Ölvun ógildir ekki bótarétt 24. febrúar 2005 00:01 Þótt fólk sé drukkið þegar það verður fyrir óhappi missir það ekki sjálfkrafa rétt til slysa- eða dánarbóta. Hæstiréttur tók af öll tvímæli um þetta þegar Tryggingamiðstöðin var dæmd til að greiða sjö milljónir í dánarbætur vegna konu sem lést þegar henni var ýtt fram af svölum á Kanaríeyjum. Fyrir tveimur árum lést kona á Kanaríeyjum þegar henni var ýtt fram af svölum. Sambýlismaður hennar var dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Tryggingamiðstöðin neitaði að greiða dánarbætur með þeim rökum að konan hafi verið drukkin. Aðstandendar gáfust ekki upp, unnu málið í héraðsdómi og í dag í Hæstarétti þar sem staðfest var að Tryggingamiðstöðin ætti að greiða aðstandendum konunnar sjö milljónir króna í bætur. Ólafur Elísson, lögmaður aðstandenda, segir að með þessum dómi sé því slegið föstu að þegar ölvað fólk verði fyrir slysum leiði það ekki eitt og sér til þess að ekki sé bótaréttur fyrir hendi á meðan það sé önnur frumorsök fyrir slysinu, þ.e. slysið verði vegna annars atviks en ölvunarinnar sem slíkrar. Það sé mjög mikilvægt að fá skýrt fordæmi fyrir þessu frá Hæstarétti. Ólafur tekur sem dæmi að ef ölvaður ökumaður stöðvar bifreið sína á rauðu ljósi þar sem keyrt er aftan á hann og hann slasast verður tryggingafélagið nú að greiða honum bætur þar sem ölvunin er ekki frumorsök slyssins. Það þarf þó vart að taka það fram að viðkomandi myndi að sjálfsögðu missa ökuleyfið. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira
Þótt fólk sé drukkið þegar það verður fyrir óhappi missir það ekki sjálfkrafa rétt til slysa- eða dánarbóta. Hæstiréttur tók af öll tvímæli um þetta þegar Tryggingamiðstöðin var dæmd til að greiða sjö milljónir í dánarbætur vegna konu sem lést þegar henni var ýtt fram af svölum á Kanaríeyjum. Fyrir tveimur árum lést kona á Kanaríeyjum þegar henni var ýtt fram af svölum. Sambýlismaður hennar var dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Tryggingamiðstöðin neitaði að greiða dánarbætur með þeim rökum að konan hafi verið drukkin. Aðstandendar gáfust ekki upp, unnu málið í héraðsdómi og í dag í Hæstarétti þar sem staðfest var að Tryggingamiðstöðin ætti að greiða aðstandendum konunnar sjö milljónir króna í bætur. Ólafur Elísson, lögmaður aðstandenda, segir að með þessum dómi sé því slegið föstu að þegar ölvað fólk verði fyrir slysum leiði það ekki eitt og sér til þess að ekki sé bótaréttur fyrir hendi á meðan það sé önnur frumorsök fyrir slysinu, þ.e. slysið verði vegna annars atviks en ölvunarinnar sem slíkrar. Það sé mjög mikilvægt að fá skýrt fordæmi fyrir þessu frá Hæstarétti. Ólafur tekur sem dæmi að ef ölvaður ökumaður stöðvar bifreið sína á rauðu ljósi þar sem keyrt er aftan á hann og hann slasast verður tryggingafélagið nú að greiða honum bætur þar sem ölvunin er ekki frumorsök slyssins. Það þarf þó vart að taka það fram að viðkomandi myndi að sjálfsögðu missa ökuleyfið.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira