Fjármálaeftirlitið vill upplýsingar um starfslokasamning sjóðsstjóra 22. mars 2005 00:01 Fjármálaeftirlitið hefur óskað eftir upplýsingum um samninga sem fyrrverandi stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins gerði við Jóhannes Siggeirsson, framkvæmdastjóra sjóðsins í maí 2000 og um starfslok hans í febrúar síðastliðnum. Stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins ákvað að óska eftir við fyrrverandi framkvæmdastjóra að hann hætti störfum snemma á árinu 2005 vegna óánægju með ávöxtun sjóðsins. Þá fyrst varð henni ljós viðauki við starfskjarasamning framkvæmdastjórans sem fyrrverandi formaður og varaformaður sjóðsins gengu frá við framkvæmdastjórann á sínum tíma. Núverandi sjóðsstjórn komst að þeirri niðurstöðu að samningur um starfslok framkvæmdastjórans á dögunum yrði að taka mið af gildandi ráðningarsamningi hans ásamt viðaukum og studdist þar við álit lögmanna sem til var leitað. Í tilkynningu frá sjóðsstjórn segir að stjórnin muni að sjálfsögðu veita Fjármálaeftirlitinu allar tiltækar upplýsingar um samninga og starfslok fyrrverandi framkvæmdastjóra. Ennfremur segir að stjórnin telji ekki viðeigandi að hún tjái sig frekar um á málið á meðan um það er fjallað í samskiptum Fjármálaeftirlits og Sameinaða lífeyrissjóðsins. Í ályktun stjórnar Félags járniðnaðarmanna eru starfslok framkvæmdastjóra Sameinaða lífeyrissjóðsins harkalega gagnrýnd. Stjórn Félags járniðnaðarmanna gagnrýnir harðlega að árið 2000 var gerður sérstakur viðauki við ráðningarsamning fyrrverandi framkvæmdastjóra Sameinaða lífeyrissjóðsins þannig að greidd eru full laun í 30 mánuði að meðtöldum uppsagnarfresti. Sérstaklega er gagnrýnt, ef rétt er, að viðaukinn sem gerður var af þáverandi formanni og varaformanni sjóðsins hafi ekki verið lagður fyrir stjórn sjóðsins eða endurskoðanda. Síðar segir orðrétt, "Félagsstjórnin telur brýnt að núverandi stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins kanni ítarlega hvort hægt sé að hnekkja þessum gjörningi og geri grein fyrir niðurstöðum. Einnig að settar verði starfsreglur um meðferð ráðningarsamninga o.fl. sem stjórn sjóðsins ber ábyrgð á og að sjóðsfélögum verði árlega gerð grein fyrir launakjörum framkvæmdastjóra og stjórnarmanna. Félagsstjórn telur jafnframt eðlilegt að óskað verði eftir mati Fjármálaeftirlitsins á gildi ráðningarsamningsins og hvort rétt hafi verið að honum staðið." Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Sjá meira
Fjármálaeftirlitið hefur óskað eftir upplýsingum um samninga sem fyrrverandi stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins gerði við Jóhannes Siggeirsson, framkvæmdastjóra sjóðsins í maí 2000 og um starfslok hans í febrúar síðastliðnum. Stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins ákvað að óska eftir við fyrrverandi framkvæmdastjóra að hann hætti störfum snemma á árinu 2005 vegna óánægju með ávöxtun sjóðsins. Þá fyrst varð henni ljós viðauki við starfskjarasamning framkvæmdastjórans sem fyrrverandi formaður og varaformaður sjóðsins gengu frá við framkvæmdastjórann á sínum tíma. Núverandi sjóðsstjórn komst að þeirri niðurstöðu að samningur um starfslok framkvæmdastjórans á dögunum yrði að taka mið af gildandi ráðningarsamningi hans ásamt viðaukum og studdist þar við álit lögmanna sem til var leitað. Í tilkynningu frá sjóðsstjórn segir að stjórnin muni að sjálfsögðu veita Fjármálaeftirlitinu allar tiltækar upplýsingar um samninga og starfslok fyrrverandi framkvæmdastjóra. Ennfremur segir að stjórnin telji ekki viðeigandi að hún tjái sig frekar um á málið á meðan um það er fjallað í samskiptum Fjármálaeftirlits og Sameinaða lífeyrissjóðsins. Í ályktun stjórnar Félags járniðnaðarmanna eru starfslok framkvæmdastjóra Sameinaða lífeyrissjóðsins harkalega gagnrýnd. Stjórn Félags járniðnaðarmanna gagnrýnir harðlega að árið 2000 var gerður sérstakur viðauki við ráðningarsamning fyrrverandi framkvæmdastjóra Sameinaða lífeyrissjóðsins þannig að greidd eru full laun í 30 mánuði að meðtöldum uppsagnarfresti. Sérstaklega er gagnrýnt, ef rétt er, að viðaukinn sem gerður var af þáverandi formanni og varaformanni sjóðsins hafi ekki verið lagður fyrir stjórn sjóðsins eða endurskoðanda. Síðar segir orðrétt, "Félagsstjórnin telur brýnt að núverandi stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins kanni ítarlega hvort hægt sé að hnekkja þessum gjörningi og geri grein fyrir niðurstöðum. Einnig að settar verði starfsreglur um meðferð ráðningarsamninga o.fl. sem stjórn sjóðsins ber ábyrgð á og að sjóðsfélögum verði árlega gerð grein fyrir launakjörum framkvæmdastjóra og stjórnarmanna. Félagsstjórn telur jafnframt eðlilegt að óskað verði eftir mati Fjármálaeftirlitsins á gildi ráðningarsamningsins og hvort rétt hafi verið að honum staðið."
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Sjá meira