Innlent

Fréttastjóri líklega kynntur í dag

Markús Örn Antonsson, útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins, tilkynnir væntanlega um nýjan fréttastjóra Útvarps í dag. Auðun Georg Ólafsson fékk flest atkvæði í útvarpsráði en Bogi Ágústsson, yfirmaður fréttasviðs, hefur mælt með fimm manns og er Auðun ekki í þeim hópi. Blaðamannafélag Íslands tekur undir þá sjálfsögðu kröfu Félags fréttamanna á Ríkisútvarpinu að fagleg sjónarmið verði látin ráða þegar komi að ráðningu fréttastjóra á fréttastofu Útvarps. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Blaðamannafélaginu sem Róbert Marshall formaður ritar undir. Þar segir m.a. að það hljóti að vera eðlileg krafa að það séu ekki fulltrúar stjórnmálaflokka sem ráði því hver verði yfirmaður fréttastofu Útvarps sem sé ætlað það hlutverk að vera hlutlaus og vandaður fréttamiðill.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×