Milljarðar svart hjá veitingahúsum 15. mars 2005 00:01 Veltan í neðanjarðarhagkerfi veitingageirans nemur milljörðum króna og er tap samfélagsins því gífurlegt. Þetta er tilfinning Níels Sigurðar Valgeirssonar, formanns Matvís, sem segir að þetta hafi lengi verið gríðarlegt vandamál, ekkert síður hér á landi en á hinum norðurlöndunum. Hann telur að 60-70 prósent starfsmanna á veitingastöðunum við Laugaveginn hafi ekki tilskilin leyfi eða séu á skrá. Fólk, sem komi hingað til lands sem ættingjar þeirra sem fyrir eru eða ferðamenn, hjálpi til við uppvask og fleiri ófaglærð störf á veitingastöðunum. Þá segir Níels að mikið sé um að Íslendingar vinni svart. "Ég sé og veit að mínir félagar fá ekki vinnu ef á að gefa alla vinnu upp. En það þarf tvo til í öllum tilvikum. Ég sé í gegnum félagsgjöldin að það eru margir á lágmarkstaxtanum en það er langur vegur frá að það sé raunin. Í þessum geira vinna menn mikið og lítið sem ekkert gefið upp af þessari vinnu," segir hann. Matvís ætlar í átak gegn ólöglegum vinnukrafti og svartri atvinnustarfsemi og hefur óskað eftir samstarfi við Eflingu og Samtök ferðaþjónustunnar. Níels segir að þetta sé sameiginlegt vandamál og margir sem vinna á veitingastöðunum, til dæmis við uppvask, sem þyrftu atvinnuleyfi og ættu að vera í Eflingu. "Við höfum beðið um fund til að fara yfir það hvað við getum gert. Stór hluti af starfseminni fer fram neðanjarðar og er því ekki uppi á borðinu. Við höfum annað slagið fengið lista yfir fólk sem er grunað um að vinna svart en það er lokað alls staðar á upplýsingastreymi á milli þannig að við höfum ekki getað fengið upplýsingar, til dæmis frá skattinum," segir hann. Á næstunni verður stefnan mótuð, kortlagt hvað hægt er að gera og ákveðið hvað verður gert. Til greina kemur að ráða mann í eftirlit með veitingastöðunum en helst vill Níels komast hjá því. Best væri að fara í markaðssetningu og sjá svo á tölunum að mikið hafi áunnist. Innlent Viðskipti Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Sjá meira
Veltan í neðanjarðarhagkerfi veitingageirans nemur milljörðum króna og er tap samfélagsins því gífurlegt. Þetta er tilfinning Níels Sigurðar Valgeirssonar, formanns Matvís, sem segir að þetta hafi lengi verið gríðarlegt vandamál, ekkert síður hér á landi en á hinum norðurlöndunum. Hann telur að 60-70 prósent starfsmanna á veitingastöðunum við Laugaveginn hafi ekki tilskilin leyfi eða séu á skrá. Fólk, sem komi hingað til lands sem ættingjar þeirra sem fyrir eru eða ferðamenn, hjálpi til við uppvask og fleiri ófaglærð störf á veitingastöðunum. Þá segir Níels að mikið sé um að Íslendingar vinni svart. "Ég sé og veit að mínir félagar fá ekki vinnu ef á að gefa alla vinnu upp. En það þarf tvo til í öllum tilvikum. Ég sé í gegnum félagsgjöldin að það eru margir á lágmarkstaxtanum en það er langur vegur frá að það sé raunin. Í þessum geira vinna menn mikið og lítið sem ekkert gefið upp af þessari vinnu," segir hann. Matvís ætlar í átak gegn ólöglegum vinnukrafti og svartri atvinnustarfsemi og hefur óskað eftir samstarfi við Eflingu og Samtök ferðaþjónustunnar. Níels segir að þetta sé sameiginlegt vandamál og margir sem vinna á veitingastöðunum, til dæmis við uppvask, sem þyrftu atvinnuleyfi og ættu að vera í Eflingu. "Við höfum beðið um fund til að fara yfir það hvað við getum gert. Stór hluti af starfseminni fer fram neðanjarðar og er því ekki uppi á borðinu. Við höfum annað slagið fengið lista yfir fólk sem er grunað um að vinna svart en það er lokað alls staðar á upplýsingastreymi á milli þannig að við höfum ekki getað fengið upplýsingar, til dæmis frá skattinum," segir hann. Á næstunni verður stefnan mótuð, kortlagt hvað hægt er að gera og ákveðið hvað verður gert. Til greina kemur að ráða mann í eftirlit með veitingastöðunum en helst vill Níels komast hjá því. Best væri að fara í markaðssetningu og sjá svo á tölunum að mikið hafi áunnist.
Innlent Viðskipti Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Sjá meira