Eiður hefur litlar áhyggjur 22. febrúar 2005 00:01 Eiður Smári Guðjohnsen, framherji Chelsea, gefur lítið fyrir þær kenningar að tímabilið hjá Chelsea sé á hraðri leið til glötunar. Möguleikar Chelsea á því að vinna fjórfalt þetta tímabilið fóru fyrir lítið þegar liðið tapaði fyrir Newcastle í enska bikarnum um helgina. Leikurinn var liðinu einnig dýrkeyptur að því leytinu að William Gallas og Damien Duff urðu fyrir smávægilegum meiðslum sem geta komið í veg fyrir að þeir verði með í dag gegn Barcelona auk þess sem Wayne Bridge verður væntanlega frá það sem eftir lifir tímabils vegan fótbrots. Eiður Smári sagði í viðtali við enska blaðið Daily Star að hann hefði fulla trú á því að hann og félagar hans myndu rísa upp eftir vonbrigðin um helgina. "Heimurinn hrynur ekki við eitt tap. Við megum ekki eyða of miklum tíma í að hugsa um það sem gerðist gegn Newcastle. Það er mikilvæg vika framundan og við verðum að halda áfram. Það er nóg eftir af tímabilinu og ég get staðfest að það hvílir ekkert myrkur yfir búningsklefanum hjá okkur," sagði Eiður Smári. Hann varði einnig þá ákvörðun Jose Mourinho, knattspyrnustjóra Chelsea, að skipta inn á þremur leikmönnum, Frank Lampard, Eiði sjálfum og Damien Duff, í hálfleik gegn Newcastle en meiðsli Wayne Bridge urðu til þess að liðið varð að spila einum manni færra nánast allan síðari hálfleikinn. "Stjórinn tók áhættu í hálfleik og það gera menn í fótbolta. Stundum borgar það sig og stundum ekki. Þetta var bara eitt tap og núna horfum við fram á veginn til stærri verkefna. Við höfum aldrei talað um það sem hópur að vinna alla fjóra titlana en við vildum sjá hversu langt við gátum komist. Núna eru þrír titlar eftir og auðvitað viljum við vinna þá alla." Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen, framherji Chelsea, gefur lítið fyrir þær kenningar að tímabilið hjá Chelsea sé á hraðri leið til glötunar. Möguleikar Chelsea á því að vinna fjórfalt þetta tímabilið fóru fyrir lítið þegar liðið tapaði fyrir Newcastle í enska bikarnum um helgina. Leikurinn var liðinu einnig dýrkeyptur að því leytinu að William Gallas og Damien Duff urðu fyrir smávægilegum meiðslum sem geta komið í veg fyrir að þeir verði með í dag gegn Barcelona auk þess sem Wayne Bridge verður væntanlega frá það sem eftir lifir tímabils vegan fótbrots. Eiður Smári sagði í viðtali við enska blaðið Daily Star að hann hefði fulla trú á því að hann og félagar hans myndu rísa upp eftir vonbrigðin um helgina. "Heimurinn hrynur ekki við eitt tap. Við megum ekki eyða of miklum tíma í að hugsa um það sem gerðist gegn Newcastle. Það er mikilvæg vika framundan og við verðum að halda áfram. Það er nóg eftir af tímabilinu og ég get staðfest að það hvílir ekkert myrkur yfir búningsklefanum hjá okkur," sagði Eiður Smári. Hann varði einnig þá ákvörðun Jose Mourinho, knattspyrnustjóra Chelsea, að skipta inn á þremur leikmönnum, Frank Lampard, Eiði sjálfum og Damien Duff, í hálfleik gegn Newcastle en meiðsli Wayne Bridge urðu til þess að liðið varð að spila einum manni færra nánast allan síðari hálfleikinn. "Stjórinn tók áhættu í hálfleik og það gera menn í fótbolta. Stundum borgar það sig og stundum ekki. Þetta var bara eitt tap og núna horfum við fram á veginn til stærri verkefna. Við höfum aldrei talað um það sem hópur að vinna alla fjóra titlana en við vildum sjá hversu langt við gátum komist. Núna eru þrír titlar eftir og auðvitað viljum við vinna þá alla."
Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sjá meira