Vilja undirbúa aðildarviðræður 26. febrúar 2005 00:01 Yfirgnæfandi líkur eru á því að flokksþing framsóknarmanna samþykki í dag ályktun um að hefja undirbúning aðildarviðræðna að Evrópusambandinu, samvæmt heimildum Fréttablaðsins. Í ályktuninni kemur fram að vinna fari fram innan flokksins og að niðurstaða vinnunnar verði kynnt á næsta flokksþingi þar sem kosið yrði um hvort flokkurinn stefni að aðild eða ekki. Utanríkismálanefnd flokksins lauk við tillögu að ályktun í gær og mun í dag kynna hana flokksmönnum sem kjósa um ályktunina. Tillögurnar sem lagðar voru fram í upphafi þingsins miðuðu að því að hefja aðildarviðræður strax á þessu kjörtímabili. Þær tóku breytingum á flokksþinginu, enda brytu þær í bága við ríkisstjórnarsáttmálann, og þess í stað var lagt til að aðildarviðræður yrðu hafnar strax á næsta kjörtímabili. Töluverðar umræður urðu um tillögurnar á þinginu í gær og voru formaður og varaformaður flokksins á öndverðum meiði í málinu. Halldór Ásgrímsson vill hefja undirbúning að hugsanlegum aðildarviðræðum en Guðni Ágústsson telur það ekki tímabært. Niðurstaðan varð sú að afgreiðslu málsins var frestað um einn dag og var utanríkismálanefnd falið að komast að niðurstöðu. Samkvæmt heimildum blaðsins felast tillögurnar í málamiðlunum með því að fella meðal annars á brott úr fyrstu drögum ákvæði varðandi "óljósa stöðu og framtíð EES-samningsins". Hins vegar verði lýst yfir vilja við að ganga í ESB, það verði undirbúið og lagt undir næsta flokksþing. Halldór og Guðni voru ósammála um framtíð EES-samningsins og hagsmuni Íslands innan ESB. Halldór sagði í samtali við Fréttablaðið að Íslendingar hafi reynt mikið að ná fram betrumbótum á EES-samningnum, sem hafi ekki þróast eins og hann ætti að gera. "Það hefur ekki gengið vel og nú eru flokksmenn farnir að huga meira að hugsanlegri aðild," sagði Halldór. Guðni sagði að Íslendingar þurfi að halda vel utan um EES-samninginn. "Minn draumur snýr ekki að því að ganga í Evrópusambandið," sagði Guðni. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira
Yfirgnæfandi líkur eru á því að flokksþing framsóknarmanna samþykki í dag ályktun um að hefja undirbúning aðildarviðræðna að Evrópusambandinu, samvæmt heimildum Fréttablaðsins. Í ályktuninni kemur fram að vinna fari fram innan flokksins og að niðurstaða vinnunnar verði kynnt á næsta flokksþingi þar sem kosið yrði um hvort flokkurinn stefni að aðild eða ekki. Utanríkismálanefnd flokksins lauk við tillögu að ályktun í gær og mun í dag kynna hana flokksmönnum sem kjósa um ályktunina. Tillögurnar sem lagðar voru fram í upphafi þingsins miðuðu að því að hefja aðildarviðræður strax á þessu kjörtímabili. Þær tóku breytingum á flokksþinginu, enda brytu þær í bága við ríkisstjórnarsáttmálann, og þess í stað var lagt til að aðildarviðræður yrðu hafnar strax á næsta kjörtímabili. Töluverðar umræður urðu um tillögurnar á þinginu í gær og voru formaður og varaformaður flokksins á öndverðum meiði í málinu. Halldór Ásgrímsson vill hefja undirbúning að hugsanlegum aðildarviðræðum en Guðni Ágústsson telur það ekki tímabært. Niðurstaðan varð sú að afgreiðslu málsins var frestað um einn dag og var utanríkismálanefnd falið að komast að niðurstöðu. Samkvæmt heimildum blaðsins felast tillögurnar í málamiðlunum með því að fella meðal annars á brott úr fyrstu drögum ákvæði varðandi "óljósa stöðu og framtíð EES-samningsins". Hins vegar verði lýst yfir vilja við að ganga í ESB, það verði undirbúið og lagt undir næsta flokksþing. Halldór og Guðni voru ósammála um framtíð EES-samningsins og hagsmuni Íslands innan ESB. Halldór sagði í samtali við Fréttablaðið að Íslendingar hafi reynt mikið að ná fram betrumbótum á EES-samningnum, sem hafi ekki þróast eins og hann ætti að gera. "Það hefur ekki gengið vel og nú eru flokksmenn farnir að huga meira að hugsanlegri aðild," sagði Halldór. Guðni sagði að Íslendingar þurfi að halda vel utan um EES-samninginn. "Minn draumur snýr ekki að því að ganga í Evrópusambandið," sagði Guðni.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira