Innlent

Ræðir við Markús um ráðningu

Fundur hófst klukkan tíu hjá þeim Jóni Gunnari Grjetarssyni, formanni Félags fréttamanna, og Markúsi Erni Antonssyni útvarpsstjóra vegna ráðningar Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps. Jón Gunnar sagði í samtali við fréttastofu Bylgjunnar rétt fyrir klukkan tíu að á fundinum yrði hnykkt á þeim kröfum sem fram koma í ályktunum fréttamanna í kjölfar ráðningar Auðuns Georgs. Félag fréttamanna hefur lýst yfir vantrausti á Markús Örn og skorað á hann að endurskoða afstöðu sína. Starfsmannasamtök Ríkisútvarpsins hafa einnig skorað á útvarpsstjóra að endurskoða ákvörðun sína og segir Jón Gunnar að á fundinum ferði leitað svara við því hvort Markús hyggist verða við þessum tilmælum. Í kvöld hefur verið boðaður félagsfundur í Félagi fréttamanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×