Erlent

Enginn árangur af þingfundinum

Fyrsta þingfundi írakska þjóðþingsins lauk nú fyrir skömmu, án þess að endanleg sátt hafi náðst um skipan nýrrar ríkisstjórnar í landinu. Kúrdar og sjítar, sem hlutu yfirgnæfandi meirihluta í nýafstöðnum kosningum, hafa náð saman um stærstu embættin. Sjítar fá forsætisráðuneytið en forsetinn kemur úr röðum Kúrda. Þá hefur einnig náðst samkomulag um að talsmaður þingsins komi úr herbúðum súnníta. Hins vegar hefur ekki náðst sátt um endanlega skiptingu allra ráðuneyta og einkum er deilt um yfirráð yfir héraðinu Kirkuk í norðurhluta landsins. Héraðið er mjög auðugt af olíu og því vilja sjítar ekki gefa það eftir. Meirihluti íbúanna í héraðinu er hins vegar Kúrdar og því telja þeir sig eiga tilkall til svæðisins. Stjórnmálaskýrendur eru á einu máli um að báðir aðilar verði að gefa eftir, eigi að vera hægt að hefjast handa við brýn verkefni á þinginu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×