Refsing þyngd í Skeljungsráninu 21. mars 2005 00:01 Hæstiréttur þyngdi í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni sem var sakfelldur fyrir að standa fyrir Skeljungsráninu svokallaða árið 1995. Maðurinn áfrýjaði dómi undirréttar og bar fyrir sig að framburður vitna í málinu hefði verið ómarktækur. Dómurinn komst að þveröfugri niðurstöðu og þyngdi refsivist mannsins um sex mánuði. Maðurinn þarf að afplána tveggja og hálfs árs fangelsisdóm. Maðurinn var fundinn sekur fyrir héraðsdómi um að hafa árið 1995 við annan mann ráðist á og rænt tvo starfsmenn olíufélagsins Skeljungs sem voru á leið í banka að leggja inn fjármuni í eigu fyrirtækisins. Mennirnir flýðu í bíl þriðja mannsins með tæplega sex milljóna króna ránsfeng. Fyrir héraðsdómi neitaði maðurinn sök þrátt fyrir að hafa tvívegis áður játað sök við yfirheyrslur lögreglu. Sagðist hann hafa gefið skýrslu í bæði skiptin af ótta við varðhald en dómurinn tók skýringar mannsins ekki gildar. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að ekkert sem fram hefði komið rýrði sönnunargildi játningar mannsins nema síður væri og bætti þess vegna sex mánuðum við tveggja ára fangelsisdóm héraðsdóms. Þótti sannað fyrir Hæstarétti eins og í héraði að glæpur mannsins hefði verið þaulskipulagður og ránið að öllu leyti ófyrirleitið auk þess sem gjörningsmennirnir hefðu beitt annað fórnarlambið ofbeldi. Átti maðurinn sér því engar málsbætur að mati Hæstaréttar enda áður hlotið fjórum sinnum dóma vegna fíkniefnabrota og var dómurinn því þyngdur um sex mánuði. Enn fremur var manninum gert að greiða kröfu Sjóvár-Almennra um skaðabætur að upphæð tæplega sex milljónir króna. Hæstiréttur gerði athugasemdir við að felldur var niður stór hluti málsgagna án samráðs við verjendur mannsins enda slíkt andstætt lögum. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Hæstiréttur þyngdi í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni sem var sakfelldur fyrir að standa fyrir Skeljungsráninu svokallaða árið 1995. Maðurinn áfrýjaði dómi undirréttar og bar fyrir sig að framburður vitna í málinu hefði verið ómarktækur. Dómurinn komst að þveröfugri niðurstöðu og þyngdi refsivist mannsins um sex mánuði. Maðurinn þarf að afplána tveggja og hálfs árs fangelsisdóm. Maðurinn var fundinn sekur fyrir héraðsdómi um að hafa árið 1995 við annan mann ráðist á og rænt tvo starfsmenn olíufélagsins Skeljungs sem voru á leið í banka að leggja inn fjármuni í eigu fyrirtækisins. Mennirnir flýðu í bíl þriðja mannsins með tæplega sex milljóna króna ránsfeng. Fyrir héraðsdómi neitaði maðurinn sök þrátt fyrir að hafa tvívegis áður játað sök við yfirheyrslur lögreglu. Sagðist hann hafa gefið skýrslu í bæði skiptin af ótta við varðhald en dómurinn tók skýringar mannsins ekki gildar. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að ekkert sem fram hefði komið rýrði sönnunargildi játningar mannsins nema síður væri og bætti þess vegna sex mánuðum við tveggja ára fangelsisdóm héraðsdóms. Þótti sannað fyrir Hæstarétti eins og í héraði að glæpur mannsins hefði verið þaulskipulagður og ránið að öllu leyti ófyrirleitið auk þess sem gjörningsmennirnir hefðu beitt annað fórnarlambið ofbeldi. Átti maðurinn sér því engar málsbætur að mati Hæstaréttar enda áður hlotið fjórum sinnum dóma vegna fíkniefnabrota og var dómurinn því þyngdur um sex mánuði. Enn fremur var manninum gert að greiða kröfu Sjóvár-Almennra um skaðabætur að upphæð tæplega sex milljónir króna. Hæstiréttur gerði athugasemdir við að felldur var niður stór hluti málsgagna án samráðs við verjendur mannsins enda slíkt andstætt lögum.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira