Stjórnvöld eiga næsta leik 8. mars 2005 00:01 Stjórnvöld eiga næsta leik, vilji þau að matvælaverð lækki frekar á Íslandi. Þetta sagði Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, á aðalfundi Samtaka verslunar og þjónustu í dag. Forstjóri langstærsta verslunarfyrirtækis Íslands fjallaði um það í ræðu á aðalfundinum í dag hvað þyrfti að gerast til að matvælaverð lækkaði hérlendis. Þar sagði Jón Ásgeir að þegar talað sé um verðlag telji verslunarfyrirtækin að stjórnvöld eigi næsta leik. Og hann sagði landbúnaðarstefnuna Íslendingum mjög dýra. „Við verðum að taka tillit til þess að 70% af matarkörfunni eru íslenskar vörur og stór hluti af því er íslenskar landbúnaðarvörur. Þau höft sem eru í gangi á innflutningi landbúnaðarvara leiða til þess að samanburður í vöruverði á milli Íslands og nágrannaþjóða verður oft mjög óhagstæður,“ sagði Jón Ásgeir. Jón Ásgeir sagði að íslensk stjórnvöld hefðu það algerlega í sinni hendi að breyta þessu. Ennfremur taldi hann að einfalda þyrfti virðisaukaskattskerfið með því að koma á einni álagningarprósentu. Þá varaði hann við nýjum samkeppnislögum. Fyrst menn segi að þau eigi að vera til gagns þá kvaðst Jón Ásgeir ekki skilja hvers vegna sé verið að setja þrengri samkeppnislög en sést t.a.m. í nágrannalöndunum. „Það mun ekki verða til þess að fá erlendar verslunarkeðjur inn á markaðinn,“ sagði Jón Ásgeir. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Stjórnvöld eiga næsta leik, vilji þau að matvælaverð lækki frekar á Íslandi. Þetta sagði Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, á aðalfundi Samtaka verslunar og þjónustu í dag. Forstjóri langstærsta verslunarfyrirtækis Íslands fjallaði um það í ræðu á aðalfundinum í dag hvað þyrfti að gerast til að matvælaverð lækkaði hérlendis. Þar sagði Jón Ásgeir að þegar talað sé um verðlag telji verslunarfyrirtækin að stjórnvöld eigi næsta leik. Og hann sagði landbúnaðarstefnuna Íslendingum mjög dýra. „Við verðum að taka tillit til þess að 70% af matarkörfunni eru íslenskar vörur og stór hluti af því er íslenskar landbúnaðarvörur. Þau höft sem eru í gangi á innflutningi landbúnaðarvara leiða til þess að samanburður í vöruverði á milli Íslands og nágrannaþjóða verður oft mjög óhagstæður,“ sagði Jón Ásgeir. Jón Ásgeir sagði að íslensk stjórnvöld hefðu það algerlega í sinni hendi að breyta þessu. Ennfremur taldi hann að einfalda þyrfti virðisaukaskattskerfið með því að koma á einni álagningarprósentu. Þá varaði hann við nýjum samkeppnislögum. Fyrst menn segi að þau eigi að vera til gagns þá kvaðst Jón Ásgeir ekki skilja hvers vegna sé verið að setja þrengri samkeppnislög en sést t.a.m. í nágrannalöndunum. „Það mun ekki verða til þess að fá erlendar verslunarkeðjur inn á markaðinn,“ sagði Jón Ásgeir.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira