Innlent

Undirbúa aðildarviðræður en ...

„Framsóknarflokkurinn á þegar að hefja vinnu við mótun samningsmarkmiða og undirbúning aðildarviðræðna við Evrópusambandið en bera niðurstöðu þeirrar vinnu undir næsta flokksþing, til samþykktar eða synjunar.“ Á þessa leið hljóðar texti ályktunar um Evrópumál eftir sáttaviðræður milli stuðningsmanna og andstæðinga Evrópusambandsaðildar innan Framsóknarflokksins. Búist er við að samkomulagstextinn verði kynntur á flokksþinginu nú fyrir hádegi. Andstæðingar virðast hafa náð því fram að þurrka út úr ályktuninni setningu þar sem þar sem sagði að vegna óljósrar stöðu og framtíðar EES-samningsins væru líkur á að hagsmunum Íslands yrði betur borgið innan Evrópusambandsins. Fyrr á flokksþinginu hafði þeim tekist að stroka út texta sem sagði stefnt skyldi að því að hefja aðildarviðræður þegar á þessu kjörtímabili. Eftir hádegi í dag fer fram kosning forystu flokksins en þinginu lýkur síðdegis með afgreiðslu ályktana.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×