Veðurguðirnir voru hliðhollir 1. febrúar 2005 00:01 "Það má segja að það hafi allt verið okkur til láns í þessu óláni að missa stýrið," sagði Halldór Viðar Guðmundsson, skipstjóri á Dettifossi, en skipið rak stjórnlaust undan veðri og vindum undan suðausturströndinni frá laugardegi til sunnudags. Að sögn Halldórs skipstjóra fóru vindhviður í 33 metra á sekúndu og haugasjór var. "Við vorum komnir nokkuð langt austur af Eystra-Horni á leið til Eskifjarðar þegar bilunarinnar varð vart. Það fyrsta sem við gerðum var að athuga hvort stýrisvélin væri biluð, en þegar í ljós kom að svo var ekki, var ljóst að eitthvað var að stýrinu, það jafnvel farið af. Það kom svo í ljós að um einn meter var eftir af því. Ég hef verið til sjós í 40 ár og aldrei lent í því að vera á skipi sem misst hefur stýrið, hvað þá að það hafi komið fyrir mig sem skipstjóra." Á skipinu eru þrettán menn, allt Íslendingar. "Öll samskipti við Gæsluna voru góð, þar eru menn sem við þekkjum bara af góðu og kunna til verka. Annað skipið hefði aldrei komið okkur til hafnar í þessu veðri." Kafarar hafa skoðað skemmdirnar á stýrisbúnaði Dettifoss. Ómögulegt er að segja til um orsakir þess að Dettifoss varð stýrisvana fyrr en skipið er komið í þurrkví. Halldór segir útilokað að skipið hafi tekið niðri. Ákveðið hefur verið að skipið verði dregið til Rotterdam. Dráttarskipið Primus, sem er öflugt þýskt dráttarskip, dregur Dettifoss og er Primus væntanlegt til Eskifjarðar á morgun. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
"Það má segja að það hafi allt verið okkur til láns í þessu óláni að missa stýrið," sagði Halldór Viðar Guðmundsson, skipstjóri á Dettifossi, en skipið rak stjórnlaust undan veðri og vindum undan suðausturströndinni frá laugardegi til sunnudags. Að sögn Halldórs skipstjóra fóru vindhviður í 33 metra á sekúndu og haugasjór var. "Við vorum komnir nokkuð langt austur af Eystra-Horni á leið til Eskifjarðar þegar bilunarinnar varð vart. Það fyrsta sem við gerðum var að athuga hvort stýrisvélin væri biluð, en þegar í ljós kom að svo var ekki, var ljóst að eitthvað var að stýrinu, það jafnvel farið af. Það kom svo í ljós að um einn meter var eftir af því. Ég hef verið til sjós í 40 ár og aldrei lent í því að vera á skipi sem misst hefur stýrið, hvað þá að það hafi komið fyrir mig sem skipstjóra." Á skipinu eru þrettán menn, allt Íslendingar. "Öll samskipti við Gæsluna voru góð, þar eru menn sem við þekkjum bara af góðu og kunna til verka. Annað skipið hefði aldrei komið okkur til hafnar í þessu veðri." Kafarar hafa skoðað skemmdirnar á stýrisbúnaði Dettifoss. Ómögulegt er að segja til um orsakir þess að Dettifoss varð stýrisvana fyrr en skipið er komið í þurrkví. Halldór segir útilokað að skipið hafi tekið niðri. Ákveðið hefur verið að skipið verði dregið til Rotterdam. Dráttarskipið Primus, sem er öflugt þýskt dráttarskip, dregur Dettifoss og er Primus væntanlegt til Eskifjarðar á morgun.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira