Stofnfé í SPRON verður stóraukið 7. mars 2005 00:01 Stofnfé Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) verður sjöfaldað ef heimild sem samþykkt var á aðalfundi í gær verður nýtt að fullu. Núverandi stofnfjáreigendur hafa forkaupsrétt á nýjum hlutum en samkvæmt lögum má ekki selja þá á yfirverði. Í viðskiptum með stofnfé í SPRON á markaði á síðustu mánuðum hefur stofnfé verið selt á allt að sjöföldu nafnverði. Með fjölgun stofnfjárhluta mun verð á stofnfé að líkindum lækka í samræmi við aukninguna. Verðið sem stofnfjáreigendur þurfa að greiða fyrir nýtt stofnfé verður samt sem áður langt undir markaðsvirði bréfanna. Stjórnin hefur heimild til að auka stofnfé allt að sjöfalt en ekki hefur verið ákveðið hvort eða hvenær heimildin verður nýtt til fulls. Sú heimild er hins vegar ekki háð tímamörkum og fellur því ekki úr gildi fyrr en hún er nýtt að fullu eða stofnfjáreigendafundur ákveður að breyta henni. SPRON hefur því ekki sömu möguleika og hlutafélagavædd fjármálafyrirtæki til að nýta sér til fullnustu áhuga fjárfesta á fyrirtækinu með því að gefa út nýtt hlutabréf á hærra gengi en nafnverði. Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri SPRON, segir að markmiðið með stofnfjáraukningunni sé að styrkja eiginfjárstöðu Sparisjóðsins. "Við erum einfaldlega að renna sterkari stoðum undir reksturinn," segir hann. Með því að styrkja eiginfjárstöðu SPRON getur fyrirtækið aukið útlán. Aðalfundur SPRON samþykkti einnig tillögu um 25,5 prósent arðgreiðslu og hækkun stofnfjár um fimm prósent. Þá var kynnt nýtt skipurit fyrirtækisins sem Guðmundur segir lið í framkvæmd hugmynda um aukin umsvif SPRON. Hann segir ekki tímabært að láta uppi hvert stefnan sé tekin. "Við erum að blása til sóknar," segir hann. Hagnaður SPRON hefur aldrei verið meiri en í fyrra en þá skilaði félagið tæplega 1,5 milljarða króna hagnaði. Útlán jukust um þriðjung og þarf SPRON að styrkja eiginfjárstöðu til að halda áfram vexti. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Sjá meira
Stofnfé Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) verður sjöfaldað ef heimild sem samþykkt var á aðalfundi í gær verður nýtt að fullu. Núverandi stofnfjáreigendur hafa forkaupsrétt á nýjum hlutum en samkvæmt lögum má ekki selja þá á yfirverði. Í viðskiptum með stofnfé í SPRON á markaði á síðustu mánuðum hefur stofnfé verið selt á allt að sjöföldu nafnverði. Með fjölgun stofnfjárhluta mun verð á stofnfé að líkindum lækka í samræmi við aukninguna. Verðið sem stofnfjáreigendur þurfa að greiða fyrir nýtt stofnfé verður samt sem áður langt undir markaðsvirði bréfanna. Stjórnin hefur heimild til að auka stofnfé allt að sjöfalt en ekki hefur verið ákveðið hvort eða hvenær heimildin verður nýtt til fulls. Sú heimild er hins vegar ekki háð tímamörkum og fellur því ekki úr gildi fyrr en hún er nýtt að fullu eða stofnfjáreigendafundur ákveður að breyta henni. SPRON hefur því ekki sömu möguleika og hlutafélagavædd fjármálafyrirtæki til að nýta sér til fullnustu áhuga fjárfesta á fyrirtækinu með því að gefa út nýtt hlutabréf á hærra gengi en nafnverði. Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri SPRON, segir að markmiðið með stofnfjáraukningunni sé að styrkja eiginfjárstöðu Sparisjóðsins. "Við erum einfaldlega að renna sterkari stoðum undir reksturinn," segir hann. Með því að styrkja eiginfjárstöðu SPRON getur fyrirtækið aukið útlán. Aðalfundur SPRON samþykkti einnig tillögu um 25,5 prósent arðgreiðslu og hækkun stofnfjár um fimm prósent. Þá var kynnt nýtt skipurit fyrirtækisins sem Guðmundur segir lið í framkvæmd hugmynda um aukin umsvif SPRON. Hann segir ekki tímabært að láta uppi hvert stefnan sé tekin. "Við erum að blása til sóknar," segir hann. Hagnaður SPRON hefur aldrei verið meiri en í fyrra en þá skilaði félagið tæplega 1,5 milljarða króna hagnaði. Útlán jukust um þriðjung og þarf SPRON að styrkja eiginfjárstöðu til að halda áfram vexti.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Sjá meira