Allt brann sem brunnið gat 27. febrúar 2005 00:01 Líðan okkar er eftir aðstæðum, mér og konunni hefur ekki komið dúr á auga eftir þetta," segir Hjálmar Diego Haðarson, heimilisfaðir að Rjúpufelli 22, sem horfði á heimili sitt brenna í fyrrakvöld. "Þetta átti að vera fyrsta nóttin okkar á nýja heimilinu þannig að þetta var eins ömurlegt og hugsast getur," segir Hjálmar, sem ætlaði að flytja inn ásamt konu sinni og tveimur börnum. Fjölskyldan hafði nýlega keypt raðhúsið og eytt drjúgum tíma í að gera það upp og var nýbúin að mála það allt að innan. Á laugardagskvöld var fjölskyldan úti að borða þegar hringt var í Hjálmar og honum sagt að kviknað væri í húsinu. Hann kom að húsinu í ljósum logum. Það eina af munum fjölskyldunnar sem bjargaðist var fjórir kassar sem átti eftir að fara með í húsið. Hjálmar segir of snemmt að segja hvað taki við. "Við tökum bara einn dag fyrir í einu og vitum ekki hvað tekur við." Fjölskyldan býr hjá aðstandendum um sinn. "Það var verulega heitt þarna og við áttum í erfiðleikum með að komast inn sökum hita. Það brenndist einn maður frá okkur lítillega þegar hann reyndi að komast inn," segir Höskuldur Einarsson, stöðvarstjóri slökkviliðsins. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður gekk vel að slökkva eldinn. "En íbúðin var mikið brennd og flestir innanstokksmunir brenndir," segir Höskuldur. Reykur barst í aðliggjandi íbúð og þurfti að reykræsta hana en Höskuldur segir að ekki hafi verið hætta á að eldurinn breiddist út í aðrar íbúðir. Að sögn lögreglu liggur ekki fyrir hver eldsupptökin voru en eldhúsið og stofan eru mjög mikið brunnin og engu líkara en sprenging hafi orðið þar inni. Nýbúið var að leggja rafmagn í húsið og horfa rannsakendur helst til þess að eldurinn hafi kviknað út frá rafmagni þó ekki sé hægt að slá neinu föstu að svo stöddu. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira
Líðan okkar er eftir aðstæðum, mér og konunni hefur ekki komið dúr á auga eftir þetta," segir Hjálmar Diego Haðarson, heimilisfaðir að Rjúpufelli 22, sem horfði á heimili sitt brenna í fyrrakvöld. "Þetta átti að vera fyrsta nóttin okkar á nýja heimilinu þannig að þetta var eins ömurlegt og hugsast getur," segir Hjálmar, sem ætlaði að flytja inn ásamt konu sinni og tveimur börnum. Fjölskyldan hafði nýlega keypt raðhúsið og eytt drjúgum tíma í að gera það upp og var nýbúin að mála það allt að innan. Á laugardagskvöld var fjölskyldan úti að borða þegar hringt var í Hjálmar og honum sagt að kviknað væri í húsinu. Hann kom að húsinu í ljósum logum. Það eina af munum fjölskyldunnar sem bjargaðist var fjórir kassar sem átti eftir að fara með í húsið. Hjálmar segir of snemmt að segja hvað taki við. "Við tökum bara einn dag fyrir í einu og vitum ekki hvað tekur við." Fjölskyldan býr hjá aðstandendum um sinn. "Það var verulega heitt þarna og við áttum í erfiðleikum með að komast inn sökum hita. Það brenndist einn maður frá okkur lítillega þegar hann reyndi að komast inn," segir Höskuldur Einarsson, stöðvarstjóri slökkviliðsins. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður gekk vel að slökkva eldinn. "En íbúðin var mikið brennd og flestir innanstokksmunir brenndir," segir Höskuldur. Reykur barst í aðliggjandi íbúð og þurfti að reykræsta hana en Höskuldur segir að ekki hafi verið hætta á að eldurinn breiddist út í aðrar íbúðir. Að sögn lögreglu liggur ekki fyrir hver eldsupptökin voru en eldhúsið og stofan eru mjög mikið brunnin og engu líkara en sprenging hafi orðið þar inni. Nýbúið var að leggja rafmagn í húsið og horfa rannsakendur helst til þess að eldurinn hafi kviknað út frá rafmagni þó ekki sé hægt að slá neinu föstu að svo stöddu.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira