Innlent

Halldór fékk 81,85% atkvæða

Halldór Ásgrímsson var endurkjörinn formaður Framsóknarflokksins á flokksþinginu á öðrum tímanum í dag. 406 fulltrúar á þinginu greiddu honum atkvæði en alls voru atkvæðin 520, þar af tvö ógild og 22 skiluðu auðu. Halldór fékk því 81,85% atkvæða. Ef auðir seðlar eru taldir með fékk formaðurinn 78,4% atkvæða.  Aðrir sem fengu atkvæði til formannskjörs voru: Kristinn H. Gunnarsson 33 atkvæði (6,6%), Guðni Ágústsson 18 atkvæði (3,6%), Jónína Bjartmarz 17 atkvæði (3,4%), og Siv Friðleifsdóttir 13 atkvæði (2,6%). Aðrir fengu færri atkvæði. Guðni Ágústsson var endurkjörinn varaformaður. Alls greiddu 535 þingfulltrúar atkvæði og fékk Guðni 399 atkvæði eða 77% atkvæða. Aðrir sem fengu atkvæði voru Kristinn H. Gunnarsson sem 27 greiddu atkvæði sitt, Siv Friðleifsdóttir og Jónína Bjartmarz fengu 26 atkvæði hvor, Árni Magnússon fékk 21 atkvæði og Valgerður Sverrisdóttir 14. Siv Friðleifsdóttir var endurkjörinn ritari Framsóknarflokksins með 406 atkvæðum eða 82% fylgi. 521 fulltrúi greiddi atkvæði, tvö atkvæði voru ógild og 22 skiluðu auðu. 42 greiddu Jónínu Bjartmarz atkvæði í þetta embætti eða 8,5%, Kristinn H. Gunnarsson fékk 13 atkvæði og Valgerður Sverrisdóttir tíu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×