Hefur selt 30 þúsund bíla um ævina 24. febrúar 2005 00:01 Guðfinnur Halldórsson er aldrei kallaður annað en Guffi, nema ef vera skyldi Guffi bílasali. Hann hefur selt bíla í 35 ár og marga fjöruna sopið. Hann segist hafa selt um 70 bíla á mánuði í öll þessi ár og samtals gerir það um 30 þúsund bíla. Fáir komast með tærnar þar sem hann hefur hælana í þeim efnum. Guffi gefur lítið fyrir þann lífseiga orðróm um að viðskiptasiðferði bílasala sé skorið við nögl. "Miðað við aðra erum við góðir. Það er miklu meira um glæpamenn í lögfræðingastétt," segir Guffi og hlær. Og gusar svo út úr sér glósu á bankamenn. "Hér spruttu upp svokallaðir verðbréfamiðlarar sem seldu hlutabréf hægri vinstri, til dæmis í Decode. Svo féll þetta í verði og fólk tapaði enda var það platað. Ef ég hefði gert það sem þessir menn gerðu hefði ég verið dæmdur á Alcatraz og lyklunum hent." Fréttir hafa borist af óvenju mikilli sölu nýrra bíla síðustu vikur og mánuði en Guffi segir hana ekki koma niður á sölu notaðra bíla. "Það er fínt að gera. Það er til fullt af fólki sem vill ekki skulda og staðgreiðir því sína bíla og lætur sér líða vel. Þetta er fólk sem veit að bílar eru verðmæti og ef gengið er um þá af virðingu og vinsemd þá duga þeir þótt þeir séu gamlir." Samhliða bílasölunni rekur Guffi bílaþvottastöð á Bíldshöfðanum. Mikið er að gera enda vilja flestir hafa bílana sína hreina og fína. "Stundum fáum við þó bíla sem hafa ekki verið þvegnir árum saman og fólk heldur að það komi nýr bíll út úr þvottastöðinni. Það virkar bara ekki svoleiðis, því miður. Svo kemur fyrir að þurrkur brotna af afturrúðum en það gerist af því að aldrei hefur verið skipt um þurrku. Þær falla þá ekki að rúðunum og lenda í burstunum. Sama á við um hliðarspegla, þeir geta losnað af. Það er af því að þeir hafa ryðgað fastir og falla ekki að bílnum eins og þeir eiga að gera lögum samkvæmt." Guffi botnar hvorki upp né niður í fólki sem þannig fer með bílana sína en finnst þó loftnetsklaufarnir verstir. "Margir eru á fínum bílum bílum með rafmagnsloftneti sem fer sjálfkrafa niður þegar slökkt er á útvarpinu. Þeir slökkva samviskusamlega á tækinu þegar ekið er inn en leiðist svo þófið meðan á þvotti stendur og kveikja á útvarpinu. Þá fer loftnetið auðvitað upp og brotnar undan burstunum." Guffi segist reyna að benda fólki á þetta en þorir varla að auglýsa það sérstaklega. "Þetta er svo viðkvæmt því olíufélögin eiga flestar þvottastöðvarnar og auglýsa að þau bæti ekki svona tjón. Ég á hins vegar erfitt með það því ég vil ekki vera ásakaður um samráð við olíufélögin," segir hann og hlær. Sjálfur passar Guffi loftnet, spegla og þurrkur þegar hann þvær eigin bíla sem eru af Mercedes Benz og Land Rover gerð. "Það eru bestu bílarnir," segir Guffi og klappar hundinum sínum Dolla sem er stjórnarformaður fyrirtækisins, "enda hefur bankinn trú á honum," segir hann og hlær sem aldrei fyrr. Innlent Menning Viðskipti Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Fleiri fréttir Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Sjá meira
Guðfinnur Halldórsson er aldrei kallaður annað en Guffi, nema ef vera skyldi Guffi bílasali. Hann hefur selt bíla í 35 ár og marga fjöruna sopið. Hann segist hafa selt um 70 bíla á mánuði í öll þessi ár og samtals gerir það um 30 þúsund bíla. Fáir komast með tærnar þar sem hann hefur hælana í þeim efnum. Guffi gefur lítið fyrir þann lífseiga orðróm um að viðskiptasiðferði bílasala sé skorið við nögl. "Miðað við aðra erum við góðir. Það er miklu meira um glæpamenn í lögfræðingastétt," segir Guffi og hlær. Og gusar svo út úr sér glósu á bankamenn. "Hér spruttu upp svokallaðir verðbréfamiðlarar sem seldu hlutabréf hægri vinstri, til dæmis í Decode. Svo féll þetta í verði og fólk tapaði enda var það platað. Ef ég hefði gert það sem þessir menn gerðu hefði ég verið dæmdur á Alcatraz og lyklunum hent." Fréttir hafa borist af óvenju mikilli sölu nýrra bíla síðustu vikur og mánuði en Guffi segir hana ekki koma niður á sölu notaðra bíla. "Það er fínt að gera. Það er til fullt af fólki sem vill ekki skulda og staðgreiðir því sína bíla og lætur sér líða vel. Þetta er fólk sem veit að bílar eru verðmæti og ef gengið er um þá af virðingu og vinsemd þá duga þeir þótt þeir séu gamlir." Samhliða bílasölunni rekur Guffi bílaþvottastöð á Bíldshöfðanum. Mikið er að gera enda vilja flestir hafa bílana sína hreina og fína. "Stundum fáum við þó bíla sem hafa ekki verið þvegnir árum saman og fólk heldur að það komi nýr bíll út úr þvottastöðinni. Það virkar bara ekki svoleiðis, því miður. Svo kemur fyrir að þurrkur brotna af afturrúðum en það gerist af því að aldrei hefur verið skipt um þurrku. Þær falla þá ekki að rúðunum og lenda í burstunum. Sama á við um hliðarspegla, þeir geta losnað af. Það er af því að þeir hafa ryðgað fastir og falla ekki að bílnum eins og þeir eiga að gera lögum samkvæmt." Guffi botnar hvorki upp né niður í fólki sem þannig fer með bílana sína en finnst þó loftnetsklaufarnir verstir. "Margir eru á fínum bílum bílum með rafmagnsloftneti sem fer sjálfkrafa niður þegar slökkt er á útvarpinu. Þeir slökkva samviskusamlega á tækinu þegar ekið er inn en leiðist svo þófið meðan á þvotti stendur og kveikja á útvarpinu. Þá fer loftnetið auðvitað upp og brotnar undan burstunum." Guffi segist reyna að benda fólki á þetta en þorir varla að auglýsa það sérstaklega. "Þetta er svo viðkvæmt því olíufélögin eiga flestar þvottastöðvarnar og auglýsa að þau bæti ekki svona tjón. Ég á hins vegar erfitt með það því ég vil ekki vera ásakaður um samráð við olíufélögin," segir hann og hlær. Sjálfur passar Guffi loftnet, spegla og þurrkur þegar hann þvær eigin bíla sem eru af Mercedes Benz og Land Rover gerð. "Það eru bestu bílarnir," segir Guffi og klappar hundinum sínum Dolla sem er stjórnarformaður fyrirtækisins, "enda hefur bankinn trú á honum," segir hann og hlær sem aldrei fyrr.
Innlent Menning Viðskipti Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Fleiri fréttir Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Sjá meira