Brynjólfur segir sig úr stjórnunum 13. mars 2005 00:01 Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, hefur sagt sig úr stjórnum Bakkavarar, Almenna lífeyrissjóðsins og Sindra hf. Hann segist, í tilkynningu sem hann sendi frá sér fyrir stundu, gera þetta með heildarhagsmuni Símans í huga og til þess að söluferli fyrirtækisins verði hafið yfir allan vafa. Jón Sveinsson, formaður einkavæðinganefndar, sagði við Stöð 2 í gær að það væri stjórnar fyrirtækisins, stjórnarformanns eða fjármálaráðherra að tryggja að hagsmunir rækjust ekki á og trúnaðarupplýsingar lækju út. Gengi það ekki eftir myndi einkavæðinganefnd tryggja það með öllum ráðum. Í tilkynningu Brynjólfs segir orðrétt: Vegna fréttaflutnings Stöðvar 2 dagana 8. 9. og 12. mars síðastliðinn og vegna annarra umræðna tel ég rétt að gefa frá mér eftirfarandi yfirlýsingu:Ég er formaður stjórnar Almenna Lífeyrissjóðsins og varaformaður í stjórn Bakkavarar. Auk þess á ég sæti í stjórn Icelandic USA, Sindra hf og Farice ehf. Stjórn Símans hefur verið kunnugt um stjórnarsetu mína í öllum þessum félögum og er þeim samþykk. Allar upplýsingar varðandi stjórnarsetu af minni hálfu hafa legið ljósar fyrir allan þann tíma er ég hef setið við stjórnvölinn hjá Símanum.Sem kunnugt er stendur nú yfir, öðru sinni, undirbúningur að sölu ríkisins á hlut sínum í Símanum. Ólíkt því sem átti við í fyrri einkavæðingaráformum er Síminn nú skráður í Kauphöll Íslands og vinnur fyrirtækið því nú eftir reglum sem gilda á verðbréfamarkaði, þ.m.t. reglum um stjórnarhætti og meðferð innherjaupplýsinga. Annað sem greinir þessi tvö ferli að er að stjórnendur Símans tóku virkan þátt í söluferlinu fyrir fjórum árum, en ekki nú.Sala ríkisins á hlutabréfum í Símanum er alfarið í höndum Framkvæmdanefndar um einkavæðingu. Hið alþjóðlega fjármálafyrirtæki Morgan Stanley veitir nefndinni faglega ráðgjöf og aðra þjónustu í tengslum við undirbúning sölunnar. Á þessu stigi hafa stjórnvöld enn ekki upplýst með hvaða hætti staðið verði að sölu fyrirtækisins. Eins er algerlega óljóst hvaða fjárfestar munu verða til þess að bjóða í Símann.Því tel ég enga þá stöðu eða hagsmunaárekstra vera fyrir hendi sem gefatilefni til þess að ég víki úr stjórnum þeirra fyrirtækja sem ég á sæti í, að minnsta kosti ekki á þessari stundu. Í umræðunni hefur verið haldið á lofti að þess hafi verið óskað að forveri minn í forstjórastól Símans, Þórarinn Viðar Þórarinsson, segði sig úr stjórn lífeyrissjóðsins Framsýnar og Þróunarfélagsins vegna þáverandi einkavæðingaráforma. Athygli skal vakin á því að Þórarinn sagði sig úr stjórnum þessara félaga 8. október 2001, eða mánuði eftir að ríkisstjórnin samþykkti tillögu Framkvæmdanefndar um einkavæðingu um sölufyrirkomulag á fyrirtækinu. Af þessu, sem og öllu ofangreindu,má vera ljóst að ekki er um sambærileg mál að ræða.Allt frá því að ég hóf störf sem forstjóri Símans hef ég lagt áherslu á það að skapa ró um starfsemi félagsins og vinna af einurð og heiðarleika að stjórnun þess. Góð sala á fyrirtækinu er mér meira virði en sú sannfæring mín að á þessum tímapunkti sé ekki um hagsmunaárekstra að ræða vegna mögulegs áhuga félaga sem ég tengist. Af þeim sökum hef ég tekið þá ákvörðun að segja mig úr stjórnum Bakkavarar, Almenna lífeyrissjósins og Sindra hf. Geri ég þetta með heildarhagsmuni Símans í huga og til þess að söluferli fyrirtækisins verði hafið yfirallan vafa.Með vinsemd og virðinguBrynjólfur Bjarnason,forstjóri Símans Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira
Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, hefur sagt sig úr stjórnum Bakkavarar, Almenna lífeyrissjóðsins og Sindra hf. Hann segist, í tilkynningu sem hann sendi frá sér fyrir stundu, gera þetta með heildarhagsmuni Símans í huga og til þess að söluferli fyrirtækisins verði hafið yfir allan vafa. Jón Sveinsson, formaður einkavæðinganefndar, sagði við Stöð 2 í gær að það væri stjórnar fyrirtækisins, stjórnarformanns eða fjármálaráðherra að tryggja að hagsmunir rækjust ekki á og trúnaðarupplýsingar lækju út. Gengi það ekki eftir myndi einkavæðinganefnd tryggja það með öllum ráðum. Í tilkynningu Brynjólfs segir orðrétt: Vegna fréttaflutnings Stöðvar 2 dagana 8. 9. og 12. mars síðastliðinn og vegna annarra umræðna tel ég rétt að gefa frá mér eftirfarandi yfirlýsingu:Ég er formaður stjórnar Almenna Lífeyrissjóðsins og varaformaður í stjórn Bakkavarar. Auk þess á ég sæti í stjórn Icelandic USA, Sindra hf og Farice ehf. Stjórn Símans hefur verið kunnugt um stjórnarsetu mína í öllum þessum félögum og er þeim samþykk. Allar upplýsingar varðandi stjórnarsetu af minni hálfu hafa legið ljósar fyrir allan þann tíma er ég hef setið við stjórnvölinn hjá Símanum.Sem kunnugt er stendur nú yfir, öðru sinni, undirbúningur að sölu ríkisins á hlut sínum í Símanum. Ólíkt því sem átti við í fyrri einkavæðingaráformum er Síminn nú skráður í Kauphöll Íslands og vinnur fyrirtækið því nú eftir reglum sem gilda á verðbréfamarkaði, þ.m.t. reglum um stjórnarhætti og meðferð innherjaupplýsinga. Annað sem greinir þessi tvö ferli að er að stjórnendur Símans tóku virkan þátt í söluferlinu fyrir fjórum árum, en ekki nú.Sala ríkisins á hlutabréfum í Símanum er alfarið í höndum Framkvæmdanefndar um einkavæðingu. Hið alþjóðlega fjármálafyrirtæki Morgan Stanley veitir nefndinni faglega ráðgjöf og aðra þjónustu í tengslum við undirbúning sölunnar. Á þessu stigi hafa stjórnvöld enn ekki upplýst með hvaða hætti staðið verði að sölu fyrirtækisins. Eins er algerlega óljóst hvaða fjárfestar munu verða til þess að bjóða í Símann.Því tel ég enga þá stöðu eða hagsmunaárekstra vera fyrir hendi sem gefatilefni til þess að ég víki úr stjórnum þeirra fyrirtækja sem ég á sæti í, að minnsta kosti ekki á þessari stundu. Í umræðunni hefur verið haldið á lofti að þess hafi verið óskað að forveri minn í forstjórastól Símans, Þórarinn Viðar Þórarinsson, segði sig úr stjórn lífeyrissjóðsins Framsýnar og Þróunarfélagsins vegna þáverandi einkavæðingaráforma. Athygli skal vakin á því að Þórarinn sagði sig úr stjórnum þessara félaga 8. október 2001, eða mánuði eftir að ríkisstjórnin samþykkti tillögu Framkvæmdanefndar um einkavæðingu um sölufyrirkomulag á fyrirtækinu. Af þessu, sem og öllu ofangreindu,má vera ljóst að ekki er um sambærileg mál að ræða.Allt frá því að ég hóf störf sem forstjóri Símans hef ég lagt áherslu á það að skapa ró um starfsemi félagsins og vinna af einurð og heiðarleika að stjórnun þess. Góð sala á fyrirtækinu er mér meira virði en sú sannfæring mín að á þessum tímapunkti sé ekki um hagsmunaárekstra að ræða vegna mögulegs áhuga félaga sem ég tengist. Af þeim sökum hef ég tekið þá ákvörðun að segja mig úr stjórnum Bakkavarar, Almenna lífeyrissjósins og Sindra hf. Geri ég þetta með heildarhagsmuni Símans í huga og til þess að söluferli fyrirtækisins verði hafið yfirallan vafa.Með vinsemd og virðinguBrynjólfur Bjarnason,forstjóri Símans
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira