Innlent

Fundaði með norrænum starfsbræðum

Davíð Oddsson utanríkisráðherra sat í dag fund utanríkisráðherra hinna norrænu ríkja í Kaupmannahöfn. Á fundinum fjölluðu ráðherrarnir m.a. um framtíð Atlantshafstengslanna, náttúruhamfarirnar í Suðaustur-Asíu í desember síðastliðnum og viðbrögð við þeim, stöðu mála í Miðausturlöndum, Írak, Íran og hina svonefndu norðlægu vídd Evrópusambandins eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Samvinna og samráð utanríkisráðherra hinna norrænu ríkja fer ekki fram innan Norrænu ráðherranefndarinnar, en ráðherrarnir halda að jafnaði fund tvisvar á ári undir stjórn þess lands sem gegnir formennsku í norrænu ráðherranefndinni. Danir tóku við formennskunni af Íslendingum um síðustu áramót.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×