Auðun hafði engin mannaforráð 15. mars 2005 00:01 "Auðun Georg hefur meiri reynslu almennt séð í rekstrarmálum heldur en nokkur annar af umsækjendum," sagði Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri í Kastljóssviðtali í fyrrakvöld. Heimildir Fréttablaðsins innan Marel segja að starf Auðuns Georgs fyrir Marel í Asíu var í því fólgið að samræma starfsemi umboðsfyrirtækja Marel í Suðaustur-Asíu. Eina söluskrifstofa Marel í Suðaustur-Asíu er í Taílandi en annars hefur fyrirtækið umboðsfyrirtæki á sínum vegum á svæðinu. Auðun Georg hafði umsjón með sölustarfi umboðsfyrirtækjanna og var staðsettur hér á Íslandi. Hann fór ekki með nein bein mannaforráð heldur hafði samskipti við umboðsmenn og sjálfstæð fyrirtæki. Auðun Georg fór ekki með rekstur fyrirtækisins í Suðaustur-Asíu, þótt hann hafi haft milligöngu um samningagerð. Meirihluti útvarpsráðs lagði mikið upp úr því að fréttastjóri Ríkisútvarpsins hefði reynslu af rekstri, samkvæmt því sem fram kom í máli Markúsar Arnar. "Auðun Georg hefur verið forstöðumaður eins framsæknasta fyrirtækis á Íslandi sem hefur verið að sækja fram á erlendum mörkuðum og alþjóðasviðinu. Hann hefur verið starfandi sem markaðsstjóri fyrir Marel í fjarlægari Austurlöndum og ég tel það nú að það sé viðbót í þekkingarbrunninn hérna inni í Ríkisútvarpinu [...]. Útvarpsráðið hefur lagt höfuðáherslu á það, vegna fjárhagslegrar útkomu fréttastofu Útvarpsins að undanförnu, þar sem árvisst hefur verið farið fram úr áætlunum, að það verði að fá þarna til forystu mann sem að getur tekið á þessu rekstrarlega dæmi," sagði Markús Örn. "Auðun Georg hefur verið að stýra þessari starfsemi fyrir þetta stóra fyrirtæki sem er orðið alþjóðlegt fyrirtæki og hefur verið að sækja út á erlendum mörkuðum, fyrir nátttúrlega hönd forystu þess," sagði Markús Örn jafnframt. Þegar Markús Örn var spurður hvort hann teldi Auðun Georg vera með meiri rekstrarreynslu heldur en til dæmis Jóhann Hauksson, sem hefur stýrt Rás 2 með um 180 milljónir í veltu og 40-50 manns undir sinni stjórn, sagðist hann ekki efast um það. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist ekki í Auðun Georg í gær. Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
"Auðun Georg hefur meiri reynslu almennt séð í rekstrarmálum heldur en nokkur annar af umsækjendum," sagði Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri í Kastljóssviðtali í fyrrakvöld. Heimildir Fréttablaðsins innan Marel segja að starf Auðuns Georgs fyrir Marel í Asíu var í því fólgið að samræma starfsemi umboðsfyrirtækja Marel í Suðaustur-Asíu. Eina söluskrifstofa Marel í Suðaustur-Asíu er í Taílandi en annars hefur fyrirtækið umboðsfyrirtæki á sínum vegum á svæðinu. Auðun Georg hafði umsjón með sölustarfi umboðsfyrirtækjanna og var staðsettur hér á Íslandi. Hann fór ekki með nein bein mannaforráð heldur hafði samskipti við umboðsmenn og sjálfstæð fyrirtæki. Auðun Georg fór ekki með rekstur fyrirtækisins í Suðaustur-Asíu, þótt hann hafi haft milligöngu um samningagerð. Meirihluti útvarpsráðs lagði mikið upp úr því að fréttastjóri Ríkisútvarpsins hefði reynslu af rekstri, samkvæmt því sem fram kom í máli Markúsar Arnar. "Auðun Georg hefur verið forstöðumaður eins framsæknasta fyrirtækis á Íslandi sem hefur verið að sækja fram á erlendum mörkuðum og alþjóðasviðinu. Hann hefur verið starfandi sem markaðsstjóri fyrir Marel í fjarlægari Austurlöndum og ég tel það nú að það sé viðbót í þekkingarbrunninn hérna inni í Ríkisútvarpinu [...]. Útvarpsráðið hefur lagt höfuðáherslu á það, vegna fjárhagslegrar útkomu fréttastofu Útvarpsins að undanförnu, þar sem árvisst hefur verið farið fram úr áætlunum, að það verði að fá þarna til forystu mann sem að getur tekið á þessu rekstrarlega dæmi," sagði Markús Örn. "Auðun Georg hefur verið að stýra þessari starfsemi fyrir þetta stóra fyrirtæki sem er orðið alþjóðlegt fyrirtæki og hefur verið að sækja út á erlendum mörkuðum, fyrir nátttúrlega hönd forystu þess," sagði Markús Örn jafnframt. Þegar Markús Örn var spurður hvort hann teldi Auðun Georg vera með meiri rekstrarreynslu heldur en til dæmis Jóhann Hauksson, sem hefur stýrt Rás 2 með um 180 milljónir í veltu og 40-50 manns undir sinni stjórn, sagðist hann ekki efast um það. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist ekki í Auðun Georg í gær.
Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira