefði verið úr annarri átt. Hér er ekkert dráttarbátafyrirtæki sem hægt væri að leita til og næsti möguleiki hefði verið að fá dráttarskip frá Noregi. Það hefði tekið of langan tíma eða þrjá sólarhringa," segir Georg. Hann bendir á að mikið mengunarslys yrði ef stórt olíuskip myndi lenda uppi í fjöru og segir nauðsynlegt að geta verndað efnahagslögsöguna fyrir mengun. "Ef eitthvað ber út af eigum við enga möguleika," segir Georg. Georg segir búnað varðskipanna til björgunar vera ágætan en dráttargetan sé helmingi minni en hún þyrfti að vera. Hann segir því fulla þörf fyrir fjölnotaskip sem hægt væri að nota sem varðskip og dráttarskip. Í skipinu þyrfti einnig að vera mengunar-, rannsóknar,- og björgunarbúnaður. Vírarnir á milli varðskipsins Týs og Dettifoss slitnaði þrisvar sinnum og segir Georg ástæðuna vera úreltan dráttarbúnað. Spilið á varðskipinu gefur ekki eftir en nýjustu spilin er hægt að stilla eftir þyngd þess sem dregið er. Þá segir hann staðsetningu spilsins hafa valdið því að Týr gat ekki stýrt Dettifossi heldur þurfti varðskipið Ægi til hjálpar. "Varðskipin eru lítil og kraftlaus þó þau séu í ágætu standi. Þeim hefur verið vel haldið við og geta því nýst vel með öðru öflugra skipi," segir Georg. Týr er 1.214 brúttótonn og hefur 8.909 hestöfl á móti 20.108 hestöflum Dettifoss og 14.664 brúttótonnum. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Sjá meira
Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir heppni að það skildi takast að koma Dettifossi til lands með þessum litlu skipum sem varðskipin eru. Dettifoss kom að landi á Eskifirði um miðnætti í fyrrakvöld en stýrisbúnaður skipsins brotnaði á föstudagskvöld. "Þetta sýnir augljóslega að þó við beitum báðum öflugustu skipunum okkar þá ráðum við ekki við þetta með góðu móti. Við hefðum aldrei getað haldið skipinu frá landi ef vindur hefði verið úr annarri átt. Hér er ekkert dráttarbátafyrirtæki sem hægt væri að leita til og næsti möguleiki hefði verið að fá dráttarskip frá Noregi. Það hefði tekið of langan tíma eða þrjá sólarhringa," segir Georg. Hann bendir á að mikið mengunarslys yrði ef stórt olíuskip myndi lenda uppi í fjöru og segir nauðsynlegt að geta verndað efnahagslögsöguna fyrir mengun. "Ef eitthvað ber út af eigum við enga möguleika," segir Georg. Georg segir búnað varðskipanna til björgunar vera ágætan en dráttargetan sé helmingi minni en hún þyrfti að vera. Hann segir því fulla þörf fyrir fjölnotaskip sem hægt væri að nota sem varðskip og dráttarskip. Í skipinu þyrfti einnig að vera mengunar-, rannsóknar,- og björgunarbúnaður. Vírarnir á milli varðskipsins Týs og Dettifoss slitnaði þrisvar sinnum og segir Georg ástæðuna vera úreltan dráttarbúnað. Spilið á varðskipinu gefur ekki eftir en nýjustu spilin er hægt að stilla eftir þyngd þess sem dregið er. Þá segir hann staðsetningu spilsins hafa valdið því að Týr gat ekki stýrt Dettifossi heldur þurfti varðskipið Ægi til hjálpar. "Varðskipin eru lítil og kraftlaus þó þau séu í ágætu standi. Þeim hefur verið vel haldið við og geta því nýst vel með öðru öflugra skipi," segir Georg. Týr er 1.214 brúttótonn og hefur 8.909 hestöfl á móti 20.108 hestöflum Dettifoss og 14.664 brúttótonnum.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Sjá meira