Endurupptaka ekki útilokuð 22. febrúar 2005 00:01 Í dag eru 25 ár síðan Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í Guðmundar- og Geirfinnsmálum, en þá héldu margir að lokið væri einhverju umtalaðasta sakamáli Íslandssögunnar. Sex sakborningar voru dæmdir í fangelsi allt frá einu ári og upp í sautján ár. Sú var þó ekki raunin. Gerð var árið 1997 tilraun til endurupptöku, sem var hafnað. Síðan hafa verið gerðar lagabreytingar og enn eru uppi ráðagerðir um að fá málin tekin upp. "Síðasta orðið hefur ekki verið sagt í þessum málum," segir Erla Bolladóttir, ein af þeim sem dóm hlutu. Guðmundar- og Geirfinnsmál komu upp árið 1974, en þau snúast um tvö mannshvörf, ótengd að öðru leyti en því að mikið til sama fólkið var dæmt fyrir aðild að þeim. Undir janúarlok 1974 hvarf ungur maður að nafni Guðmundur Einarsson eftir dansleik í Hafnarfirði og níu mánuðum síðar hvarf Geirfinnur Einarsson vinnuvélabílstjóri í Keflavík eftir stefnumót við óþekktan mann. Það mál var frá upphafi rannsakað sem sakamál og hugsanlegt morðmál. Héraðsdómur féll í málunum 19. desember 1977 og svo hæstaréttardómurinn þremur árum síðar. Sævar Marinó Ciesielski, sem þyngstan dóm hlaut, hóf eftir afplánun baráttu fyrir því að málið yrði tekið upp að nýju. Aðrir sakborningar og fleiri til tóku undir þá kröfu. Eftir áralanga baráttu féllst Hæstiréttur á að kanna grundvöll fyrir endurupptöku, en kvað svo 15. júlí 1997 upp úr með að lagaskilyrðum fyrir endurupptöku væri ekki fullnægt. Úrskurðurinn kom mörgum mjög á óvart, meira að segja svo mjög að forsætisráðherra þjóðarinnar sagðist síðar þeirrar skoðunar að með Guðmundar- og Geirfinnsmálunum hefði verið framið réttarmorð. Ragnar Aðalsteinsson lögmaður, sem annaðist endurupptökubeiðnina fyrir Sævar, segir úrskurðinn hafa komið mjög á óvart. "Það voru lögð fram fyrir Hæstarétt gögn sem sýndu fram á að málsmeðferðin var brot á öllum helstu grundvallarreglum um málsmeðferð í opinberum málum," sagði hann og bætti við að svo virtist sem dómstólar hefðu það grundvallarviðhorf að óheppilegt væri að viðurkenna mistök. "Þeir virðast telja að það grafi undan trú manna á dómstóla, en ég er hins vegar þeirrar skoðunar að það myndi auka tiltrú manna á dómstólum ef þeir viðurkenndu mistök eins og allir aðrir þurfa að gera." Ragnar segir ekki loku fyrir það skotið að endurupptaka fáist þrátt fyrir úrskurð Hæstaréttar árið 1997. "Það þarf bara að leggja fram enn betri gögn. Svo er líka fyrir frumkvæði Davíðs Oddssonar búið að breyta lögunum síðan endurupptökunni var hafnað," sagði hann og taldi möguleika endurupptöku meiri nú en árið 1997. Fréttir Innlent Lífið Lög og regla Menning Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Í dag eru 25 ár síðan Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í Guðmundar- og Geirfinnsmálum, en þá héldu margir að lokið væri einhverju umtalaðasta sakamáli Íslandssögunnar. Sex sakborningar voru dæmdir í fangelsi allt frá einu ári og upp í sautján ár. Sú var þó ekki raunin. Gerð var árið 1997 tilraun til endurupptöku, sem var hafnað. Síðan hafa verið gerðar lagabreytingar og enn eru uppi ráðagerðir um að fá málin tekin upp. "Síðasta orðið hefur ekki verið sagt í þessum málum," segir Erla Bolladóttir, ein af þeim sem dóm hlutu. Guðmundar- og Geirfinnsmál komu upp árið 1974, en þau snúast um tvö mannshvörf, ótengd að öðru leyti en því að mikið til sama fólkið var dæmt fyrir aðild að þeim. Undir janúarlok 1974 hvarf ungur maður að nafni Guðmundur Einarsson eftir dansleik í Hafnarfirði og níu mánuðum síðar hvarf Geirfinnur Einarsson vinnuvélabílstjóri í Keflavík eftir stefnumót við óþekktan mann. Það mál var frá upphafi rannsakað sem sakamál og hugsanlegt morðmál. Héraðsdómur féll í málunum 19. desember 1977 og svo hæstaréttardómurinn þremur árum síðar. Sævar Marinó Ciesielski, sem þyngstan dóm hlaut, hóf eftir afplánun baráttu fyrir því að málið yrði tekið upp að nýju. Aðrir sakborningar og fleiri til tóku undir þá kröfu. Eftir áralanga baráttu féllst Hæstiréttur á að kanna grundvöll fyrir endurupptöku, en kvað svo 15. júlí 1997 upp úr með að lagaskilyrðum fyrir endurupptöku væri ekki fullnægt. Úrskurðurinn kom mörgum mjög á óvart, meira að segja svo mjög að forsætisráðherra þjóðarinnar sagðist síðar þeirrar skoðunar að með Guðmundar- og Geirfinnsmálunum hefði verið framið réttarmorð. Ragnar Aðalsteinsson lögmaður, sem annaðist endurupptökubeiðnina fyrir Sævar, segir úrskurðinn hafa komið mjög á óvart. "Það voru lögð fram fyrir Hæstarétt gögn sem sýndu fram á að málsmeðferðin var brot á öllum helstu grundvallarreglum um málsmeðferð í opinberum málum," sagði hann og bætti við að svo virtist sem dómstólar hefðu það grundvallarviðhorf að óheppilegt væri að viðurkenna mistök. "Þeir virðast telja að það grafi undan trú manna á dómstóla, en ég er hins vegar þeirrar skoðunar að það myndi auka tiltrú manna á dómstólum ef þeir viðurkenndu mistök eins og allir aðrir þurfa að gera." Ragnar segir ekki loku fyrir það skotið að endurupptaka fáist þrátt fyrir úrskurð Hæstaréttar árið 1997. "Það þarf bara að leggja fram enn betri gögn. Svo er líka fyrir frumkvæði Davíðs Oddssonar búið að breyta lögunum síðan endurupptökunni var hafnað," sagði hann og taldi möguleika endurupptöku meiri nú en árið 1997.
Fréttir Innlent Lífið Lög og regla Menning Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira