Formaður eða ráðherra hindri leka 13. október 2005 18:54 Jón Sveinsson, formaður einkavæðingarnefndar, segir það hlutverk stjórnarformanns Landssímans eða fjármálaráðherra að tryggja að trúnaðarupplýsingar leki ekki út við sölu Landssímans. Einkavæðingarnefnd bregðist hins vegar við, geri aðrir það ekki. Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir innherjaklúður í uppsiglingu. Einkavæðingarnefnd amist ekki við því að forstjóri Landssímans sitji í stjórnum þeirra félaga sem séu talin líkleg til að kaupa. Lúðvík hefur kallað eftir utandagskrárumræðu um málið á Alþingi. Hann bendir á að þrátt fyrir verklagsreglur hafi verið settar fyrir nefndina gildi í raun engar reglur um hana og störf hennar þar sem í þeim sé að finna heimild til að víkja frá öllum reglum ef ráðherra eða nefndin óski þess. Lúðvík segir að hann og aðrir í efnahags- og viðskiptanefnd hafi reynt að fá upplýsingar um stöðu mála á sölu Símans, án árangurs. „Þess vegna er í sjálfu sér ekkert annað að gera en að ræða við forsætisráðherra um störf einkavæðinganefndar,“ segir Lúðvík. Lúðvík segir að það sé afar óheppilegt að það gildi ekki skýrar reglur um sölu ríkiseigna og himinhrópandi þegar stærsta einkavæðing sögunnar standi fyrir dyrum. Þess vegna hafi hann áhyggjur af því að ríkiseignir séu notaðar sem skiptimynt eða peð á pólitísku taflborði „helmingaskiptaflokkanna“. Einkavæðinganefnd hefur ekki séð ástæðu til þess að Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Landssímans, víki úr stjórnum Almenna lífeyrissjóðsins og Bakkavarar sem eru talin líkleg, eða félög þeim skyld, til að bjóða í Landssímann. Forvera hans, Þórarni Viðari Þórarinssyni, var hins vegar sagt að víkja úr stjórnum tveggja félaga vegna fyrirhugðarðar einkavæðingar á sínum tíma. Þegar Þórarinn vék einungis tímabundið varð það til þess að honum var gert að hætta. Lúðvík segir að ef þessi fyrirtæki bjóði í Símann sé innherjaklúður í uppsiglingu. „Það er allt annað að hafa rekstrarmann Símans innanborðs eða ekki. Nægt hefur verið klúðrið um sölu Símans, og nægilega umdeild er salan, svo ekki yrði á það bætandi að innherjaklúður bættist á allt sem á undan er gengið,“ segir þingmaðurinn. Jón Sveinsson, formaður einkavæðinganefndar, segir það hlutverk stjórnar eða stjórnarformanns Landssímans, eða fulltrúa eigenda sem væri fjármálaráðherra, að koma í veg fyrir hagsmunaárekstur milli eiganda og væntanlegra kaupenda. Einkavæðinganefnd hefði ekki gert samkomulagið við fyrrverandi forstjóra. Gangi það ekki eftir mun einkavæðinganefnd tryggja með öllum ráðum að upplýsingar um söluferlið leki ekki út til væntanlegra kaupenda frá starfsmönnum eða æðstu stjórnendum fyrirtækisins. Það gangi ekki upp. Það hljóti allir að sjá. Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Jón Sveinsson, formaður einkavæðingarnefndar, segir það hlutverk stjórnarformanns Landssímans eða fjármálaráðherra að tryggja að trúnaðarupplýsingar leki ekki út við sölu Landssímans. Einkavæðingarnefnd bregðist hins vegar við, geri aðrir það ekki. Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir innherjaklúður í uppsiglingu. Einkavæðingarnefnd amist ekki við því að forstjóri Landssímans sitji í stjórnum þeirra félaga sem séu talin líkleg til að kaupa. Lúðvík hefur kallað eftir utandagskrárumræðu um málið á Alþingi. Hann bendir á að þrátt fyrir verklagsreglur hafi verið settar fyrir nefndina gildi í raun engar reglur um hana og störf hennar þar sem í þeim sé að finna heimild til að víkja frá öllum reglum ef ráðherra eða nefndin óski þess. Lúðvík segir að hann og aðrir í efnahags- og viðskiptanefnd hafi reynt að fá upplýsingar um stöðu mála á sölu Símans, án árangurs. „Þess vegna er í sjálfu sér ekkert annað að gera en að ræða við forsætisráðherra um störf einkavæðinganefndar,“ segir Lúðvík. Lúðvík segir að það sé afar óheppilegt að það gildi ekki skýrar reglur um sölu ríkiseigna og himinhrópandi þegar stærsta einkavæðing sögunnar standi fyrir dyrum. Þess vegna hafi hann áhyggjur af því að ríkiseignir séu notaðar sem skiptimynt eða peð á pólitísku taflborði „helmingaskiptaflokkanna“. Einkavæðinganefnd hefur ekki séð ástæðu til þess að Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Landssímans, víki úr stjórnum Almenna lífeyrissjóðsins og Bakkavarar sem eru talin líkleg, eða félög þeim skyld, til að bjóða í Landssímann. Forvera hans, Þórarni Viðari Þórarinssyni, var hins vegar sagt að víkja úr stjórnum tveggja félaga vegna fyrirhugðarðar einkavæðingar á sínum tíma. Þegar Þórarinn vék einungis tímabundið varð það til þess að honum var gert að hætta. Lúðvík segir að ef þessi fyrirtæki bjóði í Símann sé innherjaklúður í uppsiglingu. „Það er allt annað að hafa rekstrarmann Símans innanborðs eða ekki. Nægt hefur verið klúðrið um sölu Símans, og nægilega umdeild er salan, svo ekki yrði á það bætandi að innherjaklúður bættist á allt sem á undan er gengið,“ segir þingmaðurinn. Jón Sveinsson, formaður einkavæðinganefndar, segir það hlutverk stjórnar eða stjórnarformanns Landssímans, eða fulltrúa eigenda sem væri fjármálaráðherra, að koma í veg fyrir hagsmunaárekstur milli eiganda og væntanlegra kaupenda. Einkavæðinganefnd hefði ekki gert samkomulagið við fyrrverandi forstjóra. Gangi það ekki eftir mun einkavæðinganefnd tryggja með öllum ráðum að upplýsingar um söluferlið leki ekki út til væntanlegra kaupenda frá starfsmönnum eða æðstu stjórnendum fyrirtækisins. Það gangi ekki upp. Það hljóti allir að sjá.
Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira