Hefur selt 30 þúsund bíla um ævina 24. febrúar 2005 00:01 Guðfinnur Halldórsson er aldrei kallaður annað en Guffi, nema ef vera skyldi Guffi bílasali. Hann hefur selt bíla í 35 ár og marga fjöruna sopið. Hann segist hafa selt um 70 bíla á mánuði í öll þessi ár og samtals gerir það um 30 þúsund bíla. Fáir komast með tærnar þar sem hann hefur hælana í þeim efnum. Guffi gefur lítið fyrir þann lífseiga orðróm um að viðskiptasiðferði bílasala sé skorið við nögl. "Miðað við aðra erum við góðir. Það er miklu meira um glæpamenn í lögfræðingastétt," segir Guffi og hlær. Og gusar svo út úr sér glósu á bankamenn. "Hér spruttu upp svokallaðir verðbréfamiðlarar sem seldu hlutabréf hægri vinstri, til dæmis í Decode. Svo féll þetta í verði og fólk tapaði enda var það platað. Ef ég hefði gert það sem þessir menn gerðu hefði ég verið dæmdur á Alcatraz og lyklunum hent." Fréttir hafa borist af óvenju mikilli sölu nýrra bíla síðustu vikur og mánuði en Guffi segir hana ekki koma niður á sölu notaðra bíla. "Það er fínt að gera. Það er til fullt af fólki sem vill ekki skulda og staðgreiðir því sína bíla og lætur sér líða vel. Þetta er fólk sem veit að bílar eru verðmæti og ef gengið er um þá af virðingu og vinsemd þá duga þeir þótt þeir séu gamlir." Samhliða bílasölunni rekur Guffi bílaþvottastöð á Bíldshöfðanum. Mikið er að gera enda vilja flestir hafa bílana sína hreina og fína. "Stundum fáum við þó bíla sem hafa ekki verið þvegnir árum saman og fólk heldur að það komi nýr bíll út úr þvottastöðinni. Það virkar bara ekki svoleiðis, því miður. Svo kemur fyrir að þurrkur brotna af afturrúðum en það gerist af því að aldrei hefur verið skipt um þurrku. Þær falla þá ekki að rúðunum og lenda í burstunum. Sama á við um hliðarspegla, þeir geta losnað af. Það er af því að þeir hafa ryðgað fastir og falla ekki að bílnum eins og þeir eiga að gera lögum samkvæmt." Guffi botnar hvorki upp né niður í fólki sem þannig fer með bílana sína en finnst þó loftnetsklaufarnir verstir. "Margir eru á fínum bílum bílum með rafmagnsloftneti sem fer sjálfkrafa niður þegar slökkt er á útvarpinu. Þeir slökkva samviskusamlega á tækinu þegar ekið er inn en leiðist svo þófið meðan á þvotti stendur og kveikja á útvarpinu. Þá fer loftnetið auðvitað upp og brotnar undan burstunum." Guffi segist reyna að benda fólki á þetta en þorir varla að auglýsa það sérstaklega. "Þetta er svo viðkvæmt því olíufélögin eiga flestar þvottastöðvarnar og auglýsa að þau bæti ekki svona tjón. Ég á hins vegar erfitt með það því ég vil ekki vera ásakaður um samráð við olíufélögin," segir hann og hlær. Sjálfur passar Guffi loftnet, spegla og þurrkur þegar hann þvær eigin bíla sem eru af Mercedes Benz og Land Rover gerð. "Það eru bestu bílarnir," segir Guffi og klappar hundinum sínum Dolla sem er stjórnarformaður fyrirtækisins, "enda hefur bankinn trú á honum," segir hann og hlær sem aldrei fyrr. Innlent Menning Viðskipti Mest lesið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Vaktin: Seinna undankvöld Eurovision Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Joe Don Baker látinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Vaktin: Seinna undankvöld Eurovision VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Sjá meira
Guðfinnur Halldórsson er aldrei kallaður annað en Guffi, nema ef vera skyldi Guffi bílasali. Hann hefur selt bíla í 35 ár og marga fjöruna sopið. Hann segist hafa selt um 70 bíla á mánuði í öll þessi ár og samtals gerir það um 30 þúsund bíla. Fáir komast með tærnar þar sem hann hefur hælana í þeim efnum. Guffi gefur lítið fyrir þann lífseiga orðróm um að viðskiptasiðferði bílasala sé skorið við nögl. "Miðað við aðra erum við góðir. Það er miklu meira um glæpamenn í lögfræðingastétt," segir Guffi og hlær. Og gusar svo út úr sér glósu á bankamenn. "Hér spruttu upp svokallaðir verðbréfamiðlarar sem seldu hlutabréf hægri vinstri, til dæmis í Decode. Svo féll þetta í verði og fólk tapaði enda var það platað. Ef ég hefði gert það sem þessir menn gerðu hefði ég verið dæmdur á Alcatraz og lyklunum hent." Fréttir hafa borist af óvenju mikilli sölu nýrra bíla síðustu vikur og mánuði en Guffi segir hana ekki koma niður á sölu notaðra bíla. "Það er fínt að gera. Það er til fullt af fólki sem vill ekki skulda og staðgreiðir því sína bíla og lætur sér líða vel. Þetta er fólk sem veit að bílar eru verðmæti og ef gengið er um þá af virðingu og vinsemd þá duga þeir þótt þeir séu gamlir." Samhliða bílasölunni rekur Guffi bílaþvottastöð á Bíldshöfðanum. Mikið er að gera enda vilja flestir hafa bílana sína hreina og fína. "Stundum fáum við þó bíla sem hafa ekki verið þvegnir árum saman og fólk heldur að það komi nýr bíll út úr þvottastöðinni. Það virkar bara ekki svoleiðis, því miður. Svo kemur fyrir að þurrkur brotna af afturrúðum en það gerist af því að aldrei hefur verið skipt um þurrku. Þær falla þá ekki að rúðunum og lenda í burstunum. Sama á við um hliðarspegla, þeir geta losnað af. Það er af því að þeir hafa ryðgað fastir og falla ekki að bílnum eins og þeir eiga að gera lögum samkvæmt." Guffi botnar hvorki upp né niður í fólki sem þannig fer með bílana sína en finnst þó loftnetsklaufarnir verstir. "Margir eru á fínum bílum bílum með rafmagnsloftneti sem fer sjálfkrafa niður þegar slökkt er á útvarpinu. Þeir slökkva samviskusamlega á tækinu þegar ekið er inn en leiðist svo þófið meðan á þvotti stendur og kveikja á útvarpinu. Þá fer loftnetið auðvitað upp og brotnar undan burstunum." Guffi segist reyna að benda fólki á þetta en þorir varla að auglýsa það sérstaklega. "Þetta er svo viðkvæmt því olíufélögin eiga flestar þvottastöðvarnar og auglýsa að þau bæti ekki svona tjón. Ég á hins vegar erfitt með það því ég vil ekki vera ásakaður um samráð við olíufélögin," segir hann og hlær. Sjálfur passar Guffi loftnet, spegla og þurrkur þegar hann þvær eigin bíla sem eru af Mercedes Benz og Land Rover gerð. "Það eru bestu bílarnir," segir Guffi og klappar hundinum sínum Dolla sem er stjórnarformaður fyrirtækisins, "enda hefur bankinn trú á honum," segir hann og hlær sem aldrei fyrr.
Innlent Menning Viðskipti Mest lesið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Vaktin: Seinna undankvöld Eurovision Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Joe Don Baker látinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Vaktin: Seinna undankvöld Eurovision VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Sjá meira