Óvíst með samruna félaganna 14. mars 2005 00:01 Pálmi Haraldsson, annar tveggja aðaleigenda lágfargjaldaflugfélagsins Iceland Express, segir að viðræður um kaup á norræna flugfélaginu Sterling hafi staðið yfir síðan á síðari hluta síðasta árs. Hann vill ekki tjá sig um hvort stefnt sé að samruna félaganna og segir uppsagnir ekki á döfinni til að hagræða í rekstri þeirra. Það eru Pálmi Haraldsson og Jóhannes Kristinsson, tveir aðaleigendur Iceland Express, sem keyptu Sterling. Sterling er skráð norskt fyrirtæki, en það var upphaflega stofnað af Eilíf Krogager sem á sínum tíma stofnaði ferðaskrifstofuna Tjæreborg og kom Dönum og reyndar mörgum Íslendingum upp á bragðið með að flatmaga á spönskum sólarströndum um miðja síðustu öld. Sterling flutti á síðasta ári tæpar tvær milljónir farþega, en til samanburðar má geta þess að heildarfarþegafjöldi Icelandair í fyrra var um 1,3 milljónir. Pálmi Haraldsson staðfesti að kaupverðið hefði verið tæpir fimm milljarðar íslenskra króna, en fréttastofa Bylgjunnar náði tali af honum rétt í þann mund sem hann kom í höfuðstöðvar Sterling í morgun í Kaupmannahöfn. Aðspurður hvað hafi valdið því að ráðist hafi verið í kaup á flugfélaginu segir Pálmi að kaupendurnir hafi séð ákveðin tækifæri í félaginu og þeir telji sig vera að gera mjög góð kaup. Um sé að ræða stórt fyrirtæki og þekkt vörumerki í Skandinavíu. Það hafi starfað lengi og sé það sem kaupendurnir hafi verið að leita að í langan tíma. Pálmi segir að viðræður við eigendur félagsins um kaup á því hafi hafist seinni hluta síðasta árs og þeir hafi staðið í ströngu í viðræðum í marga mánuði. Niðurstaðan hafi orðið sú að hann og Jóhannes hafi keypt félagið á laugardaginn. Pálmi vill ekki tjá sig um það á þessari stundu hvort til standi að sameina Sterling og Iceland Express en segist aðspurður ekki eiga von á því að til uppsagna komi hjá flugfélögunum tveimur vegna hagræðingar. Spurður hvað íslenskir neytendur græði á þessu segir Pálmi að það sé alveg ljóst að ef fólk fari inn á heimasíðu Sterling og skoði tilboð þar og ferðist með Iceland Express þá finnist margir möguleikar. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Pálmi Haraldsson, annar tveggja aðaleigenda lágfargjaldaflugfélagsins Iceland Express, segir að viðræður um kaup á norræna flugfélaginu Sterling hafi staðið yfir síðan á síðari hluta síðasta árs. Hann vill ekki tjá sig um hvort stefnt sé að samruna félaganna og segir uppsagnir ekki á döfinni til að hagræða í rekstri þeirra. Það eru Pálmi Haraldsson og Jóhannes Kristinsson, tveir aðaleigendur Iceland Express, sem keyptu Sterling. Sterling er skráð norskt fyrirtæki, en það var upphaflega stofnað af Eilíf Krogager sem á sínum tíma stofnaði ferðaskrifstofuna Tjæreborg og kom Dönum og reyndar mörgum Íslendingum upp á bragðið með að flatmaga á spönskum sólarströndum um miðja síðustu öld. Sterling flutti á síðasta ári tæpar tvær milljónir farþega, en til samanburðar má geta þess að heildarfarþegafjöldi Icelandair í fyrra var um 1,3 milljónir. Pálmi Haraldsson staðfesti að kaupverðið hefði verið tæpir fimm milljarðar íslenskra króna, en fréttastofa Bylgjunnar náði tali af honum rétt í þann mund sem hann kom í höfuðstöðvar Sterling í morgun í Kaupmannahöfn. Aðspurður hvað hafi valdið því að ráðist hafi verið í kaup á flugfélaginu segir Pálmi að kaupendurnir hafi séð ákveðin tækifæri í félaginu og þeir telji sig vera að gera mjög góð kaup. Um sé að ræða stórt fyrirtæki og þekkt vörumerki í Skandinavíu. Það hafi starfað lengi og sé það sem kaupendurnir hafi verið að leita að í langan tíma. Pálmi segir að viðræður við eigendur félagsins um kaup á því hafi hafist seinni hluta síðasta árs og þeir hafi staðið í ströngu í viðræðum í marga mánuði. Niðurstaðan hafi orðið sú að hann og Jóhannes hafi keypt félagið á laugardaginn. Pálmi vill ekki tjá sig um það á þessari stundu hvort til standi að sameina Sterling og Iceland Express en segist aðspurður ekki eiga von á því að til uppsagna komi hjá flugfélögunum tveimur vegna hagræðingar. Spurður hvað íslenskir neytendur græði á þessu segir Pálmi að það sé alveg ljóst að ef fólk fari inn á heimasíðu Sterling og skoði tilboð þar og ferðist með Iceland Express þá finnist margir möguleikar.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira