Framsókn hreyfir við Norðmönnum 27. febrúar 2005 00:01 Kjell Magne Bondevik, forsætisráðherra Noregs, segir ályktun Framsóknarflokksins um Evrópumál muni hafa mikil áhrif á umræðuna um aðild að Evrópusambandinu í Noregi. "Ályktun flokksþings framsóknarmanna um að kanna frekar aðild að Evrópusambandinu mun hafa áhrif á umræðuna á Íslandi um Evrópusambandið, sem mun hafa áhrif á umræðuna í Noregi," segir Bondevik í samtali við Fréttablaðið. "Eins og stendur er það ekki á dagskrá hjá okkur að hefja aðildarviðræður vegna þess að við erum mjög sátt við EES-samninginn, sem hentar okkar efnahagslífi mjög vel. Við viljum bíða og sjá hver útkoman verður úr þjóðaratkvæðagreiðslum Evrópuríkjanna um stjórnarskrá Evrópusambandsins áður en við förum að skoða hugsanlegar aðildarviðræður," segir Bondevik Hann segir að ef ákveðið verði í Noregi að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið muni það ekki gerast fyrr en á síðari hluta næsta kjörtímabils, á milli 2007 og 2009. "Ef við ákveðum að efna til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu í Noregi um aðild að Evópusambandinu, sem mun verða sú þriðja, verðum við að vita nákvæmlega hvers við erum að taka afstöðu til. Auk þess að sjá útkomuna varðandi stjórnarskrána er nauðsynlegt að sjá hvaða áhrif inntaka nýju aðildarríkjanna tíu frá því í maí hefur á stöðu smáríkja og meðalstórra ríkja í Evrópusambandinu. Við viljum sjá hver reynslan af þessari stækkun verður," segir Bondevik. "Við fylgjumst með umræðunum um Evrópumál á Íslandi af áhuga og ég held að Íslendingar fylgist með umræðunum í Noregi því þjóðirnar reiða sig hvor á aðra í þessu máli. Ef annað landið sækti um aðild myndi hefjast umræða um aðild í hinu landinu því hvorugt landanna myndi vilja vera í þeirri stöðu að vera eina landið ásamt Liechtenstein í Evrópska efnahagssvæðinu," segir Bondevik. Hann segir ályktun Framsóknarflokksins ekki síst áhugaverða í ljósi þess að hugsanlega gætu breytingar orðið á ríkisstjórn Íslands í næstu alþingiskosningum. "Ef Framsóknarflokkurinn fer í ríkisstjórn með Samfylkingunni eftir næstu kosningar er ljóst að viðhorf íslensku ríkisstjórnarinnar til aðildar að ESB gæti breyst. Það hefði veruleg áhrif á umræðuna hér í Noregi," segir Bondevik. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Fylgið ekki mælst meira síðan fyrir hrun Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Erlent Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Fleiri fréttir Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Fylgið ekki mælst meira síðan fyrir hrun Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Sjá meira
Kjell Magne Bondevik, forsætisráðherra Noregs, segir ályktun Framsóknarflokksins um Evrópumál muni hafa mikil áhrif á umræðuna um aðild að Evrópusambandinu í Noregi. "Ályktun flokksþings framsóknarmanna um að kanna frekar aðild að Evrópusambandinu mun hafa áhrif á umræðuna á Íslandi um Evrópusambandið, sem mun hafa áhrif á umræðuna í Noregi," segir Bondevik í samtali við Fréttablaðið. "Eins og stendur er það ekki á dagskrá hjá okkur að hefja aðildarviðræður vegna þess að við erum mjög sátt við EES-samninginn, sem hentar okkar efnahagslífi mjög vel. Við viljum bíða og sjá hver útkoman verður úr þjóðaratkvæðagreiðslum Evrópuríkjanna um stjórnarskrá Evrópusambandsins áður en við förum að skoða hugsanlegar aðildarviðræður," segir Bondevik Hann segir að ef ákveðið verði í Noregi að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið muni það ekki gerast fyrr en á síðari hluta næsta kjörtímabils, á milli 2007 og 2009. "Ef við ákveðum að efna til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu í Noregi um aðild að Evópusambandinu, sem mun verða sú þriðja, verðum við að vita nákvæmlega hvers við erum að taka afstöðu til. Auk þess að sjá útkomuna varðandi stjórnarskrána er nauðsynlegt að sjá hvaða áhrif inntaka nýju aðildarríkjanna tíu frá því í maí hefur á stöðu smáríkja og meðalstórra ríkja í Evrópusambandinu. Við viljum sjá hver reynslan af þessari stækkun verður," segir Bondevik. "Við fylgjumst með umræðunum um Evrópumál á Íslandi af áhuga og ég held að Íslendingar fylgist með umræðunum í Noregi því þjóðirnar reiða sig hvor á aðra í þessu máli. Ef annað landið sækti um aðild myndi hefjast umræða um aðild í hinu landinu því hvorugt landanna myndi vilja vera í þeirri stöðu að vera eina landið ásamt Liechtenstein í Evrópska efnahagssvæðinu," segir Bondevik. Hann segir ályktun Framsóknarflokksins ekki síst áhugaverða í ljósi þess að hugsanlega gætu breytingar orðið á ríkisstjórn Íslands í næstu alþingiskosningum. "Ef Framsóknarflokkurinn fer í ríkisstjórn með Samfylkingunni eftir næstu kosningar er ljóst að viðhorf íslensku ríkisstjórnarinnar til aðildar að ESB gæti breyst. Það hefði veruleg áhrif á umræðuna hér í Noregi," segir Bondevik.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Fylgið ekki mælst meira síðan fyrir hrun Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Erlent Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Fleiri fréttir Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Fylgið ekki mælst meira síðan fyrir hrun Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Sjá meira