Segir seinagang óviðunandi 18. febrúar 2005 00:01 Dómsmálaráðherra telur óviðunandi að sýslumenn og lögregla leggi ekki fram ákærur í málum fyrr en mörgum mánuðum eftir að rannsókn lýkur og ætlar að gera gangskör að því að auka hraðann. Embættin fá þó ekki meira fé. Karlmanni var í Hæstarétti í gær dæmd hálf milljón í bætur vegna þess að hann var í tvö og hálft ár grunaður um fjárdrátt án þess að ákæra væri gefin út. Í síðustu viku setti héraðsdómur ofan í við sýslumann fyrir að draga í meira en ár að gefa út ákæru og sagði það mannréttindabrot. Ekki er langt síðan kæra sem kona lagði fram vegna líkamsárásar fyrndist í höndum sýslumanns. Ríkissaksóknari segir að embættin þurfi nægan mannafla til að koma í veg fyrir slíkan drátt. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur haft þessi mál til skoðunar. Verkefnisstjórn um nýskipan lögreglumála skilaði skýrslu fyrir skömmu þar sem meðal annars er lagt til hvernig megi auka málshraða. Björn segir að þau atvik sem verið hafi til umræðu að undanförnu sýni að það sé ástæða til að taka þennan þátt sérstaklega út úr skýrslunni og vinna að framkvæmd hans í samvinnu við ríkissaksóknara. Aðspurður hvort það sé hægt án þess að auka fjárframlög til verkefnanna og sömuleiðis mannafla segir Björn að ekki sé gert ráð fyrir því í þeim athugunum sem dómsmálaráðuneytið sé með heldur sé þetta spurning um ákveðin vinnubrögð. Björn telur þannig nóg að endurskoða verklagið og að ef það þurfi að breyta lögum verði litið til þess líka. Hann segist ekki hafa kynnt sér hversu algengt það sé að dráttur á málum sé meira en eitt ár. Aðspurður hvort hann telji að gera þurfi eitthvað sérstaklega í þeim tilvikum sem nýlega hafi komið upp segir Björn að dómur hafi fallið í þeim málum og sýslumannsembættin taki til sín það sem dómararnir segi og það ætti að duga til þess að menn átti sig á því að í einstökum málum þurfi þeir að gæta þess sem dómararnir vísi til. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Sjá meira
Dómsmálaráðherra telur óviðunandi að sýslumenn og lögregla leggi ekki fram ákærur í málum fyrr en mörgum mánuðum eftir að rannsókn lýkur og ætlar að gera gangskör að því að auka hraðann. Embættin fá þó ekki meira fé. Karlmanni var í Hæstarétti í gær dæmd hálf milljón í bætur vegna þess að hann var í tvö og hálft ár grunaður um fjárdrátt án þess að ákæra væri gefin út. Í síðustu viku setti héraðsdómur ofan í við sýslumann fyrir að draga í meira en ár að gefa út ákæru og sagði það mannréttindabrot. Ekki er langt síðan kæra sem kona lagði fram vegna líkamsárásar fyrndist í höndum sýslumanns. Ríkissaksóknari segir að embættin þurfi nægan mannafla til að koma í veg fyrir slíkan drátt. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur haft þessi mál til skoðunar. Verkefnisstjórn um nýskipan lögreglumála skilaði skýrslu fyrir skömmu þar sem meðal annars er lagt til hvernig megi auka málshraða. Björn segir að þau atvik sem verið hafi til umræðu að undanförnu sýni að það sé ástæða til að taka þennan þátt sérstaklega út úr skýrslunni og vinna að framkvæmd hans í samvinnu við ríkissaksóknara. Aðspurður hvort það sé hægt án þess að auka fjárframlög til verkefnanna og sömuleiðis mannafla segir Björn að ekki sé gert ráð fyrir því í þeim athugunum sem dómsmálaráðuneytið sé með heldur sé þetta spurning um ákveðin vinnubrögð. Björn telur þannig nóg að endurskoða verklagið og að ef það þurfi að breyta lögum verði litið til þess líka. Hann segist ekki hafa kynnt sér hversu algengt það sé að dráttur á málum sé meira en eitt ár. Aðspurður hvort hann telji að gera þurfi eitthvað sérstaklega í þeim tilvikum sem nýlega hafi komið upp segir Björn að dómur hafi fallið í þeim málum og sýslumannsembættin taki til sín það sem dómararnir segi og það ætti að duga til þess að menn átti sig á því að í einstökum málum þurfi þeir að gæta þess sem dómararnir vísi til.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Sjá meira