Erlent

Heimila Kínverjum hernaðaraðgerðir

Kínverjar hafa kynnt til sögunnar lög sem heimila þeim hernaðaraðgerðir til að sporna við sjálfstæði Taívans, ef aðrar aðferðir þrjóta. Lögin verða formlega tekin fyrir í kínverska þinginu eftir viku og er einungis formsatriði að fá þau samþykkt. Kínverjar hafa ítrekað hótað því að grípa til hernaðar gegn Taívan, ætli þeir sér að sækjast eftir varanlegu sjálfstæði, og því eru lögin einungis staðfesting á þeirri stefnu. Í þeim er ekki tiltekið hvað nákvæmlega gæti orðið til þess að til hernaðar kæmi en þó fullyrt að einungis kæmi til slíkra aðgerða ef búið væri að reyna allt annað. Stjórnvöld í Taívan hafa þegar mótmælt lögunum og í gær söfnuðust tugþúsundir manna saman á götum úti í landinu til þess að mótmæla þeim.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×