Dómur fyrir brot gegn stjúpdóttur 11. febrúar 2005 00:01 Rúmlega fertugur karlmaður var í dag dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar fyrir að ítrekuð og svívirðileg kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni. Hann var einnig ákærður fyrir kynferðisofbeldi gegn stjúpsyni sínum en eindregin neitun hans stóð gegn orðum drengsins. Brotin gegn stúlkunni hófust er maðurinn kvæntist móður systkinanna og þau hófu sambúð. Þá var stúlkan átta ára en brotin héldu áfram næstu fimm árin, eða þangað til stúlkan flutti til ömmu sinnar og afa þrettán ára gömul. Maðurinn hélt því fram fyrir dómi að stúlkan hefði sýnt sér kynferðislegan áhuga en framburður stúlkunnar þótti hins vegar trúverðugur. Móðir hennar sagði ákærða hafa skýrt sér frá því þegar stúlkan var þrettán ára að hann hefði átt í kynferðislegu sambandi við hana síðustu fimm ár. Hún hafi hins vegar brugðist dóttur sinni á þessum tíma. Þá var frásögn stúlkunnar einnig studd af vitnisburði vinkonu hennar og bróður. Drengurinn kærði manninn einnig fyrir ítrekuð kynferðisbrot sem hann sagði hafa átt sér stað þegar drengurinn var á aldrinum tíu til fimmtán ára. Rannsókn á máli drengsins hófst í tengslum við athugun á því hvort yngri systir þeirra, dóttir mannsins, hefði orðið fyrir kynferðislegri áreitni. Sú rannsókn leiddi ekki til ákæru. Drengurinn sagði manninn hafa iðulega flengt sig með sleif, og sagði maðurinn það rétt, en hann og eiginkona hans hefðu talið það í samræmi við kenningar Biblíunnar að refsa bæri börnum með vendi. Kom drengurinn fyrir dóm og sagði manninn hafa oft í viku beitt sig kynferðislegu ofbeldi þegar móður hans var fjarverandi. Þessu neitaði maðurinn einarðlega. Þrátt fyrir að dómarar teldu frásögn piltsins trúverðuga, auk þess sem hún var studd af umsögn sálfræðings, dugði það ekki til sakfellingar gegn neitun ákærða. Maðurinn var að auki dæmdur fyrir þjófnað og fíkniefnabrot og til að greiða stúlkunni 1200 þúsund krónur í skaðabætur. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fleiri fréttir Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Sjá meira
Rúmlega fertugur karlmaður var í dag dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar fyrir að ítrekuð og svívirðileg kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni. Hann var einnig ákærður fyrir kynferðisofbeldi gegn stjúpsyni sínum en eindregin neitun hans stóð gegn orðum drengsins. Brotin gegn stúlkunni hófust er maðurinn kvæntist móður systkinanna og þau hófu sambúð. Þá var stúlkan átta ára en brotin héldu áfram næstu fimm árin, eða þangað til stúlkan flutti til ömmu sinnar og afa þrettán ára gömul. Maðurinn hélt því fram fyrir dómi að stúlkan hefði sýnt sér kynferðislegan áhuga en framburður stúlkunnar þótti hins vegar trúverðugur. Móðir hennar sagði ákærða hafa skýrt sér frá því þegar stúlkan var þrettán ára að hann hefði átt í kynferðislegu sambandi við hana síðustu fimm ár. Hún hafi hins vegar brugðist dóttur sinni á þessum tíma. Þá var frásögn stúlkunnar einnig studd af vitnisburði vinkonu hennar og bróður. Drengurinn kærði manninn einnig fyrir ítrekuð kynferðisbrot sem hann sagði hafa átt sér stað þegar drengurinn var á aldrinum tíu til fimmtán ára. Rannsókn á máli drengsins hófst í tengslum við athugun á því hvort yngri systir þeirra, dóttir mannsins, hefði orðið fyrir kynferðislegri áreitni. Sú rannsókn leiddi ekki til ákæru. Drengurinn sagði manninn hafa iðulega flengt sig með sleif, og sagði maðurinn það rétt, en hann og eiginkona hans hefðu talið það í samræmi við kenningar Biblíunnar að refsa bæri börnum með vendi. Kom drengurinn fyrir dóm og sagði manninn hafa oft í viku beitt sig kynferðislegu ofbeldi þegar móður hans var fjarverandi. Þessu neitaði maðurinn einarðlega. Þrátt fyrir að dómarar teldu frásögn piltsins trúverðuga, auk þess sem hún var studd af umsögn sálfræðings, dugði það ekki til sakfellingar gegn neitun ákærða. Maðurinn var að auki dæmdur fyrir þjófnað og fíkniefnabrot og til að greiða stúlkunni 1200 þúsund krónur í skaðabætur.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fleiri fréttir Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Sjá meira