Ákærður fyrir bílbrennur 23. febrúar 2005 00:01 Ríkissaksóknari hefur ákært 22 ára gamlan mann fyrir að kveikja í bílum og að hafa með því stofnað lífi níu manna í hættu. Maðurinn er einnig ákærður fyrir vopnalagabrot og akstur undir áhrifum deyfandi lyfja. Maðurinn er sakaður um að hafa hellt bensíni yfir og kveikt í bíl sem stóð á bílaplani við fjölbýlishús í Lækjargötu í Hafnarfirði í byrjun september síðastliðinn. Eldurinn blossaði upp og breiddist yfir í bíla sem stóðu sitt hvoru megin við þann sem kveikt var í. Eldurinn barst í gluggakistu á jarðhæð fjölbýlishússins og brunnu og sprungu rúður bæði á jarðhæðinni og annari hæð hússins. Eldsupptök voru aðeins um einum og hálfum til tveimur metrum frá húsinu og þykir maðurinn hafa með verknaði sínum stofnað lífi níu sofandi íbúum hússins í hættu. Eldurinn var fljótlega uppgötvaður og var slökktur af slökkviliði og má þakka því að ekki fór verr. Maðurinn er líka sakaður um að hafa sömu nótt hellt bensíni yfir og kveikt í öðrum bíl skammt frá fyrri brunastaðnum. Bíllinn og grindverk sem hann stóð við skemmdust í eldinum. Lögregla stöðvaði akstur mannsins í Hafnarfirði í júní í fyrra og reyndist hann aka án gildra ökuréttinda og undir áhrifum deyfandi lyfja. Eins fannst hnífur með fimmtán sentímetra löngu blaði í bílnum. Við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjaness í gær tók maðurinn sér frest til að tjá sig um efni ákærunnar sem hann var þá að sjá í fyrsta skipi. Krafist er að hann verði dæmdur til refsingar og sviptur ökuréttindum. Eigendur þriggja bíla sem urðu eldinum að bráð hafa lagt fram bótakröfu á hendur manninum samtals að upphæð rúmrar einnar milljónar króna. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fleiri fréttir Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur ákært 22 ára gamlan mann fyrir að kveikja í bílum og að hafa með því stofnað lífi níu manna í hættu. Maðurinn er einnig ákærður fyrir vopnalagabrot og akstur undir áhrifum deyfandi lyfja. Maðurinn er sakaður um að hafa hellt bensíni yfir og kveikt í bíl sem stóð á bílaplani við fjölbýlishús í Lækjargötu í Hafnarfirði í byrjun september síðastliðinn. Eldurinn blossaði upp og breiddist yfir í bíla sem stóðu sitt hvoru megin við þann sem kveikt var í. Eldurinn barst í gluggakistu á jarðhæð fjölbýlishússins og brunnu og sprungu rúður bæði á jarðhæðinni og annari hæð hússins. Eldsupptök voru aðeins um einum og hálfum til tveimur metrum frá húsinu og þykir maðurinn hafa með verknaði sínum stofnað lífi níu sofandi íbúum hússins í hættu. Eldurinn var fljótlega uppgötvaður og var slökktur af slökkviliði og má þakka því að ekki fór verr. Maðurinn er líka sakaður um að hafa sömu nótt hellt bensíni yfir og kveikt í öðrum bíl skammt frá fyrri brunastaðnum. Bíllinn og grindverk sem hann stóð við skemmdust í eldinum. Lögregla stöðvaði akstur mannsins í Hafnarfirði í júní í fyrra og reyndist hann aka án gildra ökuréttinda og undir áhrifum deyfandi lyfja. Eins fannst hnífur með fimmtán sentímetra löngu blaði í bílnum. Við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjaness í gær tók maðurinn sér frest til að tjá sig um efni ákærunnar sem hann var þá að sjá í fyrsta skipi. Krafist er að hann verði dæmdur til refsingar og sviptur ökuréttindum. Eigendur þriggja bíla sem urðu eldinum að bráð hafa lagt fram bótakröfu á hendur manninum samtals að upphæð rúmrar einnar milljónar króna.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fleiri fréttir Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Sjá meira