Norðmenn fylgjast með flokksþingi 26. febrúar 2005 00:01 "Forsætisráðherra Noregs, Kjell Magne Bondevik, hringdi í mig í [fyrradag] og spurði hvort það væri rétt að við ætluðum að afgreiða tillögu á þessu þingi um að hefja aðildarviðræður á kjörtímabilinu. Hann sagði að það muni hafa mikil áhrif í Noregi ef Ísland tekur slíkt skref," sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. "EES-samningurinn er á margan hátt brothættur. Við erum þar í samvinnu við Norðmenn og Lichtenstein. Ef Norðmenn fara út stöndum við einir eftir með Lichtenstein og menn eru mjög viðkvæmir fyrir því hér á landi. Sama er uppi á teningnum í Noregi," sagði hann. Halldór sagði það hugsanlegt að Norðmenn hefji aðildarviðræður við Evrópusambandið á næsta kjörtímabili. "Við verðum að vera vel undir það búin og flokkurinn er að gera það. Það hefur orðið mikil viðhorfsbreyting í Framsóknarflokknum í evrópumálum á nokkrum árum. Tillögurnar sem nú eru til umræðu komu úr grasrótinni og það kom mér mjög á óvart hversu langt þær gengu," sagði Halldór. "Við Íslendingar eigum að sýna frumkvæði í þessum málum, eigum ekki að taka ákvörðun vegna þess að Norðmenn hafi tekið ákvörðun heldur á eigin forsendum. Hins vegar er eðlilegt og rétt að við höfum náið samráð um það og við höfum ákveðið að gera það, Íslendingar og Norðmenn. Guðni Ágústsson sagði að Framsóknarflokkurinn væri tvískiptur í afstöðu sinni til ESB og óttast að það muni kljúfa flokkinn ef samþykkt verður að hefja undirbúning að aðildarviðræðum. "Ég vil ekki ganga svo langt á þessu þingi. Ég vil halda friðinn innan Framsóknarflokksins og leyfa framsóknarmönnum að koma að þessum málum og ræða í sínum hópi og taka þá ákvörðun um það síðar," sagði Guðni. "Ég vara mjög við miklum átökum um evrópumálin í Framsóknarflokknum á þessu stigi. Við vitum að það er ekkert mál jafnviðkvæmt í dag á sviði íslenskrar stjórnmálaumræðu og aðild að Evrópusambandinu. Þess vegna segi ég þegar við erum að skapa frið innan Framsóknarflokksins þá er mjög mikilvægt að við ályktum af skynsemi í þessu efni," sagði hann. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Fylgið ekki mælst meira síðan fyrir hrun Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Erlent Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Fleiri fréttir Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Fylgið ekki mælst meira síðan fyrir hrun Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Sjá meira
"Forsætisráðherra Noregs, Kjell Magne Bondevik, hringdi í mig í [fyrradag] og spurði hvort það væri rétt að við ætluðum að afgreiða tillögu á þessu þingi um að hefja aðildarviðræður á kjörtímabilinu. Hann sagði að það muni hafa mikil áhrif í Noregi ef Ísland tekur slíkt skref," sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. "EES-samningurinn er á margan hátt brothættur. Við erum þar í samvinnu við Norðmenn og Lichtenstein. Ef Norðmenn fara út stöndum við einir eftir með Lichtenstein og menn eru mjög viðkvæmir fyrir því hér á landi. Sama er uppi á teningnum í Noregi," sagði hann. Halldór sagði það hugsanlegt að Norðmenn hefji aðildarviðræður við Evrópusambandið á næsta kjörtímabili. "Við verðum að vera vel undir það búin og flokkurinn er að gera það. Það hefur orðið mikil viðhorfsbreyting í Framsóknarflokknum í evrópumálum á nokkrum árum. Tillögurnar sem nú eru til umræðu komu úr grasrótinni og það kom mér mjög á óvart hversu langt þær gengu," sagði Halldór. "Við Íslendingar eigum að sýna frumkvæði í þessum málum, eigum ekki að taka ákvörðun vegna þess að Norðmenn hafi tekið ákvörðun heldur á eigin forsendum. Hins vegar er eðlilegt og rétt að við höfum náið samráð um það og við höfum ákveðið að gera það, Íslendingar og Norðmenn. Guðni Ágústsson sagði að Framsóknarflokkurinn væri tvískiptur í afstöðu sinni til ESB og óttast að það muni kljúfa flokkinn ef samþykkt verður að hefja undirbúning að aðildarviðræðum. "Ég vil ekki ganga svo langt á þessu þingi. Ég vil halda friðinn innan Framsóknarflokksins og leyfa framsóknarmönnum að koma að þessum málum og ræða í sínum hópi og taka þá ákvörðun um það síðar," sagði Guðni. "Ég vara mjög við miklum átökum um evrópumálin í Framsóknarflokknum á þessu stigi. Við vitum að það er ekkert mál jafnviðkvæmt í dag á sviði íslenskrar stjórnmálaumræðu og aðild að Evrópusambandinu. Þess vegna segi ég þegar við erum að skapa frið innan Framsóknarflokksins þá er mjög mikilvægt að við ályktum af skynsemi í þessu efni," sagði hann.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Fylgið ekki mælst meira síðan fyrir hrun Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Erlent Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Fleiri fréttir Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Fylgið ekki mælst meira síðan fyrir hrun Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Sjá meira