Grunur um skattsvik á stöðunum 5. mars 2005 00:01 Skattrannsóknarstjóri gerði fyrirvaralausa húsleit hjá hátt í tuttugu vínveitingastöðum í gær og í fyrradag vegna rökstudds gruns um stórfelld skattsvik og aðra glæpi. Þetta er umfangsmesta aðgerð embættisins síðan húsleit var gerð hjá olíufélögunum. Um 30 manns tóku þátt í aðgerðunum, 20 starfsmenn skattrannsóknarstjóra og 10 lögreglumenn sem gættu öryggis og aðstoðuðu við haldlagningu gagna. Grunur leikur á fíkniefnadreifingu sums staðar, vændisstarfsemi jafnvel og stórfelldum skattsvikum. Skúli Eggert Þórðarson skattrannsóknarstjóri segir að embættið standi fyrir átaki gegn svartri atvinnustarfsemi og hafi að þessu sinni valið þá atvinnugrein sem talin er mikil áhættuatvinnugrein. Aðgerðirnar hafi snúist um það að kanna hvort duldar rekstartekjur væri að finna á stöðunum og hvort starfsmenn fengju dulin laun, en oft fari þetta saman í þessum bransa. Skattrannsóknarstjóri segir of snemmt að segja til um árangur aðgerðanna. Hann segir aðspurður ekki hægt að segja til um um hversu mikla fjármuni sé að ræða á þessu stigi málsins og reyndar sé óvíst hvort embættið muni gefa það upp. Nú verði farið yfir þau gögn sem hald hafi verið lagt á og unnið úr þeim en það muni taka nokkra mánuði. Aðspurður hvort svikin nemi tugum eða hundruðum milljóna króna segist Skúli ekkert geta sagt til um það. Fíkniefnalögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum. Spurður hvort staðfestur grunur sé á því að vændi og fíkniefnasala sé stunduð á einhverjum staðanna segir Skúli að hann vilji ekki tjá sig um það en hann segir þó að ef eitthvað slíkt komi í ljós verði því beint til hlutaðeigandi yfirvalda. Hann segir lögreglumennina sem tóku þátt í aðgerðunum hafa fyrst og fremst verið starfsmönnum skattrannsóknarstjóra til halds og trausts og til að tryggja að allt færi eðlilega fram. Þegar hann var inntur eftir því hvort starfsmönnunum hefði verið ógnað sagði Skúli að það hefði verið lítið um það, allt hefði gengið greiðlega fyrir sig og samkvæmt þeim áætlunum sem embættið hefði haft. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Ögurstund runnin upp í Karphúsinu „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Sjá meira
Skattrannsóknarstjóri gerði fyrirvaralausa húsleit hjá hátt í tuttugu vínveitingastöðum í gær og í fyrradag vegna rökstudds gruns um stórfelld skattsvik og aðra glæpi. Þetta er umfangsmesta aðgerð embættisins síðan húsleit var gerð hjá olíufélögunum. Um 30 manns tóku þátt í aðgerðunum, 20 starfsmenn skattrannsóknarstjóra og 10 lögreglumenn sem gættu öryggis og aðstoðuðu við haldlagningu gagna. Grunur leikur á fíkniefnadreifingu sums staðar, vændisstarfsemi jafnvel og stórfelldum skattsvikum. Skúli Eggert Þórðarson skattrannsóknarstjóri segir að embættið standi fyrir átaki gegn svartri atvinnustarfsemi og hafi að þessu sinni valið þá atvinnugrein sem talin er mikil áhættuatvinnugrein. Aðgerðirnar hafi snúist um það að kanna hvort duldar rekstartekjur væri að finna á stöðunum og hvort starfsmenn fengju dulin laun, en oft fari þetta saman í þessum bransa. Skattrannsóknarstjóri segir of snemmt að segja til um árangur aðgerðanna. Hann segir aðspurður ekki hægt að segja til um um hversu mikla fjármuni sé að ræða á þessu stigi málsins og reyndar sé óvíst hvort embættið muni gefa það upp. Nú verði farið yfir þau gögn sem hald hafi verið lagt á og unnið úr þeim en það muni taka nokkra mánuði. Aðspurður hvort svikin nemi tugum eða hundruðum milljóna króna segist Skúli ekkert geta sagt til um það. Fíkniefnalögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum. Spurður hvort staðfestur grunur sé á því að vændi og fíkniefnasala sé stunduð á einhverjum staðanna segir Skúli að hann vilji ekki tjá sig um það en hann segir þó að ef eitthvað slíkt komi í ljós verði því beint til hlutaðeigandi yfirvalda. Hann segir lögreglumennina sem tóku þátt í aðgerðunum hafa fyrst og fremst verið starfsmönnum skattrannsóknarstjóra til halds og trausts og til að tryggja að allt færi eðlilega fram. Þegar hann var inntur eftir því hvort starfsmönnunum hefði verið ógnað sagði Skúli að það hefði verið lítið um það, allt hefði gengið greiðlega fyrir sig og samkvæmt þeim áætlunum sem embættið hefði haft.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Ögurstund runnin upp í Karphúsinu „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Sjá meira