Svaf ekki eftir ránið 14. febrúar 2005 00:01 "Ég hef það ágætt núna, það vill til að ég er búin að vera í fríi og hef getað verið heima eftir ránið," segir Ólöf Garðarsdóttir, starfsmaður Leikbæjar í Mjóddinni, en hún var í vinnu þegar maður rændi verslunina um hábjartan dag á fimmtudaginn var. Fyrr um daginn rændi maðurinn bókabúð í Grafarvogi og hafði dagana áður rænt þrjá söluturna í viðbót, vopnaður ýmist loftriffli, öxi eða hnífi. Hann var handtekinn eftir ránin á fimmtudag. Ólöf segist ekki hafa veitt manninum athygli í fyrstu því hann hafi snúið baki í sig en þegar hann sneri sér við sá hún að hann var með lambhúshettu á höfðinu. "Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvert grín, en svo sá ég glitta í hnífsskaftið og vissi að honum var alvara. Hann sagði strax að hann ætlaði ekki að meiða mig, hann væri bara örvæntingarfullur og kannski hef ég verið minna hrædd vegna þess en mér brá auðvitað nokkuð við þetta," segir Ólöf og bætir við að maðurinn hafi angað af víni. Ólöf segir að sér hafi gengið vel að vinna úr þessu og ekki þurft á sérfræðihjálp að halda. "Hann mundaði aldrei hnífinn, það hefði ábyggilega verið allt öðruvísi hefði hann gert það." "Þetta er í þriðja skipti sem við höfum verið rænd og auðvitað hefur þetta mikil áhrif á starfsfólkið," segir kona sem á söluturn sem maðurinn reyndi að ræna. Hún vill ekki láta nafns síns getið. Hún segir að atburðurinn hafi lagst þungt á konuna sem var að vinna þegar ræninginn lét til skarar skríða "Hún svaf lítið nóttina eftir en er sem betur fer öll að koma til." Konan segir að við atburði sem þessa fái hún starfsfólkið til sín í kaffi og spjalli við það og kanni hvernig því líði. "Þau eru yfirleitt reið en bregðast samt misjafnlega við þessu og við reynum bara að taka hvert tilfelli fyrir sig." Hún segist heyra almennan vonleysistón í þeim sem hafa komið að máli við hana eftir ránstilraunina. "Fólk virðist líta svo á að svona sé þjóðfélagsástandið orðið og það sé hálf bjargarlaust. Maður þarf ekki annað en lesa blöðin til að sjá að fólki er ekki óhætt að fara út fyrir hússins dyr." Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
"Ég hef það ágætt núna, það vill til að ég er búin að vera í fríi og hef getað verið heima eftir ránið," segir Ólöf Garðarsdóttir, starfsmaður Leikbæjar í Mjóddinni, en hún var í vinnu þegar maður rændi verslunina um hábjartan dag á fimmtudaginn var. Fyrr um daginn rændi maðurinn bókabúð í Grafarvogi og hafði dagana áður rænt þrjá söluturna í viðbót, vopnaður ýmist loftriffli, öxi eða hnífi. Hann var handtekinn eftir ránin á fimmtudag. Ólöf segist ekki hafa veitt manninum athygli í fyrstu því hann hafi snúið baki í sig en þegar hann sneri sér við sá hún að hann var með lambhúshettu á höfðinu. "Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvert grín, en svo sá ég glitta í hnífsskaftið og vissi að honum var alvara. Hann sagði strax að hann ætlaði ekki að meiða mig, hann væri bara örvæntingarfullur og kannski hef ég verið minna hrædd vegna þess en mér brá auðvitað nokkuð við þetta," segir Ólöf og bætir við að maðurinn hafi angað af víni. Ólöf segir að sér hafi gengið vel að vinna úr þessu og ekki þurft á sérfræðihjálp að halda. "Hann mundaði aldrei hnífinn, það hefði ábyggilega verið allt öðruvísi hefði hann gert það." "Þetta er í þriðja skipti sem við höfum verið rænd og auðvitað hefur þetta mikil áhrif á starfsfólkið," segir kona sem á söluturn sem maðurinn reyndi að ræna. Hún vill ekki láta nafns síns getið. Hún segir að atburðurinn hafi lagst þungt á konuna sem var að vinna þegar ræninginn lét til skarar skríða "Hún svaf lítið nóttina eftir en er sem betur fer öll að koma til." Konan segir að við atburði sem þessa fái hún starfsfólkið til sín í kaffi og spjalli við það og kanni hvernig því líði. "Þau eru yfirleitt reið en bregðast samt misjafnlega við þessu og við reynum bara að taka hvert tilfelli fyrir sig." Hún segist heyra almennan vonleysistón í þeim sem hafa komið að máli við hana eftir ránstilraunina. "Fólk virðist líta svo á að svona sé þjóðfélagsástandið orðið og það sé hálf bjargarlaust. Maður þarf ekki annað en lesa blöðin til að sjá að fólki er ekki óhætt að fara út fyrir hússins dyr."
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira