Síminn seldur kjölfestufjárfesti 14. febrúar 2005 00:01 Allt útlit er fyrir að meirihluti Símans verði seldur til kjölfestufjárfestis. Í það minnsta tveir hópar innlendra fjárfesta eru taldir hafa áhuga en hann byggist á því að þeir geti keypt meirihluta í fyrirtækinu. Ráðherranefnd um einkavæðingu mun taka ákvörðun um sölutilhögun Símans innan þriggja vikna að talið er. Stefnt er að því að selja fyrirtækið í vor eða sumar og liggur því á ákvörðun um hvernig staðið verði að málum. Í fyrstu var talað um að kjölfestufjárfestir gæti átt allt að fjörutíu prósenta hlut í fyrirtækinu. Nú er hins vegar talið ljóst að eina leiðin til að fjárfestar haldi áhuga sínum og verð verði hátt sé að bjóða meirihlutaeign. Þá þarf að taka ákvörðun um hvort selt verði í heilu lagi eða í nokkrum stigum. Aftur erum við þá komin að verði og áhuga. Þeir sem reiðubúnir eru til að borga hátt verð eru taldir hafa áhuga á að taka til hendinni og það strax. Mikið hefur verið talað um alls kyns pólitík í tengslum við söluna á Símanum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu Stöðvar 2 eru nokkrir hópar erlendra fjárfesta, þar á meðal danskra og breskra, komnir hingað til lands til að skoða Símann og velta upp kaupum. KB banki er talinn líklegur til að bjóða í fyrirtækið og ein vísbending um það er að bankinn bauð ekki í ráðgjafarhlutverkið við söluna. KB banki mun að líkindum bjóða í Símann í samvinnu við Meið, fjárfestingarfélag Bakkavararbræðra og VÍS. Fyrir þá sem spá í pólitík er þar komin tenging við báða stjórnarflokkanna. VÍS er tengingin við Framsóknarflokkinn og Meiður tengingin við Brynjólf Bjarnason, forstjóra Símans, sem er kunnur sjálfstæðismaður og stjórnarmaður í Bakkavör. Brynjólfur lýsti því yfir á dögunum að hann væri reiðubúinn að halda áfram sem forstjóri eftir sölu og telja ýmsir það vísbendingu um að hann hafi hugmynd um hver kaupi. Þá erum við komin að Björgólfi Thor Björgólfssyni og Landsbankamönnum. Björgólfur mun ekki hafa áhuga á að fjárfesta í Símanum nema hann leiði verkefnið, í það minnsta hefur það verið fjárfestingarstefna hans hingað til. Spurning er hver muni bjóða í Símann með honum, kannski Straumur og eigendur hans? Pólitíkin er ekki eins skýr í þessum hópi en svo er líka alltaf sá möguleiki fyrir hendi að selt verði hæstbjóðanda. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Sjá meira
Allt útlit er fyrir að meirihluti Símans verði seldur til kjölfestufjárfestis. Í það minnsta tveir hópar innlendra fjárfesta eru taldir hafa áhuga en hann byggist á því að þeir geti keypt meirihluta í fyrirtækinu. Ráðherranefnd um einkavæðingu mun taka ákvörðun um sölutilhögun Símans innan þriggja vikna að talið er. Stefnt er að því að selja fyrirtækið í vor eða sumar og liggur því á ákvörðun um hvernig staðið verði að málum. Í fyrstu var talað um að kjölfestufjárfestir gæti átt allt að fjörutíu prósenta hlut í fyrirtækinu. Nú er hins vegar talið ljóst að eina leiðin til að fjárfestar haldi áhuga sínum og verð verði hátt sé að bjóða meirihlutaeign. Þá þarf að taka ákvörðun um hvort selt verði í heilu lagi eða í nokkrum stigum. Aftur erum við þá komin að verði og áhuga. Þeir sem reiðubúnir eru til að borga hátt verð eru taldir hafa áhuga á að taka til hendinni og það strax. Mikið hefur verið talað um alls kyns pólitík í tengslum við söluna á Símanum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu Stöðvar 2 eru nokkrir hópar erlendra fjárfesta, þar á meðal danskra og breskra, komnir hingað til lands til að skoða Símann og velta upp kaupum. KB banki er talinn líklegur til að bjóða í fyrirtækið og ein vísbending um það er að bankinn bauð ekki í ráðgjafarhlutverkið við söluna. KB banki mun að líkindum bjóða í Símann í samvinnu við Meið, fjárfestingarfélag Bakkavararbræðra og VÍS. Fyrir þá sem spá í pólitík er þar komin tenging við báða stjórnarflokkanna. VÍS er tengingin við Framsóknarflokkinn og Meiður tengingin við Brynjólf Bjarnason, forstjóra Símans, sem er kunnur sjálfstæðismaður og stjórnarmaður í Bakkavör. Brynjólfur lýsti því yfir á dögunum að hann væri reiðubúinn að halda áfram sem forstjóri eftir sölu og telja ýmsir það vísbendingu um að hann hafi hugmynd um hver kaupi. Þá erum við komin að Björgólfi Thor Björgólfssyni og Landsbankamönnum. Björgólfur mun ekki hafa áhuga á að fjárfesta í Símanum nema hann leiði verkefnið, í það minnsta hefur það verið fjárfestingarstefna hans hingað til. Spurning er hver muni bjóða í Símann með honum, kannski Straumur og eigendur hans? Pólitíkin er ekki eins skýr í þessum hópi en svo er líka alltaf sá möguleiki fyrir hendi að selt verði hæstbjóðanda.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Sjá meira