Átakamikið flokksþing 27. febrúar 2005 00:01 Framsóknarmenn tókust á í afstöðu sinni til Evrópumála á flokksþingi í gær. Samþykkt var verulega breytt útgáfa frá upprunalegum drögum að ályktun. Í endanlegri ályktun var samþykkt að á vettvangi Framsóknarflokksins skuli haldið áfram upplýsingaöflun og vinnu við mótun samningsmarkmiða og hugsanlegs undirbúnings aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Niðurstöður þeirrar vinnu skuli kynna á næsta flokksþingi. Í upphaflegum drögum var gert ráð fyrir að hefja aðildarviðræður strax á þessu kjörtímabili en í útgáfu sem lögð var fyrir þingið í gærmorgun eftir umfjöllun í nefnd hafði ákvæðinu verið breytt í þá veru að á næsta flokksþingi skyldu fara fram kosningar um það hvort sækja ætti um aðild eða ekki. "Það stóð aldrei til á þessu flokksþingi að taka endanlega afstöðu til þess hvort Ísland ætti að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Það var hins vegar samþykkt að opna með beinum hætti fyrir aðild að Evrópusambandinu þannig að við höfum umboð flokksmanna til þess að vinna á þeim grundvelli. Það finnst mér mjög góð niðurstaða," segir Halldór Ásgrímsson, sem kjörinn var formaður Framsóknarflokksins í sjötta sinn í gær. Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður flokksins, mótmælti ákvæðinu um að kjósa um málið á næsta flokksþingi harðlega í gærmorgun. "Ef þetta verður samþykkt þýðir það að við séum að undirbúa aðildarviðræður við Evrópusambandið. Ég er því algjörlega mótfallinn. Ég veit ekki hvað menn eru að álpast út í," sagði hann. Steingrímur benti á að það væri flokknum í óhag að takast á við svo stórt mál rétt fyrir næstu alþingiskosningar. Kristinn H. Gunnarsson tók undir orð Steingríms. "Það væri óðs manns æði að stefna okkur í þessa stöðu skömmu fyrir alþingiskosningar vitandi um mikla andstöðu í flokknum við aðild sem ekki mun hverfa við atkvæðagreiðslu verði hún samþykkt," sagði hann. Guðni Ágústsson varaformaður sagði að Evrópumálin hefðu verið langþyngsta deiluefnið en náðst hefði viðunandi lausn og mikil samstaða. "Við sýndum þá jafnvægislist sem við erum þekktir fyrir, að ná sameiginlegri niðurstöðu í mjög erfiðu máli," sagði hann. "Þetta þýðir einfaldlega það að Framsóknarflokknum, eins og stjórnvöldum í landinu, ber að halda vöku sinni og vinna í því að skoða stöðu Íslands í Evrópu, ég tala nú ekki um ef eitthvað gerist varðandi EES-samninginn," sagði Guðni. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Framsóknarmenn tókust á í afstöðu sinni til Evrópumála á flokksþingi í gær. Samþykkt var verulega breytt útgáfa frá upprunalegum drögum að ályktun. Í endanlegri ályktun var samþykkt að á vettvangi Framsóknarflokksins skuli haldið áfram upplýsingaöflun og vinnu við mótun samningsmarkmiða og hugsanlegs undirbúnings aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Niðurstöður þeirrar vinnu skuli kynna á næsta flokksþingi. Í upphaflegum drögum var gert ráð fyrir að hefja aðildarviðræður strax á þessu kjörtímabili en í útgáfu sem lögð var fyrir þingið í gærmorgun eftir umfjöllun í nefnd hafði ákvæðinu verið breytt í þá veru að á næsta flokksþingi skyldu fara fram kosningar um það hvort sækja ætti um aðild eða ekki. "Það stóð aldrei til á þessu flokksþingi að taka endanlega afstöðu til þess hvort Ísland ætti að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Það var hins vegar samþykkt að opna með beinum hætti fyrir aðild að Evrópusambandinu þannig að við höfum umboð flokksmanna til þess að vinna á þeim grundvelli. Það finnst mér mjög góð niðurstaða," segir Halldór Ásgrímsson, sem kjörinn var formaður Framsóknarflokksins í sjötta sinn í gær. Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður flokksins, mótmælti ákvæðinu um að kjósa um málið á næsta flokksþingi harðlega í gærmorgun. "Ef þetta verður samþykkt þýðir það að við séum að undirbúa aðildarviðræður við Evrópusambandið. Ég er því algjörlega mótfallinn. Ég veit ekki hvað menn eru að álpast út í," sagði hann. Steingrímur benti á að það væri flokknum í óhag að takast á við svo stórt mál rétt fyrir næstu alþingiskosningar. Kristinn H. Gunnarsson tók undir orð Steingríms. "Það væri óðs manns æði að stefna okkur í þessa stöðu skömmu fyrir alþingiskosningar vitandi um mikla andstöðu í flokknum við aðild sem ekki mun hverfa við atkvæðagreiðslu verði hún samþykkt," sagði hann. Guðni Ágústsson varaformaður sagði að Evrópumálin hefðu verið langþyngsta deiluefnið en náðst hefði viðunandi lausn og mikil samstaða. "Við sýndum þá jafnvægislist sem við erum þekktir fyrir, að ná sameiginlegri niðurstöðu í mjög erfiðu máli," sagði hann. "Þetta þýðir einfaldlega það að Framsóknarflokknum, eins og stjórnvöldum í landinu, ber að halda vöku sinni og vinna í því að skoða stöðu Íslands í Evrópu, ég tala nú ekki um ef eitthvað gerist varðandi EES-samninginn," sagði Guðni.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira