Deilt um áhrif krónu á efnahagslíf 10. febrúar 2005 00:01 Verðbólgan hefur rofið efri þolmörk peningastefnu Seðlabankans sem eru fjögur prósent. Miðað við verðbreytingar síðustu tólf mánaða telst verðbólgan nú vera 4,5 prósent. Deilt var um hátt gengi krónunnar og áhrif þess á efnahagslífið á Alþingi í dag. Verði verðbólgan hærri en fjögur prósent þarf Seðlabankinn að bregðast við með ákveðnum hætti samkvæmt sameiginlegri yfirlýsingu bankans og ríkisstjórnarinnar frá því í mars 2001. Þá þarf bankinn að senda greinargerð til ríkisstjórnarinnar um ástæður þessa og með hvaða hætti brugðist verði við. Sú greinargerð verður gerð opinber þegar hún liggur fyrir. Rætt var um stöðu útflutnings- og samkeppnisgreina í utandagskrárumræðu að kröfu vinstri - grænna á Alþingi í dag. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri- grænna, sagðist hafa áhyggjur af þeirri harkalegu lendingu sem ætti eftir að verða í efnahagslífi þjóðarinnar vegna of hás gengis krónunnar nú. Hann vitnaði í greiningardeild Íslandsbanka frá 3. febrúar sem telur að verðbólgan geti farið upp í átta prósent strax á næsta ári í kjölfar yfirskots á gjaldeyrismarkaði. Gengi krónunnar sé langt yfir því gengi sem tryggi innra og ytra jafnvægi þjóðarbúsins. Steingrímur sagði að menn hefðu miklar áhyggjur af því hvernig sú harkalega lending, sem einhvern tíma yrði, yrði og hvort um algjöra brotlendingu yrði að ræða eða hvort menn slyppu með sviðna hjólbarða. Steingrímur sagði enn fremur ljóst að á meðan gengi krónunnar væri svo hátt horfði fólk fram á uppsagnir í útflutningsgreinum og störf í iðnaði hyrfu úr landi og þar á bæ sæju menn ekki annað áframhaldandi erfiðleika og gjaldþrot. Forsætisráðherra sagði að verðbólgan væri tímabundið ástand og efnahagslífið myndi standast þessa þolraun. Meginverkefni stjórnvalda á næstu árum væri að tryggja áframhaldandi stöðugleika og skapa atvinnulífinu þá rekstarumgjörð sem það þyrfti á að halda og auka kaupmátt heimilanna. Þetta væri að gerast og stöðugleikinn skipti í þessu samhengi mestu máli. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Verðbólgan hefur rofið efri þolmörk peningastefnu Seðlabankans sem eru fjögur prósent. Miðað við verðbreytingar síðustu tólf mánaða telst verðbólgan nú vera 4,5 prósent. Deilt var um hátt gengi krónunnar og áhrif þess á efnahagslífið á Alþingi í dag. Verði verðbólgan hærri en fjögur prósent þarf Seðlabankinn að bregðast við með ákveðnum hætti samkvæmt sameiginlegri yfirlýsingu bankans og ríkisstjórnarinnar frá því í mars 2001. Þá þarf bankinn að senda greinargerð til ríkisstjórnarinnar um ástæður þessa og með hvaða hætti brugðist verði við. Sú greinargerð verður gerð opinber þegar hún liggur fyrir. Rætt var um stöðu útflutnings- og samkeppnisgreina í utandagskrárumræðu að kröfu vinstri - grænna á Alþingi í dag. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri- grænna, sagðist hafa áhyggjur af þeirri harkalegu lendingu sem ætti eftir að verða í efnahagslífi þjóðarinnar vegna of hás gengis krónunnar nú. Hann vitnaði í greiningardeild Íslandsbanka frá 3. febrúar sem telur að verðbólgan geti farið upp í átta prósent strax á næsta ári í kjölfar yfirskots á gjaldeyrismarkaði. Gengi krónunnar sé langt yfir því gengi sem tryggi innra og ytra jafnvægi þjóðarbúsins. Steingrímur sagði að menn hefðu miklar áhyggjur af því hvernig sú harkalega lending, sem einhvern tíma yrði, yrði og hvort um algjöra brotlendingu yrði að ræða eða hvort menn slyppu með sviðna hjólbarða. Steingrímur sagði enn fremur ljóst að á meðan gengi krónunnar væri svo hátt horfði fólk fram á uppsagnir í útflutningsgreinum og störf í iðnaði hyrfu úr landi og þar á bæ sæju menn ekki annað áframhaldandi erfiðleika og gjaldþrot. Forsætisráðherra sagði að verðbólgan væri tímabundið ástand og efnahagslífið myndi standast þessa þolraun. Meginverkefni stjórnvalda á næstu árum væri að tryggja áframhaldandi stöðugleika og skapa atvinnulífinu þá rekstarumgjörð sem það þyrfti á að halda og auka kaupmátt heimilanna. Þetta væri að gerast og stöðugleikinn skipti í þessu samhengi mestu máli.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira