Formaður eða ráðherra hindri leka 13. október 2005 18:54 Jón Sveinsson, formaður einkavæðingarnefndar, segir það hlutverk stjórnarformanns Landssímans eða fjármálaráðherra að tryggja að trúnaðarupplýsingar leki ekki út við sölu Landssímans. Einkavæðingarnefnd bregðist hins vegar við, geri aðrir það ekki. Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir innherjaklúður í uppsiglingu. Einkavæðingarnefnd amist ekki við því að forstjóri Landssímans sitji í stjórnum þeirra félaga sem séu talin líkleg til að kaupa. Lúðvík hefur kallað eftir utandagskrárumræðu um málið á Alþingi. Hann bendir á að þrátt fyrir verklagsreglur hafi verið settar fyrir nefndina gildi í raun engar reglur um hana og störf hennar þar sem í þeim sé að finna heimild til að víkja frá öllum reglum ef ráðherra eða nefndin óski þess. Lúðvík segir að hann og aðrir í efnahags- og viðskiptanefnd hafi reynt að fá upplýsingar um stöðu mála á sölu Símans, án árangurs. „Þess vegna er í sjálfu sér ekkert annað að gera en að ræða við forsætisráðherra um störf einkavæðinganefndar,“ segir Lúðvík. Lúðvík segir að það sé afar óheppilegt að það gildi ekki skýrar reglur um sölu ríkiseigna og himinhrópandi þegar stærsta einkavæðing sögunnar standi fyrir dyrum. Þess vegna hafi hann áhyggjur af því að ríkiseignir séu notaðar sem skiptimynt eða peð á pólitísku taflborði „helmingaskiptaflokkanna“. Einkavæðinganefnd hefur ekki séð ástæðu til þess að Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Landssímans, víki úr stjórnum Almenna lífeyrissjóðsins og Bakkavarar sem eru talin líkleg, eða félög þeim skyld, til að bjóða í Landssímann. Forvera hans, Þórarni Viðari Þórarinssyni, var hins vegar sagt að víkja úr stjórnum tveggja félaga vegna fyrirhugðarðar einkavæðingar á sínum tíma. Þegar Þórarinn vék einungis tímabundið varð það til þess að honum var gert að hætta. Lúðvík segir að ef þessi fyrirtæki bjóði í Símann sé innherjaklúður í uppsiglingu. „Það er allt annað að hafa rekstrarmann Símans innanborðs eða ekki. Nægt hefur verið klúðrið um sölu Símans, og nægilega umdeild er salan, svo ekki yrði á það bætandi að innherjaklúður bættist á allt sem á undan er gengið,“ segir þingmaðurinn. Jón Sveinsson, formaður einkavæðinganefndar, segir það hlutverk stjórnar eða stjórnarformanns Landssímans, eða fulltrúa eigenda sem væri fjármálaráðherra, að koma í veg fyrir hagsmunaárekstur milli eiganda og væntanlegra kaupenda. Einkavæðinganefnd hefði ekki gert samkomulagið við fyrrverandi forstjóra. Gangi það ekki eftir mun einkavæðinganefnd tryggja með öllum ráðum að upplýsingar um söluferlið leki ekki út til væntanlegra kaupenda frá starfsmönnum eða æðstu stjórnendum fyrirtækisins. Það gangi ekki upp. Það hljóti allir að sjá. Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Fleiri fréttir Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Sjá meira
Jón Sveinsson, formaður einkavæðingarnefndar, segir það hlutverk stjórnarformanns Landssímans eða fjármálaráðherra að tryggja að trúnaðarupplýsingar leki ekki út við sölu Landssímans. Einkavæðingarnefnd bregðist hins vegar við, geri aðrir það ekki. Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir innherjaklúður í uppsiglingu. Einkavæðingarnefnd amist ekki við því að forstjóri Landssímans sitji í stjórnum þeirra félaga sem séu talin líkleg til að kaupa. Lúðvík hefur kallað eftir utandagskrárumræðu um málið á Alþingi. Hann bendir á að þrátt fyrir verklagsreglur hafi verið settar fyrir nefndina gildi í raun engar reglur um hana og störf hennar þar sem í þeim sé að finna heimild til að víkja frá öllum reglum ef ráðherra eða nefndin óski þess. Lúðvík segir að hann og aðrir í efnahags- og viðskiptanefnd hafi reynt að fá upplýsingar um stöðu mála á sölu Símans, án árangurs. „Þess vegna er í sjálfu sér ekkert annað að gera en að ræða við forsætisráðherra um störf einkavæðinganefndar,“ segir Lúðvík. Lúðvík segir að það sé afar óheppilegt að það gildi ekki skýrar reglur um sölu ríkiseigna og himinhrópandi þegar stærsta einkavæðing sögunnar standi fyrir dyrum. Þess vegna hafi hann áhyggjur af því að ríkiseignir séu notaðar sem skiptimynt eða peð á pólitísku taflborði „helmingaskiptaflokkanna“. Einkavæðinganefnd hefur ekki séð ástæðu til þess að Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Landssímans, víki úr stjórnum Almenna lífeyrissjóðsins og Bakkavarar sem eru talin líkleg, eða félög þeim skyld, til að bjóða í Landssímann. Forvera hans, Þórarni Viðari Þórarinssyni, var hins vegar sagt að víkja úr stjórnum tveggja félaga vegna fyrirhugðarðar einkavæðingar á sínum tíma. Þegar Þórarinn vék einungis tímabundið varð það til þess að honum var gert að hætta. Lúðvík segir að ef þessi fyrirtæki bjóði í Símann sé innherjaklúður í uppsiglingu. „Það er allt annað að hafa rekstrarmann Símans innanborðs eða ekki. Nægt hefur verið klúðrið um sölu Símans, og nægilega umdeild er salan, svo ekki yrði á það bætandi að innherjaklúður bættist á allt sem á undan er gengið,“ segir þingmaðurinn. Jón Sveinsson, formaður einkavæðinganefndar, segir það hlutverk stjórnar eða stjórnarformanns Landssímans, eða fulltrúa eigenda sem væri fjármálaráðherra, að koma í veg fyrir hagsmunaárekstur milli eiganda og væntanlegra kaupenda. Einkavæðinganefnd hefði ekki gert samkomulagið við fyrrverandi forstjóra. Gangi það ekki eftir mun einkavæðinganefnd tryggja með öllum ráðum að upplýsingar um söluferlið leki ekki út til væntanlegra kaupenda frá starfsmönnum eða æðstu stjórnendum fyrirtækisins. Það gangi ekki upp. Það hljóti allir að sjá.
Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Fleiri fréttir Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Sjá meira