Innlent

Fréttamenn bíða viðbragða

Fréttamenn RÚV bíða viðbragða frá útvarpsstjóra og Auðuni Georg Ólafssyni nýráðnum fréttastjóra.
Fréttamenn RÚV bíða viðbragða frá útvarpsstjóra og Auðuni Georg Ólafssyni nýráðnum fréttastjóra.

Stjórn Félags fréttamanna fór fram á fund vegna fréttastjóramálsins með Markúsi Erni Antonssyni útvarpsstjóra í gærmorgun en síðdegis varð ljóst að ekkert yrði af þeim í gær, að sögn Jóns Gunnars Grjetarssonar formanns Félags fréttamanna á RÚV. 

Hann sagði fréttamenn bíða viðbragða frá honum og Auðuni Georg Ólafssyni nýráðnum fréttastjóra.

„Félagsmenn standa fast við ákvarðanir sínar og ályktanir sem sendar hafa verið útvarpsstjóra og Auðuni Georg Ólafssyni um að endurskoða afstöðu sína. Okkur hefur enn ekki borist formlegt svar,“ sagði Jón Gunnar.

„Meðan svo er stöndum við fast við samþykkt okkar um vantraust á útvarpsstjóra.“ 

Formaður Félags fréttamanna sagði enn fremur að margir veltu fyrir sér uppsögnum, en félagið myndi fremur letja menn til að gera slíkt. Spurður hvort fréttamenn gætu starfað með nýráðnum fréttastjóra eftir allt sem á undan væri gengið sagðist Jón Gunnar ekki sjá hvernig það samstarf gengi upp án átaka og „sérkennilegra vinnubragða“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×