Somerfield á stórinnkaupalistann 11. febrúar 2005 00:01 Baugur tekur við völdum í Big Food Group í dag. Þar með hefst vinna við að skipta upp félögunum innan samstæðunnar og endurskipuleggja rekstur Iceland-keðjunnar. Þar er mikið verk óunnið. Baugur lætur ekki þar við sitja. Félagið hefur gert tilboð í verslunarkeðjuna Somerfield, sem rekur á þrettánda hundrað verslana undir merkjum Somerfield og Kwik Save. Kwik Save eru lágvöruverslanir líkt og Iceland-búðirnar en Iceland er þekktast fyrir frosin matvæli. Heildarumfang kaupanna á Somerfield er samkvæmt tilboðinu um 140 milljarðar króna með skuldum, sem er meira en umfang kaupanna á Big Food. Markaðsvirði Somerfield er samkvæmt tilboði um 119 milljarðar, en markaðsvirði Big Food var um 40 milljarðar. Somerfield er skuldléttara félag, reksturinn gengið betur og félagið er ríkt af fasteignum. Mat sérfræðinga er að kaupin á Somerfield séu því betri og áhættuminni en á Big Food. Kaupin á Big Food voru afar flókin og miklum mun flóknari en kaup á Somerfield. Sömu aðilar standa að kaupunum á Somerfield og á Big Food og því líklegt að menn sjái fyrir sér samlegð af rekstri þessara fyrirtækja. Kaup hvors um sig eru þó talin geta staðið ágætlega undir sér. Með kaupunum er Baugur kominn með tvö fyrirtæki á lágvörumarkaði í Bretlandi. Hlutdeild lágvöruverslunar í heildarmatvöruverslun í Bretlandi er talsvert lægri en á Íslandi og í til að mynda Þýskalandi og Frakklandi. Tækifæri til vaxtar gætu því reynst töluverð. Annað sem vert er að hafa í huga þegar horft er til fjárfestingar Baugs í lágvörubúðunum er að eitt af því sem takmarkar innkomu lágvöruverslana í Bretlandi er að erfitt er að koma sér fyrir á góðum stöðum með margar verslanir á einu bretti. Húsnæði er einfaldlega ekki á lausu. Keðjur eins og Alders þyrftu því að kosta miklu til að koma sér vel fyrir á markaðnum. Þar gæti legið útgönguleið fyrir íslensku fjárfestana í framtíðinni. Töluverðar líkur eru taldar á því að stjórn Somerfield taki tilboði Baugs. Núverandi stjórnendum og eigendum félagsins hefur tekist að beina rekstrinum á réttar brautir. Þeir hætta því á toppnum. Tilboðið er að því leyti vel tímasett, auk þess sem það er mun hærra en fyrri tilboð í félagið sem hefur verið hafnað. Þótt yfirtökuboðið sé á frumstigi má telja meiri líkur en minni á því að tilboðinu verði tekið. Viðskipti Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Baugur tekur við völdum í Big Food Group í dag. Þar með hefst vinna við að skipta upp félögunum innan samstæðunnar og endurskipuleggja rekstur Iceland-keðjunnar. Þar er mikið verk óunnið. Baugur lætur ekki þar við sitja. Félagið hefur gert tilboð í verslunarkeðjuna Somerfield, sem rekur á þrettánda hundrað verslana undir merkjum Somerfield og Kwik Save. Kwik Save eru lágvöruverslanir líkt og Iceland-búðirnar en Iceland er þekktast fyrir frosin matvæli. Heildarumfang kaupanna á Somerfield er samkvæmt tilboðinu um 140 milljarðar króna með skuldum, sem er meira en umfang kaupanna á Big Food. Markaðsvirði Somerfield er samkvæmt tilboði um 119 milljarðar, en markaðsvirði Big Food var um 40 milljarðar. Somerfield er skuldléttara félag, reksturinn gengið betur og félagið er ríkt af fasteignum. Mat sérfræðinga er að kaupin á Somerfield séu því betri og áhættuminni en á Big Food. Kaupin á Big Food voru afar flókin og miklum mun flóknari en kaup á Somerfield. Sömu aðilar standa að kaupunum á Somerfield og á Big Food og því líklegt að menn sjái fyrir sér samlegð af rekstri þessara fyrirtækja. Kaup hvors um sig eru þó talin geta staðið ágætlega undir sér. Með kaupunum er Baugur kominn með tvö fyrirtæki á lágvörumarkaði í Bretlandi. Hlutdeild lágvöruverslunar í heildarmatvöruverslun í Bretlandi er talsvert lægri en á Íslandi og í til að mynda Þýskalandi og Frakklandi. Tækifæri til vaxtar gætu því reynst töluverð. Annað sem vert er að hafa í huga þegar horft er til fjárfestingar Baugs í lágvörubúðunum er að eitt af því sem takmarkar innkomu lágvöruverslana í Bretlandi er að erfitt er að koma sér fyrir á góðum stöðum með margar verslanir á einu bretti. Húsnæði er einfaldlega ekki á lausu. Keðjur eins og Alders þyrftu því að kosta miklu til að koma sér vel fyrir á markaðnum. Þar gæti legið útgönguleið fyrir íslensku fjárfestana í framtíðinni. Töluverðar líkur eru taldar á því að stjórn Somerfield taki tilboði Baugs. Núverandi stjórnendum og eigendum félagsins hefur tekist að beina rekstrinum á réttar brautir. Þeir hætta því á toppnum. Tilboðið er að því leyti vel tímasett, auk þess sem það er mun hærra en fyrri tilboð í félagið sem hefur verið hafnað. Þótt yfirtökuboðið sé á frumstigi má telja meiri líkur en minni á því að tilboðinu verði tekið.
Viðskipti Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira