Ríkulega lagt á búsið 16. febrúar 2005 00:01 Skýrsla, sem unnin var að ósk samgönguráðherra, sýnir að veitingamenn leggja á bilinu 170-250 prósent ofaná innkaupsverð algengra tegunda bjórs, léttvíns og sterkra vína. Af verðinu sem greitt er yfir barborðið renna á bilinu 50 til 60 prósent til veitingamanna. Í skýrslunni, sem Reynir Ragnarsson endurskoðandi vann, segir að álagning á áfengi á veitingastöðum sé mjög há miðað við álagningu almennrar vöru og þjónustu. Reyni var falið að kanna þátt áfengisgjalds, sem er sérstakur skattur á áfengi, í útsöluverði áfengra drykkja. Fram kemur að áfengisgjald á Íslandi er það hæsta í Evrópu en fullyrt að það eitt og sér skýri ekki háa verðlagningu áfengis á vínveitingahúsum og bent á álagningu veitingamannanna sjálfra því til stuðnings. Áfengisgjald er hins vegar 43 prósent af verði bjórdósar sem keypt er í vínbúð og við fáa aðra að eiga en hið opinbera ef lækka á útsöluverð slíkra vara. Veitingamenn hafa löngum býsnast yfir áfengisgjaldinu þegar hátt verð veiga er gagnrýnt og jafnvel sagt það standa enn meiri vexti ferðaþjónustunnar fyrir þrifum. Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, bendir á að þegar menn kaupi sér drykk á veitingahúsi séu þeir ekki aðeins að borga fyrir drykkinn heldur líka umhverfi, þjónustu, tónlist og fleira. Hún segist líka þekkja þess dæmi að verð á víni hafi ekki hækkað í langan tíma og sumir veitingamenn hafi stórlækkað verðið hjá sér. Það geri þeir í þeirri vissu að þeir selji meira ef verðið er lágt. Samkeppnin sé hörð á veitingamarkaðnum. Erna segist viss um að veitingamenn væru til í að leggjast á árarnar til að lækkað áfengisverð en til að svo megi verða þurfi ríkið að lækka áfengisgjaldið. "Það er ekki hægt að bjóða íslenskum veitingamönnum heimsmet í öllum gjöldum. Áfengisgjaldið er hæst, virðisaukaskatturinn er sá hæsti og að auki þurfa menn að fá 30 leyfi og vottorð til að opna veitingastaði og búa svo við allskyns óeðlilega samkeppni," segir Erna. Erna Hauksdóttir. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Sjá meira
Skýrsla, sem unnin var að ósk samgönguráðherra, sýnir að veitingamenn leggja á bilinu 170-250 prósent ofaná innkaupsverð algengra tegunda bjórs, léttvíns og sterkra vína. Af verðinu sem greitt er yfir barborðið renna á bilinu 50 til 60 prósent til veitingamanna. Í skýrslunni, sem Reynir Ragnarsson endurskoðandi vann, segir að álagning á áfengi á veitingastöðum sé mjög há miðað við álagningu almennrar vöru og þjónustu. Reyni var falið að kanna þátt áfengisgjalds, sem er sérstakur skattur á áfengi, í útsöluverði áfengra drykkja. Fram kemur að áfengisgjald á Íslandi er það hæsta í Evrópu en fullyrt að það eitt og sér skýri ekki háa verðlagningu áfengis á vínveitingahúsum og bent á álagningu veitingamannanna sjálfra því til stuðnings. Áfengisgjald er hins vegar 43 prósent af verði bjórdósar sem keypt er í vínbúð og við fáa aðra að eiga en hið opinbera ef lækka á útsöluverð slíkra vara. Veitingamenn hafa löngum býsnast yfir áfengisgjaldinu þegar hátt verð veiga er gagnrýnt og jafnvel sagt það standa enn meiri vexti ferðaþjónustunnar fyrir þrifum. Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, bendir á að þegar menn kaupi sér drykk á veitingahúsi séu þeir ekki aðeins að borga fyrir drykkinn heldur líka umhverfi, þjónustu, tónlist og fleira. Hún segist líka þekkja þess dæmi að verð á víni hafi ekki hækkað í langan tíma og sumir veitingamenn hafi stórlækkað verðið hjá sér. Það geri þeir í þeirri vissu að þeir selji meira ef verðið er lágt. Samkeppnin sé hörð á veitingamarkaðnum. Erna segist viss um að veitingamenn væru til í að leggjast á árarnar til að lækkað áfengisverð en til að svo megi verða þurfi ríkið að lækka áfengisgjaldið. "Það er ekki hægt að bjóða íslenskum veitingamönnum heimsmet í öllum gjöldum. Áfengisgjaldið er hæst, virðisaukaskatturinn er sá hæsti og að auki þurfa menn að fá 30 leyfi og vottorð til að opna veitingastaði og búa svo við allskyns óeðlilega samkeppni," segir Erna. Erna Hauksdóttir.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Sjá meira